Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 6
6 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Þrír Indónesar látast af dularfullum orsökum:
Grunur um dau›a af völdum fuglaflensu
INDÓNESÍA Grunur leikur á að þrír
Indónesar hafi látist úr fugla-
flensu. Sé það rétt eru það fyrstu
dauðsföllin af völdum veikinnar í
landinu.
Sidi Fadillah Supari, heilbrigð-
isráðherra Indónesíu, skýrði frá
því í gær að ákveðnar vísbend-
ingar væru um að 38 ára gamall
maður og tvær dætur hans, öll bú-
sett í Jakarta, hefðu látist úr
fuglaflensu. Ráðherrann sagðist
óttast að fólkið hefði smitast við
samneyti við annað smitað fólk
því ekki er vitað um að það hafi
komist í snertingu við fuglakjöt.
Formælandi Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, WHO,
sagði hins vegar í samtali við BBC
að of snemmt væri að segja til um
þetta, því engin þekkt dæmi væru
um að veiran sem veldur veikinni
hefði stökkbreyst þannig að hún
gæti borist á milli manna.
Síðan í janúar 2004 hafa 53
látist úr fuglaflensu í nágranna-
löndunum Kambódíu, Víetnam
og Taílandi. Veikin hefur
margoft greinst í fuglum í
Indónesíu og nýlega var staðfest
að vinnumaður á fuglabúgarði
hefði smitast.
-shg
WASHINGTON, AP Stuðningur við
Osama bin Laden og árásir gegn
Bandaríkjamönnum og banda-
mönnum þeirra í Írak fer mjög
dvínandi í múslimaríkjum
heimsins, sérstaklega þeim sem
hafa sjálf orðið fyrir árásum
hryðjuverkamanna.
Bandaríska Pew-rannsóknar-
stofnunin greindi frá niðurstöð-
um nýrrar skoðanakönnunar
sem hún lét gera í 17 ríkjum, þar
á meðal sex ríkjum þar sem
múslimar eru í meirihluta.
Í Líbanon hefur þeim sem
telja réttlætanlegt að beita
hryðjuverkum til varnar íslam
fækkað úr 73 prósentum sumar-
ið 2002 í 39 prósent nú. Svipaða
sögu er að segja af Marokkóum,
Pakistönum og Indónesum en
aftur á móti telja fleiri Jórdanir
nú en áður að ofbeldi sé réttlæt-
anlegt. Þá hefur hylli Osama bin
Laden, leiðtoga al-Kaída,
minnkað í Líbanon, Indónesíu,
Tyrklandi og Marokkó en þau
hafa á síðustu misserum orðið
fyrir hryðjuverkaárásum. Í
öllum löndunum nema Jórdaníu
töldu aðspurðir að mikilvægi
íslam í stjórnmálum hefði vaxið
undanfarin misseri.
Ýmsar ástæður eru nefndar
fyrir stuðningi við róttækar bar-
áttuaðferðir. Fátækt og atvinnu-
leysi var efst á listanum í sum-
um löndum, í öðrum nefndu
menn utanríkisstefnu Banda-
ríkjamanna. -shg
Dennis spillir Kúbuför
Kórs Öldutúnsskóla
22 hafnfirsk börn eru í öngum sínum flar sem fyrirhuga› kórfer›alag fleirra til Kúbu
hefur veri› slegi› af. Egill Fri›leifsson, kórstjóri til 40 ára, var á lei› í sína sí›ustu kórfer›.
Í sárabætur fer hópurinn í helgarfer› til Parísar og syngur jafnvel vi› Sigurbogann.
MENNING Ekkert verður af för
Kórs Öldutúnsskóla til Kúbu þar
sem mikil eyðilegging varð í land-
inu eftir yfirreið fellibyljarins
Dennis á dögunum. Áætlað var að
leggja af stað til Kúbu nú í morg-
unsárið, með viðkomu í París, og
halda sömu leið heim eftir viku.
Ytra stóð alþjóðlegt barnakóra-
mót fyrir dyrum en hætt hefur
verið við það.
„Þarna varð mikill skaði, raf-
magn fór af stórum hlutum bæja
og borga og vatnslagnir og vegir í
sundur,“ segir Egill Friðleifsson
kórstjóri. Fjöldi híbýla eyðilagðist
og heimilislausum var komið
fyrir í hótelíbúðum í bænum Villa
Olympia þar sem kórunum var
ætlað að gista.
Egill segir kórfélaga hafa vita-
skuld orðið fyrir vonbrigðum
enda tillökkunin mikil. „Undir-
búningur ferðarinnar hófst í sept-
ember og því mikið sjokk að ekk-
ert verði úr. Peningasöfnun hefur
staðið síðan í haust og ljóst að við
töpum milljónum króna því ekki
er hægt að tryggja sig fyrir nátt-
úruhamförum.“ Hann segir fólk
hafa tekið áfalllinu af stillingu og
skynsemi og er þakklátur kórfé-
lögum og foreldrum fyrir það.
Sjálfur greip Egill til heims-
frægra og þrautreyndra Pollý-
önnuráða og þakkaði fyrir að kór-
inn var ekki á Kúbu þegar felli-
bylurinn gekk yfir.
Utanferð Kórs Öldutúnsskóla
hefur þó ekki verið slegin af með
öllu því í sárabætur ætlar kórinn
að fara í helgarferð til Parísar um
næstu helgi. „Við erum ákveðin í
að gera eins gott úr þessu og hægt
er og ætlum að una okkur við söng
og leik í París,“ segir Egill en
meiningin er að syngja við sjálfan
Sigurbogann sem heita má tákn-
rænt fyrir hópinn.
Egill hefur stýrt Kór Öldutúns-
skóla í 40 ár og Kúbuferðin átti að
verða hans tuttugasta, og um leið
síðasta, kórferðalag. „Við höfum
aldrei áður þurft að hætta við ferð
en það hefur svo sem ýmislegt
komið upp á,“ segir Egill sem
heimsótt hefur yfir 30 lönd í fimm
heimsálfum með kórnum.
bjorn@frettabladid.is
Veikir Taílendingar:
Fá ókeypis
alnæmislyf
TAÍLAND Taílendingar sem sýkst hafa
af HIV-veirunni eiga þess nú kost að
fá ókeypis lyf sem eiga að halda
sjúkdómseinkennunum í skefjum.
Fram til þessa hafa HIV-smitaðir
Taílendingar þurft að kaupa dýrum
dómum lyfjablöndur til að koma í
veg fyrir að sjúkdómurinn blossi
upp en nú hefur lyfjafyrirtæki í
eigu taílenska ríkisins þróað nýtt
samheitalyf sem er ódýrt í fram-
leiðslu og þykir gefa góða raun. Til
skamms tíma fengu einungis efna-
minni alnæmisjúklingar lyfið án
endurgjalds en nú geta allir smitað-
ir fengið það.
Um hálf milljón Taílendinga eru
smitaðir af HIV-veirunni. -shg
Andstæðingar Arroyo:
Ré›ust inn í
rá›uneyti›
MANÍLA, AP Ólga fer
vaxandi á Filipps-
eyjum vegna ásak-
ana um kosninga-
svindl Gloriu Ar-
royo, forseta lands-
ins, á dögunum.
Í gær réðust 300
bændur inn í land-
búnaðarráðuneytið í Maníla og
gengu þar berserksgang og kröfð-
ust afsagnar forsetans. Annars stað-
ar í borginni reyndu nokkrir tugir
stjórnarandstæðinga að nálgast for-
setahöllina en lögregla varnaði
þeim vegarins. Fyrr í vikunni mót-
mæltu tugir þúsunda framgöngu
Arroyo í höfuðborginni.
Stuðningsmenn forsetans hafa
reynt að safna liði og áforma að
halda stuðningsfund með allt að
200.000 manns í dag. ■
Borðar þú hrefnukjöt?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur Íbúðalánasjóður farið út
fyrir heimildir sínar með lánum
til bankanna?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
47,9%
52,1%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
OSAMA BIN LADEN Vinsældir hans í
múslimaheiminum eru ekki jafn miklar og
áður.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FLENSA Í FIÐURFÉNAÐI Ekki er vitað til
þess að Indónesarnir sem létust hafi
komist í snertingu við fuglakjöt.
Tryggingastofnun:
Fleiri fæ›a
heima
FÆÐINGAR Heimafæðingum hefur
fjölgað lítið eitt á síðustu árum.
Heimafæðingar á síðasta ári voru
45 talsins og hefur fjölgað um
fjórar síðan árið 2003 samkvæmt
upplýsingum á vef Trygginga-
stofnunar ríkisins.
Þótt heimafæðingum fjölgi
lítið eitt milli ára fæðast einungis
eitt prósent barna í heimahúsum
samanborið við rúm tuttugu pró-
sent um miðja síðustu öld. Kostn-
aður Tryggingastofnunar við fæð-
ingarnar nam 57 þúsund krónum á
fæðingu, eða 2,6 milljónum króna
alls. ■
EGILL FRIÐGEIRSSON „Undirbúningur ferðarinnar hófst í september og því mikið áfall að
ekkert verði úr. Peningasöfnun hefur staðið síðan í haust og ljóst að við töpum miljónum
króna því ekki er hægt að tryggja sig fyrir náttúruhamförum.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
ÁL
L
LÖGREGLUFRÉTTIR
STOPPAÐIR Í LITBOLTA Sjö lit-
boltabyssur voru teknar af
mönnum sem léku sér með þær
nærri Grindavík, í leyfisleysi.
Viðhorfskönnun í múslimaríkjum:
Stu›ningur vi› hermdarverk
hefur dvína› töluvert