Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 62
42 7. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Það varsveitt stemmning á seinni tónleikum Reykjavík Rocks þar sem hljóm- sveitirnar Foo Fighters, Queens of the Stone Age og Mínus spiluðu. Harðir rokkarar sem lyftu höndum og „slömm- uðu“ voru áberandi að þessu sinni. ÍEgilshöllinni máttisjá nokkra fræga rokkunnendur á borð við Sigfús Sig- urðsson, línumann Magdeburg, sem eyðir sumarfríinu sínu hér á landi. Þá létu einir þrír júróvisionfarar sjá sig á svæðinu því sjálfur Jónsi mætti og þá mátti sjá þá Vigni Snæ og Gunnar Óla skemmta sér. Körfuknattleikshetjan Jón Arnór Stefáns- son mætti og einnig gamli rokkhundur- inn Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu. Barði Jó- hannsson í Bang Gang lét sig ekki vanta ekkert frekar en Halldóra Rut Bjarnadóttir sjón- varpskona á Sirkus. Það verður ínógu að snúast hjá fréttakonunni Önnu Kristínu Jónsdóttur næsta vetur. Anna Kristín hefur verið ráð- in sem verkefnisstjóri í MA-námi fjöl- miðlafræðideildar Háskóla Íslands en hún er með próf í fjölmiðlafræði frá London. Auk þess hefur Anna verið ráðin sem dóm- ari í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskól- anna, þar sem hún mun leysa af hólmi Stefán Pálsson sem hefur farið með dómara- hlutverkið þrjú síðustu ár. Anna Kristín er mikið spurninganörd og hefur verið viðloðandi hina ýmsu spurningaleiki síð- ustu ár. Anna Kristín verður því áberandi á skjánum næsta vetur ásamt spyrlinum Loga Bergmanni Eiðssyni. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 GLÆNÝR VILTUR LAX Stór humar - medium humar Bandaríska leikkonan Adrienne Frantz er væntanleg til lands- ins. Stúlkuna þekkja íslenskir sápuóperuunnendur sem hina klækjóttu en seinheppnu Amber Moore úr Glæstum vonum. Hún ætlar að vera viðstödd Iceland Fashion Week, sem á íslensku útleggst sem Íslenska tískuvik- an. Með henni í för verður um- boðsmaður hennar og fylgdarlið en þétt skipuð dagskrá verður fyrir erlenda gesti á íslensku tískuvikunni. Frantz, sem er 27 ára gömul, hlaut árið 2001 Emmy-verðlaun fyrir frammistöðu sína á sviði leiklistar. Hún er einnig hæfi- leikarík söngkona og lagasmið- ur og hefur reynt að hasla sér völl í tónlistarheiminum. Nú stefnir hún að því að ná frama í kvikmyndaleik og þykir líkleg til afreka. Glæstar vonir, eða The Bold and the Beautiful eins og þáttur- inn heitir á frummálinu, hafa verið sýndar á Íslandi um margra ára skeið og þættirnir eru sýndir í 109 öðrum löndum. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Ilmvatnssölunni Per-Scent. Financial Action Task Force stofnunin sem er innan OECD. Peking í Kína. Nýjasta tölublað hins virta tíma- rits Time Magazine skartar glæsilegri forsíðumynd af kaf- ara. Þarna er enginn annar en Ís- lendingurinn Tómas Knútsson kafari á ferðinni og hefur það varla oft gerst að Íslendingur prýði forsíðu Time. „Ég rek fyrirtæki sem heitir Sportköfunarskóli íslands og í gegnum tíðina hef ég verið að bjóða blaðamönnum að koma heim og skrifa um köfun og Ís- land og varð það úr að tveir blaðamenn frá þekktu kafara- blaði komu í apríl. Ég kafaði með þeim um allar jarðir og þeir tóku fjöldann allan af myndum sem greinilega hafa tekist svo vel að myndin hefur ratað á forsíðuna á Time Magazine,“ segir Tómas. Inni í blaðinu er svo stærðar- innar grein sem kallast „Wond- ers of Europe“ þar sem fjallað er um ýmis lönd og þar á meðal Ís- land. „Þetta er náttúrlega voða gaman og mikill heiður, blaðið fæst í bókabúðum og ég er búinn að kaupa tvö. Eitt handa mér og eitt handa mömmu,“ segir hann og hlær. „Blaðamennirnir sem komu hingað skrifuðu grein í kafarablaðið en hafa svo greini- lega selt Time Magazine eitt- hvað af vinnunni. Þetta var allt saman virkilega vel gert og þarna eru augljóslega atvinnu- menn á ferð.“ Greinina sem blaðamaðurinn Peter Rowland skrifaði er hægt að finna á heimasíðunni www.dive.is. Í henni talar hann um ferðina til Íslands og er sér- staklega hrifinn af ánni Silfru á Þingvöllum. „Silfra er stórkost- leg og þeir voru mjög hrifnir eins og við mátti búast. Það er endalaust hægt að fara þarna og hún er alltaf í mismunandi litum í hvert skipti sem maður fer,“ segir Tómas sem hefur verið í kafarabransanum í þrjátíu ár. „Ég hef alltaf jafn gaman af þessu, þetta er hobbíið mitt, líf mitt og yndi,“ segir hann kátur. hilda@frettabladid.is ...fær Eggert Skúlason sem er að hjóla hringinn í kringum landið til styktar Landssamtökum hjartasjúklinga. Eggert er á undan áætlun þótt á móti hafi blásið. HRÓSIÐ TÓNLISTIN Coldplay er uppáhalds hljómsveitin mín, en annars er ég hinn mesti píkupoppari og veit að við Britney værum góðar vinkonur, hefði hún verið í Breiðholtsskóla eins og ég. BÓKIN Ég er latur lestrarhestur og minnir að síðasta bókin sem ég las hafi verið um jökla, en þá átti ég að skila einhverju verkefni um jökla í skólanum. Ég ligg aftur á móti yfir Séð og Heyrt, sem er uppáhaldsblaðið mitt. BÍÓMYNDIN Ég er algjör sökker fyrir hryllingsmyndum, en Dirty Dancing er ofarlega í huga þegar ég hugsa um frá- bærar myndir. Það gerist ekki betra en sveittur og ástsjúkur Patrick Swayze. Sá svo nýju Batman-myndina um daginn og fannst hún þrusugóð. Er nú orðin yfir mig ástfangin af Christian Bale sem er auðvitað í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. BORGIN Manchester í Englandi. Ég bjó þar ásamt tveimur vinkonum í hálft ár þegar við vorum 21 árs og sú borg er mér alveg að skapi. Risastór og skemmtileg. Við vinkonurnar vorum duglegar að mæta á leiki Manchester United á Old Trafford, sem vekur upp frábærar minningar eins og þegar Ryan Giggs reyndi að fara í sleik við mig, eða mér fannst hann alltaf horfa á mig eins og hann vildi fara í sleik. Ég hef kannski misskilið hann eitthvað. BÚÐIN Ég er alveg að missa mig í kjól- unum og „ömmuskónum“ í Spútnik. Flott „second-hand“-föt af bestu gerð. Svo er ég algjört litafrík og vil helst vera í regnbogans litum, öllum í einu. Er oft skemmtilega gagnrýnd fyrir of sumar- legan og litríkan klæðnað, sérstaklega á veturna. VERKEFNIÐ Maður er á fullu við að láta sér detta í hug allskonar vitleysur ásamt Lilju Katrínu meðleikonu, en við vinkon- urnar sjáum um fíflalæti og skemmti- legheit fyrir Kvöldþáttinn á Sirkus. Þetta er frábærlega gaman og við þakklátar fyrir tækifærið. Innskotin eru í anda Smack the Pony og sýnd á mánudags- kvöldum. AÐ MÍNU SKAPI Coldplay, Christian Bale og Manchester United ÍRIS DÖGG PÉTURSDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR OG SJÓNVARPSTRÚÐUR Á SIRKUS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R Á forsíðu Time Magazine TÓMAS KNÚTSSON: ÍSLENSKUR KAFARI TÓMAS KNÚTSSON Hann komst óvænt á forsíðu hins virta og þekkta tímarits Time Magazine og má því segja að hann sé skyndilega orðinn heimsfrægur kafari. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V ÍK U R FR ÉT TI R TIME Óneitanlega glæsileg forsíða. Amber úr Glæstum vonum á lei› til landsins ADRIENNE FRANTZ Hún var byrjuð að syngja, leika og dansa þegar hún var þriggja ára gömul. Lárétt: 1 fögur, 6 þvottaefni, 7 slá, 8 sólguð, 9 forfaðir, 10 hlass, 12 skel, 14 kvíði, 15 varðandi, 16 til, 17 snák, 18 málning. Lóðrétt: 1 gamall, 2 leiða, 3 endir + k, 4 torveldur, 5 lít, 9 keyra, 11 fiskur, 13 for- móðir, 14 herbergi, 17 byrði. Lausn FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt:1falleg,6omo,7rá,8ra,9afi, 10æki,12aða,14sút,15um,16að,17 orm,18lakk. Lóðrétt:1forn,2ama,3lo,4erfiður, 4 gái,9aka,11lúða,13amma,14sal,17 okt I LTUR L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.