Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 44

Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 44
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leik- kona er mikil fjölskyldumann- eskja og ætlar að eyða afmælis- deginum með dóttur sinni og barnabarni. Undanfarin ár hefur hún haldið upp á afmæli sitt er- lendis þar sem dóttir hennar var í námi í Evrópu. „Mér finnst voða gaman að fá afmælisgjafir,“ segir Lilja Guð- rún, sem veit þó ekki hvers hún óskar sér í ár. Hún segir margar gjafir minnisstæðar, sérstaklega nokkur hálsmen og hringa. „Ég er voðalegur fagurkeri,“ segir Lilja góðlega, „en mér þykir líka af- skaplega vænt um að fá bara eitt bros.“ Lilja Guðrún er komin í sum- arfrí en hún lauk nýverið tökum á Dýrunum í Hálsaskógi sem kem- ur út á dvd-diski á næstunni. Þá lék hún í vor í bíómyndinni Kvikyndi, með krökkunum úr Vesturporti, sem verður frum- sýnd í haust. En hvað ætlar hún að gera í sumarfríinu? „Ég ætla að fara norður til Akureyrar og vera við- stödd fæðingu nýs barnabarns,“ segir Lilja Guðrún spennt. „Stærsta stund sem nokkur getur átt er að verða amma,“ segir Lilja sem á eitt barnabarn fyrir. Við fæðingu þess var hún að æfa fyr- ir frumsýningu Ástkvenna Picassos í leikstjórn Hlínar Agn- arsdóttur. „Ég var gersamlega ónýt,“ segir Lilja hlæjandi þegar hún minnist dagsins. Það endaði með því að hún var rekin upp á fæðingardeild þar sem hún fékk dótturdóttur sína nýfædda í fang- ið. „Það er ekki hægt að lýsa þess- ari stund,“ segir hún og er orða vant yfir þeirri stórkostlegu til- finningu sem þessu fylgdi. Nú verður hún viðstödd fæð- ingu barnabarns síns og telur að það verði stærsta afmælisgjöfin. Lilja Guðrún er spennt fyrir næsta leikári. Í haust mun hún leika í nýju verki eftir Hrund Ólafsdóttur. Nokkur leynd hvílir yfir verkinu eins og ávallt þegar nýtt leikrit er frumsýnt en Lilja segir verkið spennandi og leik- stjórann ungan. Lilju Guðrúnu þykir vænt um öll hlutverk sín en þó misjafnlega mikið eftir því hvað þau voru erf- ið. „Síðasta hlutverk sem tók á mig andlega var Marta í Hver er hræddur við Virginíu Woolf. Ég hef leikið mörg hlutverk sem heita Marta, og mér þykir vænt um þær allar,“ segir Lilja Guðrún hlæjandi og bætir við að líklega standi Mörturnar upp úr á leik- ferlinum. ■ 24 7. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ARTHUR CONAN DOYLE (1859-1930) lést þennan dag LILJA GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR LEIKKONA ER 55 ÁRA. Mörturnar eru minnisstæðar „Það er gömul meginregla mín að þegar allt hið mögulega hefur verið útilokað hlýt- ur það sem eftir verður, hversu ólíklegt sem það virðist, að vera sannleikurinn.“ Sir Arthur Conan Doyle er höfundur bókanna um spæjarann Sherlock Holmes timamot@frettabladid.is ANDLÁT Sverrir Vilbergsson, Sæunnargötu 9, Borgarnesi, lést á Landspítala við Hring- braut miðvikudaginn 22. júní. Útförin hefur farið fram. Sveinn Ómar Elíasson, Miðtúni 48, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardag- inn 2. júlí. Páll Pétursson húsasmíðameistari, Sól- heimum 16, áður til heimilis í Árskógum 13, Egilsstöðum, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 3. júlí. Hjörtur Jónsson, Brjánsstöðum, Gríms- nesi, lést af slysförum mánudaginn 4. júlí. Páll Kristinn Kristófersson, Fríholti 8, Garði, lést á Landspítalanum mánudag- inn 4. júlí. Hildur Björnsdóttir, Tjarnarbóli 2, Sel- tjarnarnesi, lést á krabbameinslækninga- deild 11E á Landspítala, Hringbraut þriðjudaginn 5. júlí. Þennan dag árið 1985 sigraði Boris Becker Wimbledon-mótið í tennis. Hann var einungis sautján ára og varð þar með yngsti sigurvegari þess móts frá upphafi. Hann var einnig fyrsti Þjóðverjinn til að hampa titilinum. Becker var al- veg óþekktur við upphaf móts en vann hug og hjörtu heimsins þegar hann lyfti silfurbikarnum yfir höfuð sér. Boris Becker byrjaði að æfa tennis átta ára gam- all. Við tólf ára aldur átti íþróttin hug hans allan. Hann sigraði Wimbledon-mótið einnig árið 1986 og í þriðja sinn árið 1989. Hann hlaut sex stóra titla á ævinni og árið 1991 var hann efstur á heimslistanum í tennis. Hann hafði ávallt sérstakan stíl sem einkenndist af kraftmikilli uppgjöf og dramatískum leikflétt- um. Sá stíll einkenndi tennisheiminn í mörg ár eftir sigur hans á Wimbeldon- mótinu árið 1985 og enn eimir af hon- um í dag. Becker lagði atvinnuskóna á hilluna árið 1999 eftir að hann tapaði í fjórðu lotu á Wimbledon- móti. Hins veg- ar hefur hann verið tíðræddur á síðum slúðurblaða vegna ým- issa hneykslismála. 7. JÚLÍ 1985 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1852 Samkvæmt bókum Arthur Conan Doyle um Sherlock Holmes, fæddist doktor Watson þennan dag. Höf- undurinn sjálfur lést þenn- an dag árið 1930. 1915 Konur halda hátíðarfund á Austurvelli við setningu Al- þingis til að fanga kosn- ingarétti sem þær fengu 19. júní. Saman dag stofna konur Landspítalasjóð Ís- lands. 1941 Bandaríkjaher kemur til landsins og annast vernd landsins til stríðsloka. 1942 Himmler ákveður að hefja læknisrannsóknir á föngum í Auschwitz-útrýmingar- búðunum. 1978 Breskir loftfimleikamenn aka vélhjóli á línu sem strengd er milli turns Iðn- skóla Reykjavíkur og Hall- grímskirkju. Boris Becker sigrar á Wimbledon Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóra Guðlaug Þorsteinsdóttir Lokastíg 18, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn 30. júní, verður jarð- sungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. júlí kl. 13.00. Gunnar Rósmundsson Lilja Magnúsdóttir Páll Bergsson Páll Magnússon Jóhanna Rögnvaldsdóttir Gylfi Gunnarsson Kolbrún Hauksdóttir Valgerður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir, amma, systir, mágkona og frænka, Hildur Björnsdóttir Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 5. júlí á Krabbameinslækningadeild 11E á Landspítala Hringbraut. Jarðarförin auglýst síðar. Róbert Guðlaugsson Björn Róbert Ómarsson Elín Thelma Róbertsdóttir Reynir Þór Reynisson Tómas Darri Róbertsson Anna Hildur Bjönsdóttir Emilía Mist Reynisdóttir Elín Kröyer Kristinn Arason Björn Helgason Guðrún Ólafsdóttir Díana Björnsdóttir Lára Björnsdóttir Ólafur Pálsson Elísa Kristinsdóttir Vilhjálmur Sveinbjörnsson Gunnar Friðrik Björnsson Sigurlaug Björnsdóttir Guðmundur Þorleifsson Ari Kristinsson Margrét Pálsdóttir Ástríður Kristinsdóttir Vigfús Ingvarsson Kristrún Kristinsdóttir Sverre Rasch Sigríður Kristinsdóttir Hallgrímur Helgi Helgason og aðrir aðstandendur. Elskulegur sonur minn, bróðir og mágur, Sveinn Ómar Elíasson Miðtúni 48, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Alda Ármanna Sveinsdóttir Jón Júlíus Elíasson Kristín Þóra Harðardóttir Margrét Elíasdóttir Ólafur Sigrtryggsson Sigurður Þór Elíasson og systkinabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Margrétar Þórdísar Egilsdóttur Glerlistakonu, Kambaseli 21, Reykjavík, Óskar Smári Haraldsson Haraldur Helgi Óskarsson Anna Fanney Gunnarsdóttir Brynjar Þór Óskarsson Magdalena Hilmisdóttir Oddur Jarl Haraldsson. JAR‹ARFARIR 13.00 Niels J. Hansen húsasmíða- meistari, Dvergholti 17, Mos- fellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Guðrún Margrét Arngríms- dóttir, áður til heimilis að Harð- angri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju. AFMÆLI Helga Thorberg blómasölukona er 55 ára. Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leik- minjasafns Íslands, er 50 ára. Friðrik Skúlason tölvumaður er 42 ára. Patrekur Jóhannesson íþróttamaður er 33 ára. BRÚ‹HJÓN Gefin voru saman þann 18. júní í Garða- kirkju, þau Katrín S. Einarsdóttir og Haukur Garðarsson, af séra Hans Mark- úsi Hafsteinssyni. Þau eru til heimilis í Garðabæ. LJ Ó SM YN D AS TO FA H AF N AR FI RÐ I LILJA GUÐRÚN Lilja Guðrún ætlar að vera viðstödd fæðingu barnabarns síns í sumar. Hún segir eina stærstu stund sem nokkur geti átt vera þá að verða amma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.