Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 12

Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 12
Þær kannanir um fjölmiðlaneyslu sem birtust í vikunni draga ágæt- lega fram þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði á undanförnum misserum og árum. Okkur er tamt að meta vægi og gildi fjölmiðla – eins og reyndar flest fyrirbrigði önnur – á söguleg- um forsendum og það getur tekið langan tíma fyrir okkur að laga hugmyndir okkar að raunveru- legri stöðu. Ég efast til dæmis um að margir átti sig á því að fleiri landsmenn á aldrinum 18 til 49 ára – fullorðið fólk undir fimmtugu – hlusti á samtengdar hádegisfréttir Bylgjunnar og Talstöðvarinnar klukkan 12 á virkum dögum en hlýði á samtengdar fréttir Rásar 1 og Rásar 2 klukkan 12.20. Við erum alin upp við fullyrðingar um mikilvægi Ríkisútvarpsins og traust og tryggð þjóðarinnar við fréttastofu hljóðvarpsins. Við vit- um líka að hádegisfréttir eru flaggskip þessarar lofuðu frétta- stofu. Það er því nokkur biti að kyngja að átta sig á því að þetta á alls ekki við fólk undir fimmtugu. Þetta er raunveruleiki sem átti við á árum áður, augljóslega að líða hjá og kemur aldrei aftur. Ef ein- hver telur það léttvægt að taka mið af fólki undir fimmtugu þá minni ég á að helmingur Íslend- inga er yngri en 34 ára og aðeins 25 prósent þeirra eru eldri en 50 ára. Það verður síðan enn augljós- ara hversu lítið vægi Ríkisútvarps- ins er í rauninni þegar við skoðum hlustun á alla dagskrá útvarps- stöðvanna en stöldrum ekki aðeins við hápunkt Ríkisútvarpsins í há- deginu. Ef við skoðum höfuðborg- arsvæðið þá stillir flest fólk undir fimmtugu á Bylgjuna – eða 63 pró- sent. Næst kemur Rás 2 með 49 prósent, þá FM957 með 43 prósent og síðan Létt FM með 35 prósent fólks undir fimmtugu. Þetta eru fjórar stærstu stöðvarnar hjá fólki undir fimmtugu á höfuðborgar- svæðinu. Og skiljanlega hlýtur að vera erfitt fyrir þetta fólk að kyngja því að um 1.000 milljónir af almannafé sé notaður til reksturs tveggja útvarpsstöðva á vegum ríkisins. Það eru miklir peningar fyrir þjónustu handa einhverju allt öðru fólki. Og auðvitað er það svo að þær 2.500 milljónir sem almenningur er skyldaður til að leggja til Rík- isútvarpsins er menningarleg mismunun. Ríkisútvarpið heldur úti fjölmiðlun sem fellur að smekk tiltekins hóps, sem vegna stöðu sinnar hefur tekist að láta alla aðra taka þátt í kostnaðinum við að fóðra þennan smekk. Þeg- ar við skoðum hlustun kvenna á höfuðborgarsvæðinu kemur í ljós að 68 prósent kvenna undir fimmtugu stillir á Bylgjuna, 50 prósent á Létt FM, rúm 42 prósent á FM957 og tæplega 42 prósent á Rás 2. Þetta eru fjórar vinsælustu stöðvarnar hjá kon- um undir fimmtugu á höfuðborg- arsvæðinu. Ætli það heyrðist ekki hljóð úr horni ef ríkisvaldið myndi ákveða að taka styrkinn frá almenningi af Rás 2 og flytja hann yfir á FM957? Mörgum fyndist það án efa vitlaus tillaga – en er hún nokkuð vitlaus- ari en núverandi kerfi þar sem smekkur tiltekins hóps er hafinn upp yfir smekk annarra? Þegar hlustun á útvarpsstöðvar er skoð- uð má glögglega sjá útlínur þessa útvalda hóps – innan hans eru fleiri karlar en konur og fleiri gamlir en ungir. Þarna eru saman- komnir gömlu karlarnir sem hafa komið sér svo vel fyrir í samfélag- inu; karlarnir sem hafa hæstu launin, sitja í feitustu embættun- um – og karlarnir sem stjórna Rík- isútvarpinu. Og rökin fyrir þessari mismunun eru kunnugleg: Ungt fólk og konur eru jaðarverur í samfélaginu og við skulum ekki dvelja um of við væntingar þeirra og vilja. Menning okkar er menn- ing sigurvegaranna: Gamalla karla. Annars er undarlegt hvernig Ríkisútvarpinu hefur tekist að fá alla þessa peninga frá almenningi án þess að rökin fyrir því séu sýni- leg. Gömlu karlarnir verja vígi sitt með því að vísa til mikilvægis Rík- isútvarpsins fyrir íslenska menn- ingu. Þegar ég renndi yfir viku- skammt af sjónvarpsdagská í Birtu, sem kom út í gær, dró ég eftirfarandi saman: Ríkissjónvarp- ið sendir út á einni viku 9 klukku- stundir og 45 mínútur af fréttum og fréttatengdu efni á meðan Stöð 2 sendir út 18 klukkustundir og 5 mínútur af sambærilegu efni. Rík- issjónvarpið er með 25 mínútur af innlendu skemmtilefni (Út & suð- ur) en Stöð 2 tvo tíma og 45 mínút- ur (Það var lagið, Stuðmenn í Al- bert Hall og Kóngur um stund). Ríkissjónvarpið er með 3 tíma af innlendu íþróttaefni en Sýn 7 tíma og 25 mínútur. Ef við bætum við 5 tímum og 15 mínútum af innlendu efni á Sirkus þá senda sjónvarps- stöðvar 365 út 33 og hálfan tíma af innlendu efni þessa viku á móti 13 tímum og tíu mínútum hjá Ríkis- sjónvarpinu. Gæti þá einhver spurt hvað verði um þær 1.500 milljónir sem almenningur leggur til sjónvarps ríkisins. Dæmið af sjónvarpinu sýnir að Ríkisútvarpið hefur í rauninni svikið samning sinn við al- menning. Fyrirtækið skilar lakari þjónustu við innlenda menningu en þeir sem ekki fá 2.500 milljónir í styrk frá almenningi. Styrkurinn virðist fremur draga úr getunni til að sinna þessu hlutverki en efla hana. Og dæmið af útvarpinu sýnir að Ríkisútvarpið fjarlægist þjóð- ina, það er að eldast með þeim kyn- slóðum sem ólust ekki upp við að hafa val og deyr með þeim. Þegar við áttum okkur á þessu tvennu getum við loks nýtt þessar 2.500 milljónir til betri verka. ■ Þ að var ekki aðeins á Bretlandseyjum sem menn þögðu í tværmínútur á hádegi á fimmtudag til að sýna fórnarlömbumhryðjuverkaárásanna á Lundúnir hluttekningu sína. Víða um Evrópu og í Bandaríkjunum gerðu menn hlé á störfum sínum og lutu höfði um stund til að minnast þessa ógæfuverks sem nokkur ungmenni frá Jórvíkurskíri stóðu að, fjarstýrð af hatri brjálaðra höfuðpaura sem efalítið leika lausum hala um ókomin ár. Ugglaust verður engin minningarstund haldin næstkomandi mið- vikudag í þessum sömu ríkjum Vesturlanda þegar vika verður liðin frá barnaslátruninni í Bagdad að morgni 13. júlí síðastliðins. Þar var þó engu minna fólskuverk unnið gegn saklausu fólki en í borginni á bökkum Thames, sex dögum áður; jafnvel sýnu ógeðslegra enda lágu þar tuttugu og fjögur börn á aldrinum tíu til þrettán ára í valn- um eftir viðbjóðslega og óvenju kaldrifjaða sjálfsmorðsárás. Helsta skotmark árásarmannsins voru bandarískir hermenn sem áttu leið um eitt fátæktarhverfa borgarinnar og dreifðu þar súkkulaði og vatni til barna sem söfnuðust saman við herjeppa þeirra. Einn bandarískur hermaður lést og að minnsta kosti sjötíu manns særð- ust, þar af tuttugu börn til viðbótar þeim sem létust. Í föstudagsblaði Fréttablaðsins fyrir viku var ellefu fréttasíðum varið undir umfjöllun um hryðjuverkaárásina í Lundúnum þar sem um fimmtíu saklausir borgarar týndu lífi. Morgunblaðið lagði álíka mikið hlutfall af blaðinu undir umfjöllun sína um þessi sömu voða- verk. Fréttaumfjöllun þessara tveggja útbreiddustu dagblaða Ís- lands af barnaslátruninni í Bagdad var tvenns konar; í Fréttablað- inu var frá henni greint í stuttri myndlausri frétt á blaðsíðu 2, í Morgunblaðinu var ívið lengri frétt um sama efni á blaðsíðu 15 með einni ljósmynd. Samanlagt örfáir sentimetrar af lesmáli um eitt mesta hrottaverk sem framið hefur verið í Írak frá því Saddam Hussein var hrakinn frá völdum – og er þar þó af nógu að taka. Það er ekki svo að okkur sé sama um voðaverkin sem unnin eru daglega í Bagdad og víðar um velli Íraks. En við kippum okkur ekk- ert upp við þessa atburði – ekki lengur, ekki frekar en sjálfs- morðsárásirnar í Ísrael – og kannski eru menn líka búnir að gleyma andvaraleysi hinna mjög svo upplýstu Evrópuþjóða þegar þúsundir karlmanna voru leiddir til slátrunar í Srebrenitca fyrir réttum ára- tug, framhjá varðmönnum Sameinuðu þjóðanna. Hluttekning okkar er heimakær. Hluttekning okkar er værukær. Barnaslátrun í Bagdad er bara enn ein blóðsúthellingin; í raun- inni smámál miðað við það ef svipaður fjöldi krakka væri drepinn í einhverju hverfa Bandaríkjanna eða Evrópu. Samt lesum við um það í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu að hundruð foreldra hafi safnast saman á Kindi-sjúkrahúsinu í Bagdad stuttu eftir barnaslátrunina í borginni og hafi ætt þar um blóði- drifna gangana, hrópandi og grátandi og öskrandi í leit að börnum sínum. Samt ættum við að geta séð okkur sjálf við sömu aðstæður; örvingluð af sorg og angist. Samt ættum við að geta lotið höfði ein- hvern dagpart til að hugsa um hlutskipti þessa fólks. En kannski er sorg okkar takmörkuð við vestræn gildi. Kannski er heimur okkar jafn tvískiptur og margir heittrúarmenn múslima vilja vera láta. Tuttugu og fjögur börn drepin. Fátækir sakleysingjar að ná sér í nammi. Það er okkar smáfrétt. 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Kannski er heimur okkar jafn tvískiptur og margir heittrúarmenn múslima vilja vera láta. Gleymdu börnin í Bagdadborg FRÁ DEGI TIL DAGS Ofmeti› vægi Ríkisútvarpsins Glöggt er gests augað Þeirri skoðun vex fylgi innan Samfylk- ingarinnar að slíta beri Reykjavíkurlista- samstarfinu. Einn þeirra sem hefur miklar efasemdir um R-listann er for- maður Samfylkingarinnar á Akureyri, Jón Ingi Cesarsson. Skrifar hann um málið á vef flokksins fyrir norðan, en pistill hans var í gær endurbirtur á vef- síðu Össurar Skarphéðinssonar undir fyrirsögninni „Glöggt er gests augað“. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða skilaboð fyrrverandi for- maður Samfylk- ingarinnar er að senda með þessu, enda segir sagan að „ráðhúsklíkan“ svonefnda gnísti tönn- um við það eitt að heyra nafn hans nefnt. Framsókn vill halda áfram Jón Ingi segir um viðræður R-lista flokkanna: „Það er augljóst leikmönn- um sem horfa á þessar uppákomur úr fjarlægð að R-listabandalagið er orðið ákaflega götótt og þreytt. Framsóknar- menn með oddvita sinn í broddi fylk- ingar hafa hátt og ungliðar þeirra hnýta í Samfylkinguna fyrir að lítilsvirða hina flokkana. Það er auðséð og heyrt að framsóknarmönnum er mjög í mun að halda þessu bandalagi áfram enda bendir flest til að sá flokkur eigi allt eins von á að fá engan borgarfulltrúa í sérframboði.“ Gömul, götótt brók Þá segir Jón Ingi: „Sjálfstæðismenn fengu loksins hagstæða könnun og hafa farið mikinn síðan. Hvort þessi könnun er að hrekja R-listaflokkana í samstarf á ný skal ósagt látið. Það væri verra að R- listinn færi að fá yfirbragð hræðslu- bandalags sem hefði þann tilgang einan að halda Sjálfstæðiflokknum frá völdum. Þá væri slíkt ömurleg niðurstaða. R-list- inn er að mörgu leyti orðinn eins og gömul, götótt brók sem lokið hefur hlut- verki sínu. Það væri gott ef flokkunum tækist að blása lífi í þetta samstarf og endurheimta ferskleikann. Ég hef miklar efasemdir um að það takist og R-lista- samstarfið fari að líkjast gamla þreytta Sjálfstæðisflokknum sem var við völd í 60 ár mörgum til armæðu.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA GUNNAR SMÁRI EGILSSON Í DAG BREYTINGAR Á FJÖLMIÐLAMARKAÐI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.