Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 31
Stjörnur sem hafa gengið um Leicester torg:
Kylie Minogue ● Sienna Miller ● Gwyneth Platrow ●
Reneé Zellweger og Hugh Grant ● David
Schwimmer ● Tom Cruise og Katie Holmes.
7LAUGARDAGUR 16. júlí 2005
Á daginn er Leicester torg í Lundúnum alls
ekki ólíkt öðrum torgum og kennileitum í
stórborginni. En á kvöldin breytist Leicester
torg í undrastað þar sem stærstu stjörnur
heims mæta á frumsýningar á stórmyndum
ársins. Það er því auðvelt mál að berja stjörn-
una sína augum – það eina sem þarf eru upp-
lýsingar um frumsýningar á launching-
films.com, fullt af þolinmæði og auðvitað blað
og penni fyrir eiginhandaráritun. Leicester
torg ætti að vera fyrsti viðkomustaður þinn í
Lundúnum. Kynntu þér staðinn vel svo þú
verðir örugglega ekki illa svikin/n þegar
stjarnan þín kemur í heimsókn.
Eitt slíkt tjaldsvæði, Þakgil, er að
finna 20 kílómetrum austan við
Vík í Mýrdal. Hjónin Bjarni Jón
Finnsson og Helga Ólafsdóttir eru
umsjónarmenn tjaldstæðisins,
sem er sannarlega þess virði að
gista á.
„Við opnuðum árið 2001 með
grunnaðstöðu, en höfum verið að
snyrta, sá og þökuleggja síðan.
Hér er salernisaðstaða, sturta og
snúrur en fólk verður að þvo í
læknum,“ segir Bjarni hlæjandi.
„Hér er líka rúmgóður hellir sem
ég er reyndar búinn að stækka
svolítið og þar inni eru bekkir og
borð og kamína þannig að fólk
getur yljað sér ef eitthvað er að
veðri. Þarna safnast fólk oft sam-
an á kvöldin, syngur og spilar og
gerir sér glaðan dag.“
Bjarni hefur gert ýmislegt til
að gera hellinn notalegan, eins og
að hengja kerti á hellisveggina,
þannig að þegar rökkvar myndast
sérstök stemning í hellinum. Það
er svo ýmislegt fleira hægt að
gera í Þakgili.
„Já, við erum með fiskilón þar
sem hægt er að veiða bleikju og
hér er sérlega falleg náttúra og
margar skemmtilegar gönguleið-
ir, margar merktar.“
Til að komast í Þakgil er ekið
um það bil fimm kílómetra austur
fyrir Vík og beygt til vinstri við
Höfðabrekku. Skilti vísa svo veg-
inn á tjaldstæðið, sem er opið
fram í október eða lengur, eftir
því sem veður leyfir.
Tjaldsvæðið er tilvalið hvort
sem er fyrir einstaklinga eða
hópa. Gistingin kostar 600 krónur
nóttin fyrir 12 ára og eldri.
Adrenalíngarðurinn er fyrsti
skemmtigarður sinnar tegundar á
Íslandi. Ólíkt vélknúnum
tívolítækjum sem margir þekkja
byggir starfsemi garðsins á frum-
kvæði og virkni þátttakenda
sjálfra. Sums staðar þurfa þátt-
takendur virkilega að telja í sig
kjark enda samanstendur
Adrenalíngarðurinn af umfangs-
mikilli háloftabraut, klifurvegg,
stærstu rólu landsins, svifbraut
og öðrum ögrandi viðfangsefnum.
„Brautin er í rauninni tví-
þætt,“ segir Óskar Helgi Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Adrena-
líns. „Annars vegar erum við með
svokallaða háloftabraut. Þá ferðu
upp á pall og velur í hvaða þraut-
ir þú ferð. Þú getur til dæmis far-
ið í tólf metra háa rólu og notið út-
sýnisins yfir Langjökul og Skjald-
breið meðan þú rólar fram og til
baka. Erfiðasta þrautin í hálofta-
brautinni er átta metra hár staur
sem þú þarft að klifra upp á og
stökkva svo fram af. Hinn hluti
brautarinnar byggir á þrautum
sem byrja á jörðunni og maður
ræður sjálfur hvað maður fer hátt
upp á við,“ segir Ómar.
Garðurinn byggir á erlendri
fyrirmynd og höfðu starfsmenn
Adrenalíns lengi látið sig dreyma
um slíkan garð á Íslandi. „Í vetur
ákváðum við að láta af þessu
verða og fengum þessa lóð við
Nesjavelli. Það er þýskt fyrirtæki
sem byggir brautina og hér geng-
ur allt út á öryggið. Brautin er
byggð samkvæmt Evrópustaðli
og hingað koma menn einu sinni á
ári til að taka út brautina og votta
hana. Starfsfólkið er líka sérstak-
lega þjálfað af þýskum sérfærð-
ingum. Fólk fer ekki í brautina á
eigin vegum, við erum með
reynda leiðsögumenn og það eru
aldrei fleiri en sex þátttakendur á
hvern þeirra. Fyllsta öryggis er
gætt, allir eru með líflínu og
hjálma og þú átt aldrei á hættu að
falla til jarðar.“
Til að byrja með verður
Adrenalíngarðurinn opinn fyrir
almenning um helgar yfir sumar-
tímann en hópar geta fengið að
koma í garðinn á hvaða tíma sem
er eftir pöntunum. en hópar geta
komið hvenær sem er. Allar nán-
ari upplýsingar um Adrenalín-
garðinn og starfsemi Adrenalíns
má nálgast á heimasíðunni:
www.adrenalin.is
thorgunnur@frettabladid.is
Með stjörnur í augunum
Leicester torg er ósköp venjulegt á daginn en býr yfir stjörnu-
töfrum á kvöldin.
Náttúran er stórbrotin í Þakgili og margar merktar gönguleiðir um nágrennið.
Hellirinn í Þakgili er ævintýri líkastur en þar
inni er auðvelt að gera sér glaðan dag.
Notaleg tjaldstæði og
stemning í hellinum
Á hringveginum eru mörg skemmtileg tjaldsvæði, en stundum
þarf fólk að taka á sig örlitla króka til að komast á nýja og
spennandi staði.
Adrenalínið fer á flug á Nesjavöllum
Í dag verður opnaður nýr skemmtigarður á Nesjavöllum. Garðurinn byggist á tækjum og þrautum
sem koma adrenalíninu á fulla ferð. Frítt er í garðinn milli klukkan 13 og 17 í dag.
Í garðinum er gætt fyllsta öryggis. Allar
brautirnar eru byggðar eftir samþykktum
Evrópustöðlum og starfsfólkið hefur feng-
ið sérstaka þjálfun.
Staurinn er 8 metra hár. Takmarkið er að
standa uppréttur efst á staurnum og
stökkva síðan af honum út í loftið í frjálsu
falli þangað til líflínan tekur í.