Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 14
14 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Breskur og finnskur matur
er gjörsamlega frábær
ÁSTKÆRA YLHÝRA
A› detta til
hugar
Fyrr á árum lét Bibba á Brávallagöt-
unni gamminn geisa á öldum ljós-
vakans og bætti afbökunum á orða-
tiltækjum í sarp landans, sem virðist
þó stundum vera að bera í bakka-
fullan lækinn. Mjög vinsælt er til
dæmis að detta eitthvað til hugar
frekar en að detta í hug eða koma til
hugar. Þá heyrist eitthvað í líkingu
við: „Mér myndi ekki detta til
HUUUUgar að...“. Ekki hefur hins
vegar bólað á setningum á borð við:
„Hei, mér var að detta eitt til hug-
ar...“. Kannski er það neitunin sem
gerir gæfumuninn, enda dettur
aldrei neinum neitt til hugar, nema
kannski Bibbu.
magnus@frettabladid.is
Það var gaman og tilkomumikið að
fá að ganga í gegnum jarðgöngin
um Almannaskarð í gærmorgun.
Gangandi umferð um göngin er al-
mennt bönnuð en við fengum und-
anþágu og gengum í gegn í fylgd
lögreglu.
Umferð var hleypt um göngin fyrir
aðeins nokkrum dögum og og ef
hægt er að tala um að jarðgöng séu
falleg þá eru þessi glæsileg.
Við tókum því rólega í gærmorgun
og hófum ekki gönguna fyrr en
klukkuna vantaði fimmtán mínútur í
níu.
Þegar í gegn var komið var skýjað og
hæglætis veður en eftir svolítinn
spöl brast á með suðvestan átt og
skúrum. Vind lægði svo á ný og und-
ir lok göngunnar var komið ágætis
veður á ný.
Þegar veðrið er vont vex okkur ás-
meginn í göngunni, við stoppum
sjaldnar og örkum hraðar yfir en
vanalega. Því má segja að vondu
veðri fylgja bæði kostir og gallar.
Í gær hljóp fríður flokkur fólks fram á
okkur en þar voru á ferðinni
hlauparar úr Vináttuhlaupinu sem
hlaupa með logandi kyndil hringinn í
kringum landið. Við tókum við kyndl-
inum og gengum með hann nokkra
kílómetra og var sannur heiður af.
Í dag göngum við frá Reyðará að
Geithellum sem er rúmlega 28 kíló-
metra leið.
Kærar kveðjur,
Guðbrandur og Bjarki.
Gengi› í gegnum n‡ju göngin
HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI
nær og fjær
„Vi› höfum ekki fengi›
svar vi› óskum um
hækkun afnotagjalda
og flá er ekki anna› a›
gera en a› fara í fless-
ar a›ger›ir.“
GUÐMUNDUR GYLFI GUÐMUNDSSON,
FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS
RÍKISÚTVARPSINS, Í FRÉTTABLAÐINU.
„fiú getur stillt klukk-
una flína eftir opnun-
artímanum. fia› er
grundvallaratri›i í
svona rekstri a› opna á
réttum tíma.“
BJÖRN VÍFILL ÞORLEIFSSON, VEIT-
INGAMAÐUR Á RÁNNI Í KEFLAVÍK, Í
MORGUNBLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
Fjöldi gesta streymir nú til Nes-
kaupstaðar til þátttöku í Landsmóti
harmonikuunnenda sem hefst þar í
kvöld og stendur til sunnudags.
Nánast allir gististaðir eru full-
bókaðir en þrettán af nítján aðild-
arfélögum Landssambands harm-
onikkuunnenda hafa tilkynnt þátt-
töku, auk þess sem stórsveit frá
Færeyjum sækir mótið sem og
fimm unglingasveitir.
Landsmót eru haldin á þriggja
ára fresti og draga til sín æ fleiri
áheyrendur. Síðasta mót var haldið
á Ísafirði og sóttu það um á milli
átta hundruð og eitt þúsund gestir.
Búist er við að mótsgestir nú verði
um eða yfir eitt þúsund.
Félag harmonikuunnenda á
Norðfirði heldur mótið nú en félag-
ið fagnar 25 ára afmæli sínu.
Lag mótsins heitir Á vorléttum
vængjum og er það vals eftir Norð-
firðinginn Þorlák Friðriksson við
ljóð Helga Seljan. Heiðursgestur
mótsins er Sören Brix, átján ára
dani, sem hefur tvisvar orðið Dan-
merkurmeistari í harmonikuleik.
Víst er að dillandi harmoniku-
tónar munu óma næstu þrjá daga
innan norðfirska fjallahringsins og
viðbúið að margur muni draga
fram dansskóna. - eg
HORFT YFIR NESKAUPSTAÐ Fótbolta-
völlurinn fyrir miðri mynd verður notaður
sem stæði fyrir húsbíla.
Landsmót harmonikuunnenda hefst í kvöld:
Nikkurnar flandar í Nor›fir›i
Úlfar Eysteinsson mat-
reiðslumeistari segir
Berlusconi og Chirac
vaða í villu þegar þeir
segja breskan og finnsk-
an mat vondan. Milli-
ríkjadeila er í uppsigl-
ingu vegna orða þeirra.
Almenningi í Bretlandi og Finn-
landi er nú í nöp við Frakkland og
Ítalíu og þó sér í lagi við leiðtoga
ríkjanna tveggja. Tilefnið er orð
Chiracs Frakklandsforseta og
Berlusconis, forsætisráðherra
Ítalíu, um að breskur og finnskur
matur sé óætur. Ástandið í ríkjun-
um er eldfimt og stappar nærri
milliríkjadeilu.
Stjórnmálamenn í Bretlandi og
Finnlandi hafa
ekki viljað tjá
sig um yfir-
l ý s i n g a r
Berlusconis
og Chiracs en
leiðarahöfund-
ar blaða hafa
tekið tvímenning-
ana á beinið.
Úlfar Eysteinsson,
matreiðslumeistari á
Þremur frökkum, skilur úlfúð
Breta og Finna enda veit hann
sem er að um fátt þykir þjóðum
vænna en matinn sinn.
Og hann vísar ummælum leið-
toganna tveggja út í hafsauga.
„Ég hef borðað mína bestu máltíð
í Bretlandi og unnið með finnsk-
um kokkum sem eru hreinir snill-
ingar,“ segir Úlfar, þar sem hann
stendur yfir pottunum sínum á
Þremur frökkum. Og eins og það
sé ekki nóg hefur Úlfar misjafna
sögu að segja af frönskum kokk-
um. „Ég hef orðið hungurmorða í
Frakklandi því ég fann ekki nógu
góðan veitingastað.“
Úlfar átelur Berlusconi og
Chirac fyrir að hafa sagt þetta en
býst helst við því að þeir hafi ver-
ið búnir að fá sér aðeins í tána
þegar stóru orðin féllu.
„Chirac gagnrýndi líka haggis
sem er þjóðarréttur Skota. Það má
ekki dæma matreiðslu heillar
þjóðar út frá svona löguðu. Það er
til dæmis ekki hægt að segja að
það sé bara ógeðslegur matur á Ís-
landi af því að við höfum svið og
blóðmör.“
David Barnwell, golfkennari
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, er
breskur að uppruna en hefur búið
á Íslandi um árabil. Honum sárn-
ar ekki orð Chiracs en segir þau
engu að síður þvælu. „Það er hægt
að fá frábæran mat í Englandi og
það má ekki miða matreiðsluna
þar við aldagamla þjóðarrétti sem
kunna að bragðast einkennilega,“
segir hann.
Hin finnska Katri
Raakel Tauriainen,
sem hefur getið
sér gott orð í Inn-
lit/útlit á Skjá ein-
um, er sama sinnis
og David og Úlfar og
bendir á að í sínu
f ö ð u r -
l a n d i
t í ð k i s t
m e ð a l
a n n a r s
að baka brauð með fiski inn í.
„Það þýðir ekkert að dæma
finnska matargerð út frá slíkum
réttum,“ segir hún. „Í Finnlandi
eru mjög margir æðislega góðir
veitingastaðir og finnskir mat-
reiðslumeistarar hafa náð góðum
árangri á alþjóða vettvangi.“
Katri sárnaði ekki ummæli þjóð-
arleiðtoganna tveggja, hún hló
frekar að vitleysunni í þeim.
bjorn@frettabladid.is
„Ég hef aldrei
óttast þessa
menn“
Vítisengill Íslands
í fangelsi
DAVID „Það er hægt að fá frábæran mat í
Englandi.“
KATRI „Í Finnlandi eru mjög margir æðis-
lega góðir veitingastaðir.“
ÚLFAR EYSTEINSSON „Ég borðaði mína bestu máltíð í Bretlandi og hef unnið með
finnskum kokkum sem eru hreinir snillingar.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
M
YN
D
/E
LM
A
G
U
Ð
M
U
N
D
SD
Ó
TT
IR