Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 52
Söngleikurinn Örlagaeggin eftir Mikhaíl Búlgakov verður frum- sýndur á Litla Sviðinu í Borgarleik- húsinu í kvöld klukkan 20. Höskuldur Ólafsson, fyrrver- andi meðlimur Quarashi, semur leikgerðina upp úr samnefndri smá- sögu Búlgakovs, ásamt því að semja tónlistina með Pétri Benediktssyni. Sýningin fjallar um það þegar fuglaflensa geisar í óþekktu landi og gengur að hænsnastofninum í landinu dauðum, hungursneyð og efnahagsleg kreppa vofir yfir en á sama tíma finnur prófessor nokkur upp geisla sem hann kallar lífsgeisl- ann er getur margfaldað frumu- framleiðslu þeirra lífvera þúsund- falt sem honum er beint að. Fjöl- miðlarnir frétta af þessu, stjórn- málamennirnir blandast inn í málið til að þjóðnýta geislann og nota hann til að gera tilraunir á innflutt- um hænsnaeggjum með vægast sagt skelfilegum afleiðingum. „Þetta er sprenghlægilegur harm- leikur um dauða hænsna og manna,“ segir Bergur Þór Ingólfs- son, leikstjóri sýningarinnar. Meðal leikara í sýningunni eru Ilmur Kristjánsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Ólafur Steinn Ingunnarson, Esther Talía Casey, Sólveig Guðmundsdóttir og Aðal- björg Þóra Árnadóttir. ■ 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Næstu helgi, dagana 9. og 10. júlí, verð- ur önnur tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju í ár. Flytjendur verða annars vegar Sönghóp- urinn Hljómeyki og hins vegar Nordic Affect. Sá fyrrnefndi flytur dagskrá helgaða verkum Jórunnar Viðar sem er ein af fimm staðartónskáldum í ár og munu tónleikarnir hefjast klukkan 15 á laugar- daginn. Einnig mun Hljómeyki frum- flytja útsetningu Önnu Þorvaldsdóttur, sem er úr hópi okkar yngstu tónskálda og er einnig staðartónskáld í sumar, á sálminum Heyr þú oss himnum á í messu helgarinnar kl. 17 á sunnudag- inn. Nordic Affect sem skipuð er þeim Karl Nyhlin chittarone-leikara (hljóðfæri af lútuætt) og Höllu Steinunni Stefánsdótt- ur. Þau halda tónleika í Skálholtskirkju klukkan 17 á laugardaginn og klukkan 15 á sunnudaginn þar sem leikin verður tónlist frá frumdögum barokksins. Frekari upplýsingar um Sumartónleika í Skálholtskirkju 2005 er að finna á heimasíðu Sumartónleika, www.sum- artonleikar.is. H A F N A R G Ö T U 3 0 - K E F L A V Í K Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 4/7, 5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20 10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Kári Þormar á orgeltónleik- um í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru á vegum Sumarkvölds við orgel- ið. Á efnisskrá Kára eru þrjú verk. Fyrst heyrist Tokkata eftir Jón Nordal. Þá heyrist Prelúdía og fúga í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Loka- verk efnisskrárinnar er síðan Pange lingua eftir franska tónskáldið Naji Hakim.  20.00 Tónlistarhópurinn Gestalæti heldur tónleika í Iðnó. Fluttar verða óperuaríur, dúettar og sönglög ásamt verkum fyrir fiðlu og píanó eftir tón- skáld eins og Verdi, Bizet, Jón Nordal og fleiri.  22.00 Djassgítarleikarinn Andrés Þór með tónleika á Pravda Bar ásamt þeim Scott McLemore á trommur og Þorgrími Jónssyni á bassa. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Gjörningurinn "Silence is a rhythm too" eftir gjörningahópinn Dreammachine í Nýlistasafninu. ■ ■ KVÖLDGÖNGUR  20.00 Kvöldganga frá Kvosinni. Lagt upp frá gamla Geysishúsinu Aðalstræti 2, Vesturgötumegin. Pétur H. Ármannsson, deildarstjóri bygg- ingarlistardeildar Listasafns Reykja- víkur, leiðir gönguna og segir frá þekktum og minna þekktum bygg- ingum Guðjóns Samúelssonar í Kvosinni og nágrenni. Þá mun Pétur einnig segja frá byggingum sem ætl- að var að reisa en urðu ekki að veru- leika. Gangan tekur um eina klukku- stund og lýkur við Iðu í Lækjargötu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. KARL NYHLIN Þau Halla Steinunn Stef- ánsdóttir fiðluleikari og Karl Nyhlin chitt- arrone-leikari (hljóðfæri af lútuætt) mynda Nordic Affect. Sumartónleikar í Skálholtskirkju Örlagaeggin frumsýnd ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.