Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 29
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005
af netinu }
Kraftaverkin
gerast enn
SUNDBOLIR ÚR AÐHALDSEFNI.
Á vefsíðunni figleaves.com er seld-
ur allskyns varningur fyrir konur
eins og undirföt, sundfatnaður,
óléttufatnaður, brúðarfatnaður og
margt fleira. Einnig er í boði lítil
lína af undirfatnaði herra.
Það nýjasta á síðunni þeirra eru
hinn eini sanni „Miraclesuit“, sund-
bolur sem forsvarsmenn Figleave
lofa að minnki líkamsummálið um
eina stærð! Ótrúlegt, en það lítur
út fyrir að þeir hafi eitthvað fyrir
sér í þessum loforðum, efnið í
bolnum er sérstaklega teygjanlegt
og þægilega stíft sem gerir að
verkum að aðhaldið verður meira
en ella og bolurinn leggst fallega
að líkamanum. Í sníðagerðinni er
leitast við að ná því allra besta
fram við kvenlíkamann.
Það verður að viðurkennast að
marga dreymir um að losna við
nokkur kíló af kroppnum svo nú er
tækifærið að kíkja á það nýjasta í
kroppabransanum á www.figlea-
ves.com en kraftaverkasundbolirnir
kosta um 100 bresk pund.
Karlmannlegur
og ferskur
NÝI RAKSPÍRINN FRÁ LACOSTE ER
SPORTLEGUR ENDA Á HANN AÐ
HÖFÐA TIL ÍÞRÓTTAMANNA.
Lacoste Red, nýi ilmurinn
fyrir karlmenn frá
Lacoste, er ferskur og af-
skaplega karlmannlegur.
Í ilminum blandast sam-
an ferskleiki grænna
epla, mjúkir blómatónar,
frosinn lífviður, hrimvið-
ur, jasmín og krydd-
kenndur sedrusviður.
Umbúðirnar eru af-
skaplega þægileg-
ar og sportlegar.
Belgur sjálfs
glassins er mjög
þykkur en lögun-
inni hefur verið
breytt með riffl-
um á hliðunum til
að gefa gott grip,
enda á rakspírinn
að höfða til
íþróttamanna.
Botninn á glasinu
er skærrauður sem
og umbúðirnar.
NÝBÝLAVEGUR 12,
KÓPAVOGUR
SÍMI 554 4433
Opnunartími virka daga
10-18
og laugardaga 10-16
Útsalan
í fullum
gangi
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N