Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 43

Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 43
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 Samningaviðræður um kaup á félaginu eru sagðar ganga vel. Stjórnarformaður Baugs segir fréttir um að fjárfestar vilji Baug út ónákvæmar og frétta um framhald samstarfsins um kaupin að vænta á næstunni. Hagnaður Somerfield nam tæp- um 48 milljónum punda, eða um 5,5 milljörðum íslenskra króna, á fyrri hluta rekstrarársins sem endar í lok apríl samkvæmt út- reikningum fréttaveitu Bloom- berg. Jókst hagnaðurinn um 25 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra þegar hann var 38,2 milljónir punda. Eins og komið hefur fram er Baugur ásamt þremur öðrum aðilum í samningaviðræðum um kaup á Somerfield. Samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur verið óljóst hvort framhald verður á því samstarfi eftir að Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, voru birtar ákærur í kjölfar lögreglurannsóknar. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir þessar frétt- ir ónákvæmar. Frétta er að vænta um framhald samstarfs- ins á næstu dögum. Haft var eftir Steve Back, forstjóra Somerfield, í Guardian í gær að viðræður um kaup á fyrirtækinu gengu vel. Áreiðan- leikakönnun hefði farið fram en enn væri óljóst hvort tilboð bær- ist. Er reiknað með því að það liggi fyrir í enda júlí. Undanfarið hefur Somerfield verið að endurskipuleggja rekstur sinn með því að selja óhagkvæmar búðir og endur- nýja aðrar með það fyrir augum að auka sölu á tilbúnum réttum og ferskri matvöru. Haft er eftir breskum sérfræðingi á Bloom- berg að rekstrarumhverfi mat- vörubúða sé mjög erfitt í Bret- landi. Í annarri frétt kom fram að horfur í smásölu í evrulöndun- um tólf hefði versnað í júní. Fór vísitalan úr 50,2 í 49,1 og var mesta svartsýnin meðal ítalskra stjórnenda smásöluverslana. -bg Aukinn hagna›ur Somerfield SOMERFIELD-BÚÐ Í BRETLANDI Somerfield keypti á síðasta ári 114 Safeway-búðir og rekur samtals 1.308 útibú í Bretlandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.