Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 46
7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Heyrst hefur ...
... að forráðamenn og leikmenn
kvennaliðs Vals í Landsbankadeildinni
séu æfir eftir að hafa horft á
myndbandsupptöku af markinu sem
Greta Mjöll Samúelsdóttur, sóknarmaður
Blika, skoraði á lokamínútunni í leik
liðanna á mánudagskvöldið. Þar þykir
sjást greinilega að Greta Mjöll er
rangstæð áður en hún skorar.
sport@frettabladid.is
26
> Við hrósum ...
.... forráðamönnum Keflavíkur í
Landsbankadeild karla, sem voru ekki lengi
að taka til sinna ráða eftir að þeir sáu að
akkilesarhæll liðsins var slök
vörn. Á skömmum tíma hefur
liðið samið við tvo öfluga
miðverði og ætlar félagið
greinilega að halda sér í efri
hluta Landsbanka-
deildarinnar.
Dregi› var í gær í fjór›ungsúrslit í Visa-bikarkeppni karla. Tvö stærstu li›in í
pottinum, FH og Valur, sluppu vi› hvort anna› en Valsmenn fá fla› erfi›a
verkefni a› heimsækja KR í Vesturbæinn á me›an FH tekur á móti ÍA.
Stórleikur í Frostaskjóli
FÓTBOLTI Eins og svo oft áður í bik-
ardráttum var fyrst og fremst
horft til þess að fá heimaleik.
Flestir fyrirliðar liðanna og þjálf-
arar voru sammála um að and-
stæðingurinn skipti minna máli á
þessu stigi keppninnar en heima-
leikjarétturinn þeim mun mikil-
vægari. Þá skiptir einnig máli að
leikirnir í fjórðungsúrslitum
keppninnar verða þeir síðustu sem
fara fram á heimavöllum liðanna,
héðan í frá fara leikirnir fram á
Laugardalsvelli.
Sterkasti heimavöllur landsins
er án efa Kaplakriki í Hafnarfirði
þó svo að FH-ingar virðist vera
jafnsterkir á útivelli. Liðið sem
fékk það miður öfundsverða hlut-
verk að mæta FH í Hafnarfirði eru
Skagamenn, sem hefur oft gengið
betur í deildinni en nú í sumar.
„Já, þetta var nú ekki léttasta
verkefnið sem hægt var að fá,“
sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrir-
liði ÍA, eftir útdráttinn. „En ef liðið
ætlar sér bikarmeistaratitilinn
yfir höfuð þarf það að vinna FH
rétt eins og önnur lið. Það var
óheppni að leikurinn færi fram á
þeirra heimavelli en svona er þetta
í bikarnum. Þetta verður vissulega
erfiður veggur að klífa en við ætl-
um okkur sigur í þessum leik og
ekkert annað.“
Þannig er málunum háttað með
flest lið – þau leggja nú allt kapp á
gott gengi í bikarnum þar sem FH
virðist í algerum sérflokki í deild-
inni og aðeins Valur er í þeirri að-
stöðu að eiga möguleika á að ógna
þeim.
KR er eitt þeirra liða sem hefur
ekki unnið bikarinn síðan 1999.
Þeir mæta nú Völsurum. „Við höf-
um einmitt verið að ræða þetta.
Við ætlum að leggja enn þá meiri
kraft í bikarinn enda verðum við
ekki Íslandsmeistarar í ár. Ég held
að allir sjái það,“ sagði Kristján
Finnbogason fyrirliði KR.
Í öðrum leikjum tekur 1. deild-
arlið HK á móti Fylki og Fram
mætir ÍBV. eirikurst@frettabladid.is
Fyrirliði Liverpool skiptir um skoðun:
FÓTBOLTI Steven Gerrard olli
miklu fjaðrafoki í fyrradag þeg-
ar hann tjáði Rick Parry, stjórn-
arformanni Liverpool, að hann
vildi fara frá félaginu, en í gær
snerist honum hugur og ákvað
að vera um kyrrt hjá uppeldis-
félagi sínu.
Gerrard sagðist eftir mikla
umhugsun ekki hafa getað hugs-
að sér að fara frá félaginu. „Ég
vil ekki kenna neinum um
hvernig málin þróuðust, en ég
hélt á ákveðnum tímapunkti að
félagið vildi losna
við mig. Það
reyndist því betur
vera mis-
skilningur.
Ég gat á
e n d a n -
u m
ekki hugsað mér að fara frá
Liverpool, vegna þess að mér
þykir vænt um félagið og það
sem félagið stendur fyrir.“
Umboðsmaður Gerrards,
Struan Marshall, hefur einnig
verið mikið í umræðunni, en
talið var að hann væri að leggja
hart að Gerrard að fara frá fé-
laginu. „Ég verð að verja um-
boðsmann minn, því hann hefur
reynst mér afar vel á þessum
tíma og tekið vel í allt sem ég
hef beðið hann um. Hann myndi
aldrei gera eitthvað sem ég
hefði ekki beðið hann um að
gera.“
Gerrard verður launahæsti
leikmaður Liverpool frá upphafi
þegar nýr samningur milli hans
og félagsins tekur gildi. Líklega
verður gengið frá undirskrift
samningsins í dag. -mh
Steven Gerrard ver›ur
áfram hjá Liverpool
Ásgeir Elíasson og stjórn knattspyrnu-
deildar Þróttar komust að þeirri niður-
stöðu í gær að Ásgeir léti af stjórn sem
þjálfari liðsins. Við hans starfi tekur Atli
Eðvaldsson, fyrrverandi þjálfari KR og ís-
lenska landsliðsins, og markar hann
þannig endurkomu sína í íslenska bolt-
ann frá því að hann hætti með íslenska
landsliðið fyrir tveimur árum. Kristinn
Einarsson, formaður Þróttar, sagði við
Fréttablaðið í gær að ástæðan fyrir
þjálfaraskiptunum væri mjög einföld.
„Árangurinn hefur verið lélegur og ekk-
ert gengið.“
„Það er mjög góð tilfinning að vera
kominn í boltann aftur,“ segir Atli sem
stýrði KR-ingum til Íslandsmeistaratitils
árið 1999 og veit því hvað þarf til að
búa til vinningslið. Hann segir að hlut-
irnir hafi gerst hratt í gær. „Þróttur hafði
samband við mig í gær og ég fékk
nokkurra klukkustunda umhugsunar-
frest áður en ég játti,“ segir Atli. „Ég
hlakka mikið til að takast á við þetta
verkefni og markmiðið er sjálfsögðu að
halda liðinu uppi. Ég er í svipaðri stöðu
og Bryan Robson hjá WBA í vetur, hon-
um tókst að bjarga liðinu frá falli. Ef
það tekst hjá mér verð ég mjög sáttur,“
sagði Atli í léttum tón.
„Ég ætlaði alltaf að snúa aftur í þjálfun-
ina og hafði hugsað um næsta haust í
því sambandi. En svo kemur þetta upp
og mér líst mjög vel á,“ segir Atli sem
gerði samning við Þrótt sem gildir út
leiktíðina. „Ég tek við góðu búi Ásgeirs
og tel mig þekkja nokkuð vel til liðsins.
Þetta er góður hópur leikmanna sem
hafa leikið lengi
saman og þekkja
hvor annan vel. En
hver þjálfari hefur
sínar áherslur og
ég á ekki von á
öðru en að skipu-
lagið muni
eitthvað
breyt-
ast,“
segir
hann.
ATLI EÐVALDSSON SNÝR AFTUR: TEKUR VIÐ LIÐI ÞRÓTTAR Í LANDSBANKADEILDINNI
Landsbankadeild karla:
Svíi kominn
til Keflavíkur
FÓTBOLTI Kenneth Gustavsson,
sænskur knattspyrnumaður, leik-
ur með Keflavík út sumarið í
Landsbankadeildinni. Hann er
væntanlegur til landsins fyrir
helgi en hann getur bæði spilað í
vörn og á miðju. Hann er 22 ára
gamall, er 1,93 á hæð og 90 kg.
Hann er uppalinn í Gautaborg en
hefur einnig verið í herbúðum
Malmö, Lyn og Trelleborg. Um er
að ræða sterkan leikmann en
nokkuð hægan. Hann var hjá Mal-
mö á sama tíma og Kristján Guð-
mundsson, þjálfari Keflavíkur, og
markvörðurinn Ómar Jóhannsson
voru þar.
Eins og kunnugt er hefur
Keflavík einnig fengið Guðmund
Mete til liðsins og hefur hann
skrifað undir samning við félagið
og verður í hópnum í næsta leik.
Þá er sóknarmaður frá Jamaíka,
Sean Fraser, hjá liðinu og verður
til reynslu næstu daga en hann er
22 ára og lék síðast með liði í
heimalandinu.
KR-FH KL. 20 Í KVÖLD.
Fjölskyldustemning
í KR-heimilinu frá
kl. 18 og fram að leik.
Kvöldverður fyrir alla
fjölskylduna.
Matur 500 krónur
fyrir fullorðna og
frítt fyrir börn.
Kaffiveitingar
í hálfleik.
SKAGAMENN VELKOMNIR
Í VESTURBÆINN
KR - ÍA KL 20 Í KVÖLD
Dagskrá:
kl. 18.00 Útsending KR-útvarpsins
FM 98,3 hefst
kl. 18.30 Opið hús fyrir
KR klúbbinn
- léttar veitingar
Heiðursgestur er
Ríkharður Jónsson
Kaffiveitingar
í hálfleik
LH-drykkurinn er gerður
úr undanrennu sem sýrð
er með venjulegum
mjólkursýrugerli, Lacto-
bacillus helveticus. Hann
hefur þá eiginleika að
geta klofið mjólkur-
prótein í litlar prótein-
einingar, lífvirk peptíð.
Þessi peptíð geta hjálpað
til við stjórn á blóðþrýstingi.
Sjá nánar á
www.ms.is
Stjórn á
blóð-
þrýstingi
Náttúruleg hjálp við
stjórn á blóðþrýsting
i
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
HVER VINNUR SLAGINN? Það fór létt á með þjálfurum Vals og KR, þeim Willum Þór
Þórssyni og Magnúsi Gylfasyni FRÉTTABLAÐIÐ/E.OL
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
4 5 6 7 8 9 10
Fimmtudagur
JÚLÍ
■ ■ LEIKIR
20.00 KR tekur á móti íA í
Landsbankadeild karla í Frostaskjóli.
■ ■ SJÓNVARP
16.45 Formúlukvöld á RÚV.
18.40 PGA Golf á Sýn.
19.10 Stjörnugolf á Sýn.
19.40 Landsbankadeildin á Sýn.
Bein útsending frá viðureign KR og ÍA í
Landsbankadeildinni.
22.30 Sterkasti maður heims á
Sýn.
19.40 Landsbankadeildin á Sýn.
Útsending frá leik KR og ÍA.
STEVEN GERRARD Skrifar að öll-
um líkindum undir fjögurra ára
samning við Liverpool á morgun.
Ólympíuleikarnir 2012:
London var›
fyrir valinu
ÓLYMPÍULEIKAR Mikil fagnaðarlæti
brutust út í London í gær eftir að
tilkynnt var að borgin hefði verið
valin til að halda Ólympíuleikanna
árið 2012. Valið á London þykir
koma nokkuð á óvart þar sem
flestir höfðu spáð því að París
myndi hreppa vinninginn. Aðrir
umsækjendur, Madríd, Moskva og
New York, duttu fyrst út úr kosn-
ingu hundrað meðlima ólympíu-
nefndarinnar sem fram fór í
Singapúr í gær.
Tony Blair, forsætisráðherra
Englands, lýsti deginum í gær
sem einum þeim þýðingarmesta í
sögu landsins. „Þetta er mikil
lyftistöng fyrir okkar samfélag,“
sagði Blair.
Talið er að útspil Englendinga
um að senda David Beckham til
Singapúr til að sinna hlutverki
einskonar sendifulltrúa landsins
hafi haft mikið að segja í vali
ólympíunefndarinnar í gær.
Halda sérfræðingar ytra því fram
að Beckham hafi verið eitt besta
útspilið í „taktískum“ sigri
London í kosningunni í gær.
Charlton Athletic er sagt vera aðundirbúa 1,5 milljón punda til-
boð í miðjumanninn Lee Bowyer
hjá Newcastle, en hann á ekki
lengur upp á pallborðið hjá stuðn-
ingsmönnum og forráðamönnum
félagsins eftir að hann og félagi
hans Kyeron Dyer slógust hressi-
lega á knattspyrnuvellinum á síð-
ustu leiktíð. Bowyer segist óttast ör-
yggi sitt í borginni og er á því að
fara frá Newcastle.
Ígær slitnaði endanlega upp úrsamningaviðræðum milli Chelsea
og AC Milan um framherjann Hern-
an Crespo og nú er ljóst að hann
þarf að snúa aftur til Chelsea þvert
gegn vilja sínum. Milan hafði fullan
hug á því að kaupa hann eða gera
við hann nýjan lánssamning, en
ekkert verður af því. Félagið keypti
ítalska framherjann Christian Vieri í
gær og því þurfa þeir ekki á öðrum
framherja að halda á næstu leiktíð.
ÚR SPORTINU
Í sama hlutverki og Bryan Robson
> Við fögnum ...
... því að Atli Eðvaldsson skuli
vera kominn aftur í
íslenska boltann. Atli er
skemmtilegur karakter
sem hefur ævinlega lífgað
upp á fótboltasumarið í
öll þau skipti sem hann
hefur tekið þátt í þeim.