Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 30
Spennubók
Það er alltaf sniðugt að hafa eina góða spennusögu í kilju með í hand-
töskunni á ferðalaginu. Maður getur alltaf átt von á því að þurfa að bíða
eftir flugi eða lest einhversstaðar.[ ]
()*+,(-./-*0,,+,/-
,
-1
Costa del Sol
M
all
or
ca
Sóla
rlottó
• Þú velur áfangastað og ferðadag
og tekur þátt í lottóinu
um hvar þú gistir.
• Viku fyrir brottför
staðfestum
við gististaðinn.
*Innifalið er flug, gisting
í 7 nætur, flugvallarskattar
og íslensk fararstjórn.
á mann miðað við 2 eða 4
í stúdíói eða íbúð.
Enginn barnaafsláttur.
Spilaðu með!
Krít
22. 29. ágúst
5. 12. 19. sept.
Mallorca
24. 31. ágúst
7. sept.
Costa del Sol
25. ágúst
1. 8. og 15. sept.
Portúgal
22. 29. ágúst
5. 12. og 19. sept.
Sólríkt haust
-sama sólin, sama fríið en á verði fyrir þig.
AQUIS handklæði
í ferðalagið
Í bakpokann, ferðatöskuna, sundið,
líkamsræktina ofl.
Taka lítið pláss, létt, þurrka vel,
þorna fljótt, alltaf mjúk.
Dreifing: Daggir s: 462-6640
www.daggir.is
Til Kenía með
hjálpargögn í farteskinu
Fimm læknanemar leggja
bráðum upp í ævintýraferð til
Afríku þar sem þau þurfa að
sanna sig án allra tækja og
tóla.
Tæpar tvær vikur eru þangað til
læknanemarnir Erna Halldórs-
dóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Krist-
ín Ólína Kristjánsdóttir, Margrét
Ólafía Tómasdóttir og Þorgerður
Guðmundsdóttir leggja í ferð til
Kenía. Þau ætla að vinna á heilsu-
gæslustöð í Naíróbí í tvær vikur
og kynnast því að starfa sem
læknar við nýjar aðstæður.
„Við höfum verið að safna
hjálpargögnum og styrkjum fyrir
þessar heilsugæslustöðvar. Þær
eru reknar af hjálparsamtökum
heimamanna þannig það vantar
alltaf hjálpargögn,“ segir Erna.
Margrét segir að þau séu búin að
vera dugleg að safna hjálpargögn-
um. „Við erum búin að safna sam-
an útrunnu dóti á spítölum og elli-
heimilum og svo erum við búin að
safna peningum til að geta keypt
meira,“ segir Margrét.
Þá kemur Kristín Ólína aðvíf-
andi í læknasloppnum, sú eina af
fimmmenningunum sem er á vakt
og myndatökurnar geta hafist.
Stuttur tími gefst til að taka
nokkrar myndir þangað til sím-
boðinn hennar Kristínar Ólínu
pípir og hún þarf að fara aftur í
vinnuna. „Góða vakt,“ segja fjór-
menningarnir við hana áður en
hún hleypur af stað.
En við hin vorum að tala um
hjálpargögn. Þau eru búin að fá
styrki frá mörgum fyrirtækjum,
bæði peningastyrki og hjálpar-
gögn. Meðal annars hafa lyfjafyr-
irtæki verið dugleg að gefa þeim
bóluefni því það er eins gott að
vera vel bólusettur áður en farið
er í þessa ferð. Þau hafa því verið
margstungin hvort af öðru og
þurft að drekka ógeðisdrykk gegn
kóleru, bakteríurnar sjálfar. „Það
er hálfgert kúkabragð af þeim,“
segir ein úr hópnum, hin draga
það til baka en ítreka að drykkur-
inn sé ekkert sérstaklega geðsleg-
ur.
Hægt er að fylgjast með
læknanemunum á heimasíðu sem
þau halda úti á slóðinni
www.kenya-2005.blogspot.com.
Krakkarnir eru strax byrjaðir að
skrifa á vefinn. Má meðal annars
finna skemmtilegar myndir af
þeim þar sem þau eru að bólusetja
hvert annað.
annat@frettabladid.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Þorgerður Guðmundsdóttir, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Erna Hall-
dórsdóttir og Kristín Ólína Kristjánsdóttir eru læknanemar á leið til Kenía.
Heimsferðir keyptu á dögunum ferða-
skrifstofurnar STS Solresor í Svíþjóð
og STS Solia í Noregi. Með kaupun-
um eru Heimsferðir orðnar ein af
stærstu ferðaskrifstofunum á Norður-
löndum og umsvifin skila sér meðal
annars í meira úrvali fyrir ferðamenn.
Helstu áfangastaðir fyrirtækjanna eru
Azoreyjar, Madeira, Kanaríeyjar, Mall-
orka, Menorka, Egyptaland, Oman,
Tyrkland, Malta, Taíland, Malasía og
Kenía. Andri Már Ingólfsson, eigandi
Heimsferða, segir að kaupin opni
nýja breidd í ferðalögum Íslendinga
og auðveldara verði fyrir Íslendinga
að ferðast til framandi landa. „Núna
verður til dæmis hægt að taka frá 50
sæti fyrir Íslendinga í vél frá Stokk-
hólmi til Egyptalands eða Kenía.
Þetta er nokkuð sem ekki hefur verið
hægt að gera áður því þessar stóru
ferðaskrifstofur hafa ekki viljað selja
öðrum inn í flugin sín. Með þessu
móti getum við boðið upp á nýja
áfangastaði, með íslenskum farar-
stjórum á lægra verði en nú þekkist.
Þetta er hundrað sinnum stærri
markaður en Ísland eitt og sér og því
auðveldara en áður að halda verðinu
niðri,“ segir Andri.
Kaup Heimsferða á ferðaskrifstofun-
um hafa þegar skilað sér í lægra verði
á ferðum til Kanaríeyja. Nýjar ferðir
verða kynntar í haust og það verður
spennandi að sjá hvaða áfangastaðir
verða í boði.
Nýir ferðamöguleikar fyrir Íslendinga
Heimsferðir keyptu nýlega tvær norrænar ferðaskrifstofur.
Með kaupunum eykst framboð á spennandi áfangastöðum fyrir Íslendinga.
Píramídarnir í Egyptalandi. Með
kaupum Heimsferða á skandin-
avísku ferðaskrifstofunum verð-
ur auðveldara fyrir Íslendinga
að komast í ferðalög
til framandi slóða.
Bólusetning
ferðamanna
EKKI ÓDÝR EN ALGJÖRLEGA NAUÐ-
SYNLEG.
Þegar heimsækja á hitabeltislönd er
nauðsynlegt að láta bólusetja sig. Lík-
amar ferðamanna geta verið mjög
viðkvæmir fyrir ýmiss konar farsóttum
auk þess sem þeir kunna oft ekki að
fara með mat og fleira sem þarf að
varast þar sem sjúkdómar eru al-
gengari.
Fyrsta skrefið er að hafa samband við
næstu heilsugæslustöð. Þar fást upp-
lýsingar um hvenær sé hægt að
koma til að fá sprautur. Æskilegt er
að huga að bólusetningum með
nægum fyrirvara því stundum þarf að
sprauta oftar en einu sinni og getur
tekið tíma fyrir bóluefnið að ná fullri
virkni. Einnig skal hafa í huga að sum
lönd krefjast staðfestingar á bólusetn-
ingu með umsókn um vegabréfsárit-
un.
Bólusetningar eru ekki ódýrar og má
gera ráð fyrir að þær kosti allt upp í
tíu þúsund krónur.
FYLGSTU MEÐ!
NEWLYWEDS
SUNNUDAGA KL. 21:00
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »