Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 27

Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 27
5FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 Hinar árlegu sumarútsölur hófust fyrir nærri tveimur vikum en samkvæmt lögum mega þær aðeins standa yfir í fjórar til sex vikur eftir héruðum. Sumarfrí hófust hér 1. júlí, þá eru skólar búnir og hálf þjóðin fer af stað í frí (hinn helmingurinn í ágúst). Þannig get- ur almenningur náð í allt sem þarf á ströndina og fyrir kvöldsam- kvæmin á suðlægum slóðum með dágóðum afslætti. En kaupmenn eru séðir og gefa margir hverjir ekki nema 30-40 prósenta afslátt í byrjun þannig að þeir sem fóru fyrstir í frí urðu að láta sér það duga. Að vanda voru biðraðir fyrir framan vinsælustu búðirnar eins og hjá Gucci, Prada og Tods og víðar. Nú hækka margar verslanir af- sláttinn í 50 prósent eða meira og sumar enda með 70 prósenta af- slætti. Útsölurnar eru eitt af því mikilvægasta í lífi hverrar verslun- ar í verslunarárinu, eins og jólaverslunin og svo upphaf hverrar árs- tíðar, þ.e.a.s. september og október í vetrartískunni og mars og apr- íl í sumartískunni. Ein af stórverslununum í París, Galerie Lafayette, halaði inn sex milljónir evra á fyrsta útsöludegi, tæplega fimmhundruð milljónir króna. Um tíundi partur af ársveltunni kem- ur inn í kassann í kringum útsölurnar. Fínu tískuhúsin vilja þó ekki gera allt of mikið úr útsölunum þótt peningarnir sem inn koma séu jafn mikilvægir. Þess vegna bjóða þau góðum viðskiptavinum að koma á einkaútsölur og versla í rólegheitum. Þá hringir hver sölu- maður í sína viðskiptavini og býður þeim. Einkaútsölur eru reyndar algjörlega ólöglegar því útsölur eru hér lögbundnar og mega aðeins standa í ákveðinn tíma. Því er pukrast með þessar einkaútsölur svo að hinn venjulegi viskiptavinur viti ekki af. Sömuleiðis til þess að út- sendarar eftirlitsnefndar um ólögmæta viðskiptahætti, sem eru á sveimi, gómi ekki tískuhúsin í svona svindli því þá hverfur ágóðinn fljótt í sektir. Hins vegar vita allir af þessum einkaútsölum og spyrja eftir afslætti og þá er vandamálið hvort taka eigi áhættuna eða ekki og segja já. Mörg tískuhúsanna stilltu vetrartískunni út í glugga fyrir útsölurnar þannig að myndin út á við er ekki sú sama og innandyra. Útsölurnar eru reyndar oft settar baka til strax eftir fyrstu vikuna eins og það sé eitthvað skammarlegt að gefa afslátt og þar með viðurkenna að rándýr varan hafi tapað verðgildi sínu í lok árstíðarinnar. Reyndar fer aldrei nærri allt á útsölu og fínu tísku- húsin eru alltaf með einhvern hluta af vörum sem sögð er klassísk og þar með áfram á boðstólum þegar útsölum lýkur. Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Útsala, útsala, útsala 11-18 VERSLUNIN VERÐUR LOKUÐ Í DAG, FIMMTUDAG ÚTSALAN HEFST Á MORGUN! SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 sími 561 1300 Glæsilegt úrval skartgripa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.