Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 52
Söngleikurinn Örlagaeggin eftir
Mikhaíl Búlgakov verður frum-
sýndur á Litla Sviðinu í Borgarleik-
húsinu í kvöld klukkan 20.
Höskuldur Ólafsson, fyrrver-
andi meðlimur Quarashi, semur
leikgerðina upp úr samnefndri smá-
sögu Búlgakovs, ásamt því að semja
tónlistina með Pétri Benediktssyni.
Sýningin fjallar um það þegar
fuglaflensa geisar í óþekktu landi
og gengur að hænsnastofninum í
landinu dauðum, hungursneyð og
efnahagsleg kreppa vofir yfir en á
sama tíma finnur prófessor nokkur
upp geisla sem hann kallar lífsgeisl-
ann er getur margfaldað frumu-
framleiðslu þeirra lífvera þúsund-
falt sem honum er beint að. Fjöl-
miðlarnir frétta af þessu, stjórn-
málamennirnir blandast inn í málið
til að þjóðnýta geislann og nota
hann til að gera tilraunir á innflutt-
um hænsnaeggjum með vægast
sagt skelfilegum afleiðingum.
„Þetta er sprenghlægilegur harm-
leikur um dauða hænsna og
manna,“ segir Bergur Þór Ingólfs-
son, leikstjóri sýningarinnar.
Meðal leikara í sýningunni eru
Ilmur Kristjánsdóttir, Maríanna
Clara Lúthersdóttir, Ólafur Steinn
Ingunnarson, Esther Talía Casey,
Sólveig Guðmundsdóttir og Aðal-
björg Þóra Árnadóttir. ■
7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Næstu helgi, dagana 9. og 10. júlí, verð-
ur önnur tónleikahelgi Sumartónleika í
Skálholtskirkju í ár.
Flytjendur verða annars vegar Sönghóp-
urinn Hljómeyki og hins vegar Nordic
Affect.
Sá fyrrnefndi flytur dagskrá helgaða
verkum Jórunnar Viðar sem er ein af
fimm staðartónskáldum í ár og munu
tónleikarnir hefjast klukkan 15 á laugar-
daginn. Einnig mun Hljómeyki frum-
flytja útsetningu Önnu Þorvaldsdóttur,
sem er úr hópi okkar yngstu tónskálda
og er einnig staðartónskáld í sumar, á
sálminum Heyr þú oss himnum á í
messu helgarinnar kl. 17 á sunnudag-
inn.
Nordic Affect sem skipuð er þeim Karl
Nyhlin chittarone-leikara (hljóðfæri af
lútuætt) og Höllu Steinunni Stefánsdótt-
ur. Þau halda tónleika í Skálholtskirkju
klukkan 17 á laugardaginn og klukkan
15 á sunnudaginn þar sem leikin verður
tónlist frá frumdögum barokksins.
Frekari upplýsingar um Sumartónleika í
Skálholtskirkju 2005 er að finna á
heimasíðu Sumartónleika, www.sum-
artonleikar.is.
H A F N A R G Ö T U 3 0 - K E F L A V Í K
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
4/7, 5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20
10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Kári Þormar á orgeltónleik-
um í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir
eru á vegum Sumarkvölds við orgel-
ið. Á efnisskrá Kára eru þrjú verk.
Fyrst heyrist Tokkata eftir Jón Nordal.
Þá heyrist Prelúdía og fúga í D-dúr
eftir Johann Sebastian Bach. Loka-
verk efnisskrárinnar er síðan Pange
lingua eftir franska tónskáldið Naji
Hakim.
20.00 Tónlistarhópurinn Gestalæti
heldur tónleika í Iðnó. Fluttar verða
óperuaríur, dúettar og sönglög ásamt
verkum fyrir fiðlu og píanó eftir tón-
skáld eins og Verdi, Bizet, Jón Nordal
og fleiri.
22.00 Djassgítarleikarinn Andrés
Þór með tónleika á Pravda Bar
ásamt þeim Scott McLemore á
trommur og Þorgrími Jónssyni á
bassa.
■ ■ SÝNINGAR
15.00 Gjörningurinn "Silence is a
rhythm too" eftir gjörningahópinn
Dreammachine í Nýlistasafninu.
■ ■ KVÖLDGÖNGUR
20.00 Kvöldganga frá Kvosinni.
Lagt upp frá gamla Geysishúsinu
Aðalstræti 2, Vesturgötumegin. Pétur
H. Ármannsson, deildarstjóri bygg-
ingarlistardeildar Listasafns Reykja-
víkur, leiðir gönguna og segir frá
þekktum og minna þekktum bygg-
ingum Guðjóns Samúelssonar í
Kvosinni og nágrenni. Þá mun Pétur
einnig segja frá byggingum sem ætl-
að var að reisa en urðu ekki að veru-
leika. Gangan tekur um eina klukku-
stund og lýkur við Iðu í Lækjargötu.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
KARL NYHLIN Þau Halla Steinunn Stef-
ánsdóttir fiðluleikari og Karl Nyhlin chitt-
arrone-leikari (hljóðfæri af lútuætt)
mynda Nordic Affect.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
Örlagaeggin frumsýnd
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR