Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 1
Blæs til hinsegin
knattspyrnuleiks
HEIMIR MÁR PÉTURSSON:
▲
FÓLK 46
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
FREMUR HÆG suðvestlæg átt og
rigning sunnan- og vestanlands. Bjart
norðaustanlands en þar þykknar upp
þegar líður á daginn og fer að rigna með
kvöldinu.
LAUGARDAGUR
16. júlí 2005 - 190. tölublað – 5. árgangur
Hrafninn flýgur á ný
Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar,
Hrafninn flýgur, var gefin út á DVD í
vikunni með nýjum talsetningum á er-
lendum tungumálum ásamt alls kyns
aukaefni. Myndin á sér hins vegar
nokkuð brokkgenga sögu og fæðing
hennar var erfið. Hún hlaut misjafna
dóma í fjölmiðlum
en nú 20 árum síð-
ar virðist sem
myndin lifi um
ókomin ár.
KVIKMYNDIR 26-27
Eiði Smára hrósað
Jose Mourinho, stjóri Chelsea
hrósaði Eiði Smára
Guðjohnsen mikið fyrir
fyrsta leik liðsins á
undirbúings-
tímabilinu en
Chelsea vann Wycombe
5–1 í vikunni. Eiður Smári
er búinn að festa sig í
sessi í hlutverki
miðjumanns hjá ensku
meisturunum. ÍÞRÓTTIR 34
Fann loksins
draumabílinn
HILMAR MÁNASON:
Í MIÐJU BLAÐSINS
● bílar ● heimili
▲
FJÁRSÖFNUN Fjórtán hundruð kíló-
metra hjólreiðaferð Eggerts Skúla-
sonar til styrktar samtökunum
Hjartaheill lauk síðdegis í gær
þegar Eggert hjólaði síðasta spölinn
til Reykjavíkur ásamt öðrum sem
slógust í hópinn í Mosfellsbæ.
Hann var þrjár vikur á ferð sinni
um landið en víða slógust aðrir í för
með honum stundakorn og gerði fé-
lagskapurinn ferðina bærilegri
fyrir vikið. „Ég er afar ánægður
með að hafa klárað þetta og þetta
gekk alveg svakalega vel þó að veð-
ur og vindar hafi blásið gegn mér
mest alla leiðina. Ánægðastur er ég
með að hafa náð öllum þeim mark-
miðum sem ég setti mér í upphafi.
Hjartaheill fengu góða kynningu og
við sýndum að einstaklingur getur
staðið upp og haft áhrif sé vilji til
þess. Svo söfnuðum við talsverðum
peningum og ég er sæll og glaður
þótt þreyttur sé.“
Eggert vildi koma á framfæri
þakklæti og afsökunarbeiðni til
þeirra bílstjóra sem töfðust þegar
hann hjólaði síðasta spölinn en um-
ferð gekk hægt á milli Mosfells-
bæjar og Reykjavíkur. -aöe
V I R K S A M K E P P N I
af nammibarnum
á laugardögum
50 %
afsláttur
VEÐRIÐ Í DAG
M
YN
D
/A
P
Sjávarútvegsrá›herra tekur vel í ósk stjórnar Kaupfélags Eyfir›inga um fjölgun
starfa á Akureyri á vegum rá›uneytisins. Ekki ver›ur af flutningi á meginstarf-
semi Fiskistofu til Akureyrar en flutningur á nokkrum verkefnum er í sko›un.
RÍKISVERKEFNI Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra segir að
stefnt sé að frekari fjölgun
starfa á vegum ráðuneytisins á
Akureyri en þeim hafi fjölgað
fyrir norðan á undanförnum
misserum. „Á þessum tíma-
punkti er ekki hægt að segja til
um hvaða verkefni verði unnin á
Akureyri né um hversu mörg ný
störf er að ræða. Þó er ljóst að
uppbygging á starfsemi Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins
heldur áfram fyrir norðan en
einnig verða fleiri kostir skoðað-
ir,” segir Árni.
Forsvarsmenn Kaupfélags Ey-
firðinga áttu fund með Árna og
Vilhjálmi Egilssyni ráðuneytis-
stjóra síðastliðinn fimmtudag þar
sem farið var yfir hugmyndir
stjórnar KEA um flutning verk-
efna á vegum ráðuneytisins til Ak-
ureyrar. Ráðherra segir fundinn
hafa verið gagnlegan og góðar
líkur séu á að af samstarfi ráðu-
neytisins og KEA verði. Niður-
stöðu sé hins vegar ekki að vænta
fyrr en í haust.
Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
lýsti í vor yfir áhuga á að koma að
flutningi opinberra stofnana og
verkefna til Akureyrar og er fé-
lagið tilbúið að leggja fram hund-
ruð milljóna til að svo megi verða.
Ein af þeim stofnunum sem KEA
renndi hýru auga til var Fiskistofa
og bauðst félagið til að greiða
kostnaðinn við flutning megin-
hluta stofnunarinnar norður.
Benedikt Sigurðarson, stjórnar-
formaður KEA, segir ljóst eftir
fundinn með ráðherra og ráðu-
neytisstjóra að ekki verði af flutn-
ingi stjórnsýsluhluta Fiskistofu til
Akureyrar. „Það er hins vegar
hugsanlegt að fleiri verkefni á
vegum Fiskistofu verði í fram-
tíðinni unnin á Akureyri og við
fögnum jákvæðri afstöðu ráð-
herra til flutnings á verkefnum
norður,” segir Benedikt.
Árni segir vilja KEA til að
koma að fjármögnun á flutningi
verkefna á vegum ráðuneytisins
norður mjög jákvæðan. „Það er af
hinu góða þegar heimaaðilar hafa
sett sér það markmið að skapa
gott umhverfi fyrir ný störf. Slíkt
liðkar til fyrir flutningi verkefna
og að loknum sumarleyfum hitti
ég forsvarsmenn KEA á ný,” seg-
ir Árni. -kk
Dæmdur í fangelsi:
Karl keppti í
kvennaflokki
SIMBABWE Dómari í Simbabve
hefur dæmt ungan mann í fjög-
urra ára fangelsi fyrir að villa á
sér heimildir og valda félögum
sínum sálartjóni. Hann keppti í
frjálsum íþróttum og vann til
nokkurra verðlauna fyrir land
sitt – í kvennaflokki.
Samukeliso Sithole, átján ára,
hefur hingað til sagst vera tví-
kynja, með kynfæri bæði karls
og konu. Fyrir rétti kvaðst hann
hins vegar vera orðinn karlmað-
ur að öllu leyti eftir að galdra-
læknir bruggaði gegn honum
seið í hefndarskyni. Ungi
maðurinn baðst innilegrar af-
sökunar á framfæri sínu og
sagðist hann iðrast mjög að hafa
sært félaga sína og aðra
landsmenn. - shg
Sjötta bókin um Harry Potter:
Bi›u allt a›
fjórtán tíma
BÆKUR Sala á sjöttu bókinni um
galdrastrákinn Harry Potter hófst á
miðnætti í nótt. Fyrstu aðdáendurn-
ir voru mættir fyrir utan Mál og
menningu á Laugarvegi um klukkan
tíu í gærmorgun og fjölgaði eftir
því sem leið á daginn.
„Ég var líka fyrst í röðinni þegar
síðasta bók kom út og ákvað að
mæta enn þá fyrr núna,“ sagði
Halla Hallsdóttir, sem mætt var
fyrst allra í gærmorgun.
Stefnt er að því að bókin komi út
í íslenskri þýðingu hinn 5. nóvem-
ber næstkomandi að sögn Snæ-
björns Arngrímssonar, forleggjara
hjá bókaforlaginu Bjarti. Þýðandi
bókarinnar hafði ekki fengið að sjá
handrit bókarinnar í gær.
- ht
Blóðugur dagur í Bagdad:
Tugir fórust
ÍRAK, AP Rúmlega 30 manns, hið
minnsta, létu lífið í sprengjuárás-
um í Írak sem stóðu frá morgni til
kvölds í gær. 111 til viðbótar
særðust.
Flestir létust í sjálfsmorðs-
árásum og öðrum sprengjuárás-
um í Bagdad, 29 að því er staðfest
hefur verið. Þeirra á meðal eru
sjö bandarískir hermenn, sex lög-
reglumenn og þrír íraskir örygg-
isverðir auk íraskra hermanna og
óbreyttra borgara. Tveir banda-
rískir hermenn létust í spreng-
ingu nærri jórdönsku landamær-
unum.
Sheik Ahmed Abdul Ghafour
al-Samarrai, áhrifamikill
klerkur súnnímúslima, for-
dæmdi árásirnar í ræðu sem
hann hélt við messu í gær. ■
LÖGREGLUMAÐUR Á VETTVANGI Árásir voru
gerðar víða í írösku höfuðborginni í gær.
Hringferð Eggerts Skúlasonar til styrktar Hjartaheilla lokið:
Sæll og gla›ur flótt flreyttur sé
ÖLLUM MARKMIÐUM NÁÐ Eggert Skúlason var þreyttur en ánægður þegar hann nálgaðist
Reykjavík í gær eftir þriggja vikna hjólreiðatúr um landið.
Rá›herra lofar a›
flytja störf nor›ur
Klerkur í klípu
Nánir
samstarfsmenn
Hans Markúss Haf-
steinssonar í
gegnum tíðina eru
sammála um þá
hlýju og alúð sem
hann gefur af sér.
Hann er einnig
sagður mikill
námsmaður.
MAÐUR VIKUNNAR 44
BEÐIÐ EFTIR SJÖTTU BÓKINNI Nokkrir tugir tryggra lesenda bókanna um Harry Potter biðu tímunum saman fyrir utan Bókabúð Máls og
Menningar á Laugavegi eftir því að sala á bókinni hæfist eina mínútu yfir eitt á miðnætti síðustu nótt.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I