Fréttablaðið - 07.07.2005, Page 56
36 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Utangarðsmennirnir
Rodriguez og Miller
„Oh you're in charge? Well
I got news for you Dwayne,
from up here it doesn't look
like you're in charge of
jack shit.“
John McClane lét lögreglustjórann Dwayne heyra
það í fyrstu Die Hard-myndinni þegar Dwayne sagð-
ist hafa alla stjórn á umsátrinu um háhýsið í Los
Angeles. Myndin gerði Bruce Willis að stórstjörnu.
Stuart Wilson, sem lék vonda náungann í Nonna og
Manna, lék þjófinn Hans Gruber.
bio@frettabladid.is
Ferill Benicio Del Toro er keimlíkur margra
annarra leikara. Eintómt basl í umhverfi þar
sem þolinmæði er dyggð. Del Toro er
fæddur í Púertó Ríkó og bjó þar við ágæt
efni enda foreldrar hans báðir lögfræðing-
ar. Eftir að móðir hans dó flutti faðir hans
með fjölskylduna til Pennsylvaníu og allt
útlit var fyrir að Del Toro myndi feta í fót-
spor föður síns. Hugur hans stefndi þó
alltaf í leiklistina. Hann lét drauminn rætast
og lærði hjá hinni virtu Stellu Adler í Los
Angeles.
Það var ekki mikið um að vera hjá Del
Toro þegar því námi lauk. Hann kom með-
al annars fram í Miami Vice árið 1987 og
lék í myndbandi hjá Madonnu. Þá lék hann
í Pee Wee Hermann mynd þar sem hann
fór með hlutverk Duke the Dog – Faced
Boy. Það var ekki fyrr en framleiðendur
James Bond vantaði suður-amerískan ribb-
alda í kvikmyndina Licence to Kill að
Del Toro fékk að reyna sig við alvöru
hlutverk. Því miður fyrir Del Toro er
Licence to Kill talin vera versta Bond-
myndin og hún varð honum ekki til
framdráttar.
Fimm árum síðar var loks tekið eftir Del
Toro af einhverri alvöru. Þá lék hann
ásamt Ed Harris í kvikmyndinni China
Moon. Frammistaða hans varð til þess
að Bryan Singer valdi hann til að leika
Fred Fenster í gæðamyndinni Usual
Suspects. Þar með var ferill hans
tryggður. Del Toro er af mörgum talinn
einn besti leikari Hollywood og fékk
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Traffic.
Hann hefur reynt að halda sig sem
lengst frá „ekta“ Hollywood-myndum og
kýs frekar að taka áhættu í vali sínu á
hlutverkum.
Lék í myndbandi me› Madonnu
BENICIO DEL TORO
Á upphafsárum sínum í leiklist-
inni fékk Del Toro ekki úr miklu
að moða. Hann lék í einum
Miami Vice-þætti þar sem per-
sóna hans skipti svo litlu máli
að hún hafði ekkert nafn.
Kvikmyndin Who's Your Daddy?
verður frumsýnd í Sambíóunum á
morgun. Segir hún frá Chris
Hughes sem telur sig vera venju-
legan úthverfastrák frá Ohio.
Þegar hann er rétt búinn að klára
framhaldsskólann kemst hann í
raun um að hann er ættleiddur og
foreldrar hans séu Peter og Hon-
ey Mack, eigendur stærsta klám-
blaðafyrirtækis Bandaríkjanna.
Þau eru nýlátin og Chris þarf að
stjórna blaðinu. Hann verður því
umkringdur fallegum, fáklædd-
um konum auk þess að þurfa berj-
ast við frænda sinn, Duncan
Mack, sem reynir að hrifsa völd-
inu úr höndunum á honum.
CHRIS HUGHES Sveitastrákurinn Chris
Hughes kemst heldur betur í feitt þegar
hann erfir klámblaðafyrirtæki foreldra
sinna.
Sveitapilts-
ins draumur
Leikstjórinn Robert Rodriguez
eyddi ansi mörgum símtölum í að
sannfæra höfund Sin City, Frank
Miller, um að leyfa sér að kvik-
mynda sögur hans um Syndabælið.
Frank Miller, sem á meðal annars
heiðurinn af endurvakningu Leður-
blökumannsins, var fullur efasemda
enda hefur hann misjafna reynslu af
Hollywood. Rodriguez hafði eitt
lokatromp á hendinni og bauð Miller
til sín í Texas þar sem höfundurinn
fékk að fylgjast með þegar Rodrigu-
ez tók upp atriði með Josh Hartnett.
Þrír leikstjórar í stað eins
Þrátt fyrir að Miller væri ekki alveg
sannfærður þá varð hann það end-
anlega þegar Rodriguez upplýsti
hann hvernig hann ætlaði að gera
myndina. Hann ætlaði ekki að
breyta myndasögunum í kvikmynd
heldur kvikmyndinni í myndasögur.
Eftir það varð ekki aftur snúið. Ekk-
ert eiginlegt handrit er til að mynd-
inni því að myndasögur Millers eru
handritið. Rodriguez krafðist þess
enn fremur að Miller yrði aðstoðar-
leikstjóri. Það gekk þó ekki þrauta-
laust fyrir sig. Samtök bandarískra
leikstjóra mótmæltu þessari tilhög-
un þar sem Miller væri ekki í sam-
tökunum. Rodriguez svaraði sam-
tökunum með úrsagnarbréfi með
þeim orðum að það væri annaðhvort
að fylgja reglunum eða gera mynd-
ina. Þar með hafði flestum hindrun-
um verið rutt úr vegi og þeir gátu
loksins hafist handa. Rodriguez fékk
lærimeistara sinn, Quentin Tar-
antino, til þess að vera með. Það er
því ekki bara einn leikstjóri að Sin
City heldur þrír.
Sin City er ekki venjuleg kvik-
mynd. Hún er tekin upp stafrænt og
allir leikarar stóðu fyrir framan
grænt tjald. Þeir léku því sjaldnast
hvor á móti öðrum. Í einu atriði sjást
nánast allir aðalleikararnir en þótt
ótrúlegt megi virðast hittust þeir
ekki til að taka það atriði upp. Leik-
ararnir fengu enn fremur send til
sín hasarblöð og vissu því nokkurn
veginn hvernig kvikmyndin yrði.
Þetta auðveldaði Rodriguez að fá þá
leikara sem hann vildi því þeir vissu
að hverju þeir gengu. Þar að auki fer
það orðspor af Rodriguez að and-
rúmsloftið á vinnustaðnum sé mjög
afslappað og leikarar fái tiltölulega
frjálsar hendur.
Utangarðsmaður í Hollywood
Rodriguez er hálfgerður utangarðs-
maður í Hollywood. Hann var nemi í
Austin í Texas þegar hann settist
niður og skrifaði handritið að El
Mariachi. Hann klippti myndina
sjálfur og samdi við hana tónlist.
Hún kostaði einungis sjö þúsund
dali og Rodriguez fjármagnaði hana
með því að taka þátt í allskyns til-
raunum hjá lyfjafyrirtækjum. Svo
fór þó á endanum að hún hlaut
áhorfendaverðlaun á Sundance-
kvikmyndahátíðinni. Í kjölfarið
fylgdi endurgerð á henni þar sem
Antonio Banderas fór með hlutverk
leigumorðingjans. Myndin varð
gríðarlega vinsæl og Rodriguez
varð eitt heitasta nafnið í
Hollywood. Myndir eins og From
Dusk to Dawn, The Faculty, Once
Upon A Time in Mexico voru næstu
verkefni Rodriguez að ógleymdum
Spy Kid-myndunum sem nutu gríð-
arlegra vinsælda. Rodriguez náði þó
ekki að viðhalda orðspori sínu í
Hollywood og hann varð þekktari og
þekktari fyrir að vera „góður vinur
Tarantino“. Sin City hefur nú fleytt
honum aftur í sviðsljósið og það
verður forvitnilegt að sjá hvernig
honum gengur að fylgja þeirri vel-
gengni eftir.
Rodriguez er þó ekki bara kvik-
myndaleikstjóri heldur velur hann
yfirleitt tónlistina við myndir sínar
sjálfur. Hann valdi einnig tónlistina
í Kill Bill-myndir Tarantino. Hann
hafði lesið fyrstu þrjátíu blaðsíðurn-
ar árið 1994 og sagðist vilja koma að
þessu verkefni. Þegar Tarantino
loks lét verða af því að búa til mynd-
irnar hermdi hann loforðið upp á
Rodriguez sem sagðist myndi gera
það frítt. Vegna lagalegra ákvæða
mátti hann það ekki svo hann rukk-
aði einn dollara, það sama og Tar-
antino fékk fyrir að koma að Sin
City.
Myndin verður frumsýnd í
Smárabíói í kvöld. ■
ROBERT RODRIGUEZ Leikstjórinn tók alla
Sin City myndina upp í myndverinu sínu í
Austin, Texas. Leikararnir þurftu sjaldnast að
dvelja lengi við, Bruce Willis eyddi til að
mynda einungis tíu dögum í tökur.
FRANK MILLER Hefur misgóða reynslu af
því þegar Hollywood hefur sett myndasög-
ur hans á hvíta tjaldið. Rodriguez sagði sig
úr samtökum kvikmyndaleikstjóra til þess
að Miller gæti verið meðleikstjóri.
Fær 75 milljónir
en er samt blankur
Segist veiða
sér sjálfur
í soðið
Það voru fáir leikmunir notaðir. Kannski eitt barborð, tré og bíll. Leikararnir stóðu
yfirleitt einir fyrir framan grænt tjald og hittu varla samleikara sína. Hún er öll í
svart/hvítu og heitir Sin City.
FRUMSÝNDAR UM HELGINA
Sin City
Internet Movie Database 8,3 / 10
Rottentomatoes.com 78% / Fresh
Metacritic.com 7,5 / 10
Who's Your Daddy
Internet Movie Database 4,5 / 10
Rottentomatoes.com
Metacritic