Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.07.2005, Qupperneq 18
20% 192% ‘80 ‘85 ’90 ‘95 ’00 18 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Tækifæri til ferðalaga á hagstæðum kjörum hafa sjaldan eða aldrei áður verið jafn aðgengileg Íslendingum eftir að lággjaldaflugfélagið Iceland Express hóf starfsemi og samkeppnisaðili þeirra hér á landi lækkaði verð sín. Geta þess vegna ævintýragjarnir ferða- langar valið úr miklum fjölda ferða- laga víða um heiminn á kostakjörum með því að nýta sér þær fjölmörgu leitarvélar sem sérhæfa sig í flugferð- um og ferðalögum. Er þar hægt að finna kostakjör hvern einasta dag og afar auðvelt að setja saman pakkaferð með litlum tilkostnaði. Þrjár þær stærstu eru Expedia.co.uk, Travelocity.co.uk og Orbitz.com en auk þeirra eru Travelprice.es, Lastminu- te.com, Kayak.com, Sidestep.com og Mobissino.com einkar góðar. Á öllum er hægt að leita ferða frá nánast hvaða flugvelli sem er hvert í heim sem er og má þar finna ýmis tilboð sem vandfundin yrðu meðal íslenskra ferðaskrifstofa. Nýleg dæmi eru viku- ferð á fimm stjörnu hótel í Egypta- landi á 38 þúsund frá Bretlandi. Tveggja vikna ferð til Dóminíska lýð- veldisins á hóteli með öllu innifalið á tæpar 60 þúsund krónur frá Bretlandi og svo má lengi telja. Þrátt fyrir þann aukakostnað sem fylg- ir því að fljúga héðan geta áhugasamir víkkað sjóndeildarhring sinn umtals- vert með hagkvæmum hætti með því að fylgjast með þeim tilboðum sem finnast á viðkomandi vefsíðum. - aöe Sumarleyfi á tilbo›sver›i ERLENDAR FERÐALEITARVÉLAR VÆNLEGUR KOSTUR:SKULDASTAÐAN > SKULDIR HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM 1980-2004 og hagur heimilanna Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t Persónuleikaprófið 26. tbl. 67. árg., 6. júlí 2005. Aðeins 599 kr. Notar þú rétta stærð af brjóstahaldara? Þannig mælir þú m eð hjálp Vikunnar! Alma Guðmundsdóttir um frægðina, ástina og sam- skiptin við hinar Nylon-píurnar Lífið breyttist á einni nóttu! Það sem þú vissir ekki ... Þórhildur Þorleifsdóttir Hvernig vinkona ertu? Skoðaðu týpurnar! Er kærastinn að gera þig vitlausa? Þannig áttu að bre gðast við! Konurnar á ba k við aðþrengdar hú smæður Þau kynntust á Net inu! Og hún ætlar að fly tja til hans góð ráð fyrir þreytta fætur 10 Íslensk fjölskylda í fátækasta ríki heims Glæsisýning í Skautahöllinni 00 Vikan26. tbl.'05-1 24.6.2005 11:15 Pag e 1ný og fersk í hv erri viku Náðu í eintak á næsta sölustað Hvað skal varast við kaup gegnum netið? * * * * * Höfuðborgarsvæðið Ársgjald 55.000 Golfklúbbur Reykjavíkur 40.000 Golfklúbbur Bakkakots Vallargjald 6.000 Golfklúbburinn Oddur 3.300 Golfklúbbur Bakkakots Reykjanes Ársgjald 46.000 Golfklúbbur Suðurnesja 28.000 Golfklúbbur Sandgerðis Vallargjald 3.500 Golfklúbbur Grindavíkur 1.800 Vesturland Ársgjald 45.000 Golfklúbburinn Leynir 17.500 Golfklúbbur Staðarsveitar Vallargjald 3.000 Golfklúbburinn Leynir 1.800 Golfklúbburinn Mostri Vestfirðir Ársgjald 34.000 Golfklúbbur Ísafjarðar 15.000 Golfklúbbur Hólmavíkur Vallargjald 2.000 Golfklúbbur Ísafjarðar 1.000 Golfklúbbur Bíldudals Norðvesturland Ársgjald 35.000 Golfklúbbur Sauðárkróks 14.000 Golfklúbbur Skagastrandar Vallargjald 2.000 Golfklúbbur Sauðárkróks 1.000 Golfklúbbur Siglufjarðar Norðausturland Ársgjald 42,000 Golfklúbbur Akureyrar 25,000 Golfklúbbur Ólafsfjarðar Vallargjald 3.000 Golfklúbbur Akureyrar 1.500 Dalvík, Ólafsfjörður, Ásbyrgi Austurland Ársgjald 30.000 Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 19.000 Golfklúbbur Djúpavogs Vallargjald 2.000 Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs 1.000 Golfklúbbur Seyðisfjarðar Suðurland Ársgjald 40.000 Golfklúbbur Vestmannaeyja 10.000 Golfklúbburinn Vík Vallargjald 2.800 Golfklúbbur Þorlákshafnar 1.500 Vík, Laugarvatn Dýrast Ódýrast NEYTENDUR Það er góð ástæða fyrir því að talað er um bakteríu eða sýki þegar fjallað er um þann sí- stækkandi hóp fólks sem stundar golfíþróttina sér til heilsubótar og ánægju. Þeim sem verst er komið á um geta ekki á sér heilum tekið fyrr en einn hringur á vellinum er undir belti. Er áhugi margra svo ákafur að heilu fjölskyldurnar sýkjast í kjölfarið sem útskýrir hvers vegna golf er mest vaxandi íþrótt á landinu. Gott dæmi um vinsældir íþróttarinnar er að þrátt fyrir að golfklúbbar í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins hafi undanfarin ár gert sitt besta til að fjölga með- limum giskar þjónustustjóri Golf- sambands Íslands, Hinrik Hilm- arsson, á að allt að þúsund um- sóknum hafi þurft að hafna á þessu ári. „Óskastaðan er að hér í ná- grenni höfuðborgarinnar væru þrír 18 holu golfvellir til viðbótar. Þá fyrst væri hægt að gera öllum sem áhuga hafa til hæfis og álag á þá golfvelli sem fyrir eru kæmist í eðlilegt horf.“ Eins og sakir standa liggja fyr- ir áætlanir um stækkun tveggja valla á höfuðborgarsvæðinu. Ann- ars vegar hjá í Garðabæ og í Mos- fellsbæ. Það hrekkur þó skammt enda bætast tugir ef ekki hund- ruðir manna í hóp golfáhuga- manna ár hvert. Verðlag á höfuðborgarsvæðinu endurspeglar þessa eftirspurn og eru vallar- og ársgjöld þar tvö- til þrefalt dýrari en á öðrum völlum landsins. Þeir eru líka að mestu leyti stærri og betri enda meiri- hluti valla á landsbyggðinni að- eins níu holur og viðhald og um- hirða minni en gengur og gerist hjá stærri klúbbunum. Þó eru undantekningar á því og vellirnir á Hellu og Akureyri jafnast að mestu á við það sem best gerist fyrir sunnan. Á höfuðborgarsvæðinu eru enn fremur einu klúbbarnir sem heimta sérstakt inntökugjald af nýjum meðlimum en engar hald- bærar skýringar fengust á því gjaldi nema að á flestum stöðum er innifalið námskeið fyrir nýliða áður en leyfi fæst til að spila á stærri völlunum. albert@frettabladid.is Allt a› flúsund manns á höfu›borgarsvæ›inu eru á bi›lista í sumar til a› ger- ast me›limir í golfklúbbi. firír 18 holu golfvellir flyrftu a› vera til vi›bótar í nágrenni Reykjavíkur til a› anna eftirspurn. Golfklúbbar höfnu›u flúsund umsóknum Bílalán Lýsingar: Reiknivél bilu› NEYTENDUR Í síðustu viku gerði Neyt- e n d a s í ð a n úttekt á þeim bíla- lánum sem í boði eru fyr- ir almenning hér á landi en þegar til kom reynd- ust upplýsingar þær er neytend- ur fá á vefsíðum lánafyrirtækja ekki alls kostar réttar og vart samanburðarhæfar. Í þeirri úttekt reyndust bíla- lán Lýsingar hlutfallslega dýrust en komið hefur í ljós að reiknivél fyrirtækisins á netinu gefur vit- lausa útreikninga. Er verið að vinna að lagfæringu og standa vonir til að eftir helgina verði aftur hægt að reikna út réttar upplýsingar um bílalán fyrirtæk- isins. - aöe Tékkhefti ó›um a› hverfa NEYTENDUR Stakkaskipti hafa orð- ið á greiðsluvenjum Íslendinga á þeim tíu árum sem liðin eru síð- an debetkort voru fyrst kynnt til sögunnar en kortin eru komin langleiðina með að leysa tékk- heftin alfarið af hólmi. Samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu bankanna og Sam- tökum banka og sparisjóða voru skráðar tæpar 30 milljón tékka- færslur á Íslandi 1993 en árið eftir hófst fyrst útgáfa debet- korta hér á landi. Rúmum tíu árum síðar á síðasta ári voru tékkafærslur aðeins ein og hálf milljón meðan debetkortafærsl- ur 2004 voru alls um 53 milljónir talsins. Landinn er afar framarlega hvað þetta varðar að sögn Guð- jóns Rúnarssonar hjá Samtökum banka og sparisjóða en helstu ná- grannaþjóðir nota tékkhefti enn í talsverðum mæli og öll banka- þjónusta hér á landi er því skil- virkari en víða erlendis. - aöe ÁVÍSANIR Á UNDANHALDI Æ færri Íslendingar nota greiðslutékka í viðskiptum sínum. ww w Alþjóðlegu neytendasamtökin, Consum- er International, hafa tekið saman helstu atriði sem hafa ber í huga þegar vörur eða þjónusta er keypt gegnum netið en nú loks hefur verslun á netinu tekið þann kipp sem búist var við fyrir nokkrum árum síðan. Tæknisinnaðir nýjungagjarnir Íslendingar eru framarlega í flokki þeirra sem kaupa vörur í æ ríkari mæli gegnum netverslan- ir. Öryggi flestra viðskipta þar er mun tryggara en margur heldur og milljónir manna kaupa þar vörur án vandkvæða á degi hverjum. Hafi fólk sama fyrirvara á sér þegar verslað er á netinu og í venju- legri verslun er fátt sem komið getur upp á. Þar að auki greiða flestir fyrir við- skipti þar með kreditkortum og komi upp vandamál getur neytandinn dregið greiðslu eða neitað að greiða fyrr en við- komandi vara eða þjónusta hefur skilað sér eins og við var búist. Consumer International telja fram fimm atriði sem hafa skal í huga þegar kaup standa fyrir dyrum: Ekki trúa öllu sem þú lest: Margar vefsíður lofa gulli og grænum sem oftar en ekki eru orðin tóm. Gamla máltækið um að sé það of gott til að vera satt á alltaf við. Gerðu samanburð: Leitið upplýsinga á fleiri en einu vefsetri og helst einnig í venjulegum verslunum sem selja viðkomandi vöru. Hver er seljandinn: Reyndu að finna út hver rekur vefverslunina enda sést þá oft hvort um þekkt fyrirtæki er að ræða eður ei. Eru uppgefnar upplýsingar ábyggilegar: Myndaðu þér þína eigin skoðun eftir að hafa farið gegnum síðuna. Ef vafi leikur á leitaðu annað með viðskiptin. Hver er áhættan: Ef viðskiptavinur þarf að gefa upp ýmsar persónulegar upp- lýsingar er best að kanna hvernig farið er með þær upplýsingar. Sama gildir hér að ef farið er fram á upplýsingar sem koma viðskiptunum ekkert við er mál að staldra við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.