Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 11
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er fimmtudagur 7. júlí,
188. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.18 13.33 23.45
AKUREYRI 2.23 13.17 00.08
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Brynja Pétursdóttir, dansari, þarf dá-
góðan umhugsunartíma til að finna
það sem er ómissandi í fataskápnum
hennar en finnur að lokum eitt sem
hún gæti ekki lifað án.
„Eitt skópar er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Það er ný týpa af Adidas Ecstasy-skóm
þar sem hermt er eftir „Old School“ týp-
unum,“ segir Brynja, sem er frekar í
þægilegum íþróttaskóm heldur en háhæl-
uðum. „Já ég held að flestir hipphoppar-
ar séu frekar veikir fyrir íþróttaskóm.“
„Ég keypti skóna í Danmörku í hitteð-
fyrra og þeir eru mjög vel farnir – enda
spara ég þá mikið. Ég held þeim mjög
hreinum. Ég hef sýnt dans í þeim en ann-
ars þori ég lítið að fara á þeim. Ég er
bölvandi hægri og vinstri ef einhver stíg-
ur á mig niðri í bæ þannig að það gengur
eiginlega ekki að ég fari í þeim út. Ég
verð bara pirruð,“ segir Brynja og hlær
dátt.
Skórnir hennar Brynju eru hvítir, gul-
ir og vínrauðir og hún féll strax fyrir
þeim þegar hún sá þá. „Þeir eru rosalega
hipphopp og fönkí. Þeir eru stórir og
áberandi þannig að þeir heilluðu mig
strax,“ segir Brynja, sem er meiri skó-
manneskja en fatamanneskja. „Ef ég fer
í bæinn þá enda ég yfirleitt á því að glápa
á skópar frekar en eitthvað annað.“
lilja@frettabladid.is
Fer ekki út í uppáhaldsskónum
Fyrrverandi tennisstjarnan
Boris Becker er búinn að setja
á markað sína eigin fatalínu.
Kappinn frumsýndi línuna í
München í Þýskalandi í vikunni
en línuna þróaði hann með
þýska íþróttafatafyrirtækinu
Volkl. Becker fær innblástur
sinn úr tennis ásamt hafna-
bolta og krikketi en línan
er mjög sportleg.
Tískutáknið Kate
Moss og kærastinn
hennar, rokkarinn
Pete Doherty, eru
svalasta fólkið í
London að mati
tímaritsins Tatler.
Þau tóku titilinn af
leikaraparinu Siennu
Miller og Jude Law
sem trónuðu á toppn-
um á síðasta ári. Önn-
ur pör sem ná á list-
ann yfir svölustu pör-
in eru Mick Jagger og
kærastan hans L’Wren
Scott, Hugh Grant og
Jemima Khan og Jamie Oliver
og Jools.
Leikkonan
Juliette Lewis
er nýtt andlit
fatahönnuðarins
J. Lindeberg. Hún
birtist í auglýsingum
ásamt Carl Barat í
hljómsveitinni The Libertines
og auglýsir nýjustu línu
Lindeberg. Lindeberg hefur
sjálfur sagt að þetta sé besta
auglýsingaherferð sem hann
hefur gert.
Nú er hægt að
kaupa English Rose
barnafötin eftir
söngkonuna
Madonnu á netinu.
Fötin eru nefnd eftir
vinsælli barnabók
Madonnu en í
fatalínunni
eru auk fata
skartgripir,
skór og alls
konar fylgihlutir. Madonna er
greinilega hrifin af Bretlandi því
á vefsíðunni er hægt að finna
stuttbuxur, boli og gallapils
með breska fánanum á. Slóðin
á vefsíðuna er englis-
hrose.com.
Maybelline fyrirsætan Erin
Watson var sektuð um 25 doll-
ara, eða rúmlega 1600 krónur,
í New York fyrir stuttu. Fyrirsæt-
an fékk sektina fyrir að halda á
bjórdós úti á miðri götu en það
er ólöglegt í borginni. Fyrirsæt-
an hafði verið að djamma með
tískuljósmyndaranum David
LaChapelle og sagði seinna að
atvikið með bjórdósina væri
misskilningur einn. Hún var
bara að kaupa bjór handa vini
sínum.
Watson
hefur unn-
ið fyrir
fjöldamörg
stór nöfn í
tískuheiminum
eins og Gucci, Val-
entino, Dolce &
Gabbana og Donnu
Karan.
Brynja heldur mikið upp á skóna enda eru þeir stórir og áberandi.
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Ég er ekki að
grenja yfir því að
þurfa að fara í
skólann. Ég er að
grenja af því ég vil
vera heima.
Pottar fyrir alls konar eldamennsku
BLS. 9
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
Hjólakörfur eru tilvaldar til að
hengja upp á vegg í eldhúsinu og
nota undir eldhúsáhöld auk
ávexta og grænmetis sem ekki
þarf að setja í kæli. Körfurnar eru
með festingum að aftan og bak-
hliðin er slétt og fellur vel að
veggnum. Sömuleiðis er hægt að
notast við körfur sem eru ætlaðar
undir veggblóm og eru þær sér-
staklega hentugar undir sleifar og
önnur eldhúsáhöld. Körfunum er
hægt að raða nokkrum saman á
heilan vegg þar sem allt er skipu-
lagt og á sínum stað.
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Hjólakörfur eru með festingum
á bakinu og auðvelt að festa
þær á vegg.
Hirsla fyrir grænmeti og áhöld
KÖRFUR Á VEGGINN Í ELDHÚSINU.
tiska@frettabladid.is
LIGGUR Í LOFTINU
í tísku