Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 49

Fréttablaðið - 07.07.2005, Síða 49
FIMMTUDAGUR 7. júlí 2005 29 sig mjög vel á æfingum en ég hafði aldrei séð hann spila áður en hann kom. Og þegar aðstæður eru þannig er ekki svo auðvelt að slá út menn sem eru fyrir í liðinu og ég gjörþekki alla þeirra styrk- leika og veikleika.“ Pulis ítrekar að hann hafi ekk- ert persónulegt á móti íslenskum leikmönnum og bendir einfald- lega á feril sinn hjá Stoke máli sínu til stuðnings. „Fólk segir að ég hafi andúð á íslenskum leikmönnum en það er fráleitt. Fyrsta árið mitt hjá Stoke var Brynjar Gunnarsson lykilmaður í liðinu. Síðan varð hann samningslaus og við gátum ekki haldið honum. Sá leikmaður sem var efst á óskalistanum mín- um í sumar var Heiðar Helguson. Hann er Íslendingur. Allir ís- lenskir leikmenn sem ég hef unn- ið með hjá Stoke hafa verið frá- bærir félagar og einstaklega við- kunnalegir fjölskyldumenn. Þeir hafa ávallt lagt hart af sér og eru allir fagmenn út í fingurgóma.“ Vona að liðið komst upp Pulis ber Gunnari Þór góða söguna og segir hann, sem og Magnús Kristinsson, eiga rétt á því að hafa sína skoðun á því hvernig félaginu er stjórnað. „En sem knattspyrnustjóri hefurðu einnig ákveðinn rétt,“ bætir Pulis við. Hann segir stærsta vandamálið hjá Stoke vera fólgið í þeirri staðreynd að formaður stjórnarinnar sé bú- settur í öðru landi. „Gunnar stjórnar félaginu frá Íslandi. Það hefur sína kosti en einnig sína galla. Ég kann mjög vel við Gunnar, ég hef kynnst hans yndislegu fjölskyldu og okk- ar samskipti hafa alltaf verið mjög góð. Það hefur ekki verið vandamál að ná sambandi við hann símleiðis en það er eitthvað sem mér líkar ekki til lengdar,“ segir Pulis, en bætir því við að sé vel hægt að reka enskt knatt- spyrnufélag frá Íslandi. „En ég neita því ekki að það væri gott að hafa hann nær félag- inu. Ég hef verið hjá öðrum fé- lögum þar sem hægt var að setj- ast niður með stjórnarformann- inum eftir leiki og ræða um allt milli himins og jarðar, um hvaða leikmenn ætti að kaupa eða selja o.s.frv. Það gat ég ekki hjá Stoke.“ Það sem Pulis sér mest eftir á tíma sínum hjá Stoke er að hafa ekki fengið að ljúka sínu æðsta og eina takmarki – að koma Stoke í ensku úrvalsdeildina. „Þar á lið- ið heima,“ segir Pulis án þess að hika. „Það yrði uppselt á alla heimaleiki liðsins í úrvalsdeild- inni og þótt ég hafi skilið við liðið á þennan hátt óska ég félaginu alls hins besta í framtíðinni. Ég vona innilega að liðið komist upp og leiki á meðal þeirra bestu í hverri viku. Það yrði stórkostlegt fyrir félagið og ekki síst stuðn- ingsmennina.“ vignir@frettabladid.is Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 89 18 07 /0 5 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI fim. 7. júlí 20:00 KR - ÍA fös. 8. júlí 20:00 FH - Keflavík sun. 10. júlí 19:15 ÍBV - Fram mán. 11. júlí 19:15 KR - Fylkir NÆSTU LEIKIR LANDSBANKADEILDAR KARLA Lífsaugað Þriðjudagskvöld 22-24

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.