Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 22

Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 22
Upp með buxurnar Íslandsbanki hefur keypt tíu prósenta hlut í nýstofnuðum banka í Noregi. Bankinnn heitir Bank2 og sérhæfir sig í endurfjármögnun á skuldum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í tímabundnum greiðslu- erfiðleikum. Bankinn stefnir að því að marka sér sterka sér stöðu þeg- ar kemur að því að endurfjármagna og endurskipuleggja fjárhag fyrirtækja og einstaklinga. Menn voru að leika sér að því að þýða yfir á mannamál hlutverk þessa banka og kom þá fyrst í hugann að bankinn sinnti þeim sem væru með allt niður um sig. Bankinn sæi því um að girða upp um þá sem þannig væri ástatt fyrir. Það þarf ekki að vera slæmur bisness, því sag- an kennir að margir þeirra sem hafa náð verulegum árangri í viðskiptum hafa áður en tindinum er náð farið á hausinn oftar en einu sinni eða lent í verulegum erfið- leikum. Í þessu sambandi getur samt verið hollt að minnast þess að eitt sinn var fyrirtæki sem sérhæfði sig í fjárhags- legri endurskipulagningu. Það lenti í erfiðleikum, því kúnnarnir borguðu ekki. Rann á lyktina Útrásin heldur áfram, þrátt fyrir að skuggi neikvæðrar um- ræðu í breskum fjölmiðlum sé yfir henni þessa dagana. Eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og systkina hans sem eiga Lyf og heilsu, keypti fyrirtæki í sölu á mark- aðssetningu á ilmvötnum. Innkoma Karls á markaðinn í Bretlandi þarf ekki að koma á óvart, enda höfðu borist fregnir af því að hann væri farinn að þefa af tækifærum í Bretlandi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann rekur inn nefið á breska markaðinn, því hann kom að kaupum á Big Food Group með Baugi og á hlut í Iceland-versl- unarkeðjunni. Sala lyfja hefur verið að taka miklum breytingum víða um lönd og ekki ólíklegt að eigendur Lyfja og heilsu hugsi sér frekari landvinninga á þeim markaði. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.188,13 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 286 Velta: 1.786,93 milljónir +0,30% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Mikill meirihluti, eða 77 pró- sent þeirra sem keyptu sér íbúðir á fyrstu þremur mánuðum ársins, telur að verð á því húsnæði sem viðkomandi keypti muni hækka á næstu tólf mánuðum. Kemur þetta fram í könnun sem IMG Gallup hefur unnið fyrir Íslands- banka. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 0,7 milljarða króna í mánuðinum og nam 62 milljörð- um króna í lok hans sem jafngild- ir 960 milljónum Bandaríkjadala miðað við gengi í mánaðarlok. Yfirtöku á Samherja er lokið. 91,64 prósent heildarhlutafjár í Samherja í er nú í eigu Fylkis, tengdra aðila sem hafa gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Samherja og fjárhagslega tengdra aðila. 22 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Helstu fyrirtækjum í Kauphöllinni er spáð yfir 50 milljörðum í hagnað á öðrum ársfjórðungi. Burðarás skilar mestum hagnaði vegna 15 millj- arða hagnaðar af sölu Eimskips. Þar á eftir kemur KB banki með rúmlega 11 milljarða hagnað. Hagnaður fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi tæplega fjórfaldast frá sama tíma árið 2004 ef spár bankanna ganga eftir. Íslands- banki, KB banki og Landsbanki spá fyrir um afkomu helstu skráðu félaganna á öðrum árs- fjórðungi og meðaltal þeirra spáa er sýnt í töflu hér að ofan. Burðarási er spáð mestum hagnaði eða um 18,5 milljörðum. Þar vegur þyngst 15 milljarða söluhagnaður af sölu Eimskips til Avion Group nýlega. KB banki, sem skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi, er spáð rúm- um 11 milljörðum í hagnað á tímabilinu. Skýrist hagnaðurinn meðal annars af miklum þóknun- artekjum vegna góðrar verkefna- stöðu fyrirtækjaráðgjafar bank- ans. Einnig telur gengishagnaður af eign bankans í Bakkavör, beint og óbeint, ágætlega en Bakkavör hækkaði um 23 prósent á tímabil- inu. Mikil breyting hefur átt sér stað á rekstri margra félaganna milli ára og aðallega þá vegna kaupa á öðrum fyrirtækjum. Velta félaganna hefur því aukist mikið frá fyrra ári, sem og rekstrarhagnaður þeirra. Aðeins Granda er spáð tapi á tímabilinu en félagið skilaði einnig tapi á sama tíma árið 2004. Össur er eina félagið sem spáð er samdrætti í hagnaði milli tíma- bila. Spár bankanna eru mjög sam- stíga og munar aðeins fjórum prósentum á hagnaðarspá þeirra fyrirtækja sem allir spá fyrir um. Íslandsbanki er bjartsýnastur, svo KB banki og Landsbankinn spáir fyrirtækjunum minnstum hagnaði. - dh Peningaskápurinn… Actavis 41,20 +0,98% ... Bakkavör 39,00 +0,00%... Burðarás 16,00 +1,27%... FL Group 15,00 +0,67% ... Flaga +0,00% ...Grandi 8,55 +0,59 ... Íslandsbanki 13,50 +0,00% ... Jarðboranir +0,00 ... KB banki 547 +0,37% ... Kögun 58,20 -0,51% ... Landsbankinn 17,20 +0,00% ... Marel 58,90 -0,00% ... SÍF 4,88 -0,20 ...Straumur 12,15 -0,41% ... Össur 79,00 -0,63% Hagnaður margfaldast milli ára Icelandic Group +1,87% Burðarás +1,27% Actavis +0,98% Mosaic Fashions -0,72% Össur -0,63% Kögun -0,51% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is LAUGAVEGI 87 • SÍMI 511 2004 Vegna sameiningar Dún og fiður hreinsunar og Dún og fiður sérverslunar bjóðum við frítt með hverri sæng sem kemur í hreinsun; Nýtt ver utan um koddan AFKOMUSPÁR BANKANNA FYRIR ANNAN ÁRSFJÓRÐUNG – Í MILLJÓNUM KRÓNA: Actavis 1.459 1.219 Bakkavör 923 408 Burðarás 18.589 2.032 FL Group 2.143 903 Grandi -400 -95 Icelandic 264 128 Íslandsbanki 6.024 2.256 KB banki 11.380 3.508 Kögun 140 90 Landsbanki 3.634 1.785 Marel 214 113 Og Vodafone 240 118 SÍF 503 -296 Straumur 3.058 1.122 Tryggingamiðstöðin 1.722 208 Össur 273 284 Samtals: 50.166 13.783 Félag Hagnaðarspá meðaltal 2005 Hagnaður 2004 N‡tt lyf hjá Actavis Lyfjafyrirtækið Actavis hefur sett nýtt samheitalyf á markað í Hollandi, Bretlandi og Svíþjóð, en einkaleyfi á lyfinu rann nýverið út. Um er að ræða blóðþrýstings- lyfið Fosinopril og verða í fyrstu settar um 13 milljónir taflna á markað. Lyfið er framleitt í verksmiðju Actavis á Íslandi. Medis, dótturfé- lag Actavis, annast sölu lyfsins í Vestur-Evrópu en Actavis Nordic selur lyfið undir eigin merkjum í Svíþjóð. Fosinopril verður markaðssett í Austur-Evrópu undir merkjum Actavis síðar á árinu. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Actavis, býst ekki við því að sala lyfsins hafi afgerandi áhrif á afkomu fé- lagsins: „Fosinopril er mikilvæg viðbót við lyfjasafn okkar þó það verði ekki í hópi mest seldu lyfja.“ -jsk Nýtt ver utan um kod n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.