Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 46
30 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Hvað á E.T. sameiginlegtmeð The Body Snatchers,Close Encounters of the
Third Kind með The Day the
Earth Stood Still og The Abyss
með Independence Day? Jú, allar
fjalla þessar kvikmyndir um
geimverur sem koma til jarðar-
innar í misjöfnum tilgangi. Sumar
koma til að útrýma okkur en aðrar
bara til að kynnast jarðlífinu,
koma á sambandi þessa heims og
annars.
Það sem er hins vegar enn
merkilegra er að geimverur hafa
stundum verið notaðar til þess að
holdgera hræðslu, gagnrýna
ástand eða boða ákveðna framtíð-
arsýn.
Kommúnistaógnin utan úr
geimnum
Ein þekktasta geimverusagan er
Innrásin frá Mars eftir H.G.
Wells. Á sínum tíma lásu sumir þá
bók sem gagnrýni á stefnu Evr-
ópu gagnvart asískum og afr-
ískum nýlendum. Aðrir sáu hana
sem viðvörun höfundarins við of-
urtrúnni á tækni og vísindi. Orson
Welles gerði um 30 árum síðar eitt
þekktasta útvarpsleikrit sögunnar
þegar hann fékk almenning víðs
vegar um Bandaríkin til að æða út
á göturnar í ofsahræðslu. Leik-
ritið þótti svo raunverulegt að
fólk trúði því að Marsbúar væru í
raun og veru að ráðast á jörðina.
Þegar bókin var færð yfir á
hvíta tjaldið í fyrsta skipti 1953 af
Byron Haskin voru aðstæðurnar í
heiminum breyttar. Sovétríkin og
Bandaríkin skiptu heiminum sín á
milli. Kalda stríðið var að hefjast.
Hræðslan við kommúnisma var
allsráðandi og geimverurnar not-
aðar til að tákna rauðu ógnina. Í
kjölfarið fylgdu myndir eins og
Invaders from Mars og The Beast
with Million Eyes. Invasion of the
Body Snatchers kom út árið 1956
þegar McCarthy-isminn var að
byrja og nornaveiðar gegn komm-
únistum nýhafnar. Myndin lýsir
því hvað gerist í smábæ þegar
stórir fræbelgir yfirtaka íbúa
hans.
Undantekning frá þessu var
þegar Robert Wise gerði kvik-
myndina The Day the Earth Stood
Still. Þá var geimveran ekki
komin til að drepa og tortíma
heldur til þess að vara mannfólkið
við. Ef það héldi uppteknum hætti
yrði jörðinni tortímt þar sem
hegðun mannfólksins ógnaði lífi á
öðrum hnöttum. Myndin hefur
verið skoðuð sem gagnrýni á
kjarnorkuvígvæðingu stórveld-
anna. James Cameron bryddaði
upp á þessu sama hálfri öld síðar
þegar neðansjávargeimverur
sýndu Ed Harris og félögum í The
Abyss hversu illa við værum að
fara með jörðina.
Bandaríkin eru alheimslögreglan
Á sjöunda áratugnum hættu geim-
verurnar hins vegar að gera
árásir á okkur og urðu frekar
vinalegar. Í Close Encounters of
the Third Kind og seinna meir
E.T. var eins og þær vildu stofna
til vinasambands við okkur. Ric-
hard Dreyfuss náði sambandi við
þær með tónlist í fyrrnefndu
myndinni og E.T. vildi bara fá að
hringja heim til sín.
Geimverurnar voru ekki eins
vondar og þær höfðu áður verið.
Með ótrúlegri velgengni þessara
mynda bjuggust margir við að
tími herskárra geimvera væri nú
liðinn og það leið langur tími þar
til kynni jarðarbúa og geimvera
urðu vinsæl á nýjan leik.
Árið 1996 birtust risastór
geimskip yfir jörðinni í The
Independence Day. Í fyrstu var
allt útlit fyrir að þær ætluðu sér
ekkert illt en skömmu síðar hófu
þær markvissa útrýmingu.
Hvíta húsið og Empire State
hurfu eins dögg fyrir sólu. En
hverjir koma og bjarga deginum
hinn fjórða júlí, á þjóðhátíðardegi
sínum? Gefum Bill Pullman, sem
lék forseta Bandaríkjanna, orðið.
„Today we celebrate our Inde-
pendence Day!“ Heiminum var
reddað fyrir horn af alþjóðlegu
herliði undir stjórn Bandaríkja-
manna. Independence Day var því
nokkuð greinilegt merki um að
Bandaríkin væru orðin heimslög-
regla sem réði við allt... líka geim-
verur.
Í kjölfarið fylgdu nokkrar
skemmtilegar myndir um geim-
verur og mannfólkið, þar á meðal
mynd Tim Burton um árásir
Marsbúa og Men in Black þar sem
geimverur og mannfólk búa sam-
an í sátt og samlyndi.
11. september árið 2001 var
heiminum hins vegar breytt aftur,
ný landamæri voru dregin og ný
ógn hafði myndast. Hryðjuverka-
árásirnar urðu til þess að Banda-
ríkin gerðu sér grein fyrir því að
þau höfðu ekki „hjúp“ utan um sig
eins og þau héldu. Það var hægt
að ráðast á þau.
Í War of the Worlds er greini-
legt að leikstjórinn nýtir sér eft-
irköst hryðjuverkanna. Tom Cru-
ise gengur meðal annars framhjá
töflu þar sem búið er að hengja
upp myndir af ættingjum sem
eru týndir. Eitthvað sem heims-
byggðin fékk ósjaldan að sjá
þegar atburðirnir 11. september
gerðust.
Fjandsamlegir kommúnistar e›a
vinalegir a›komumenn?
N‡jasta kvikmynd Stevens Spielberg, The War of the Worlds, var frums‡nd á dögunum. fiar rá›ast geimverur enn eina fer›ina á
jör›ina en á undanförnum fimmtíu árum hafa flær herja› á okkur í ‡msum myndum í bíóunum. fiær hafa einnig stundum veri›
nota›ar sem tákn fyrir raunverulega utana›komandi ógn. Freyr Gígja Gunnarsson brá sér út í geiminn og sko›a›i máli›.
INVADERS FROM MARS Í kvikmyndinni réðust geimverur frá Mars á jörðina. Þessar
geimverur hafa verið séðar sem kommúnistaógnin.
E.T. EXTRA TERESTRIAL Elliot og E.T urðu bestu vinir enda var geimveran óvenju
vinaleg af geimveru að vera. Engar blóðsúthellingar og útrýming.
WAR OF THE WORLDS War of the Worlds lýsir því þegar mannkynið verður fyrir árás geimvera. Það getur enga björg sér veitt.
Kvikmyndasérfræðingar segja myndina lýsa þeirri hryðjuverkaógn sem steðjar að hinum vestræna heimi.
INDEPENDENCE DAY Geimverurnar sem
hér birtust voru ekki komnar til þess að
eignast vini. Sem betur fer fyrir mannkynið
björguðu Bandaríkin deginum.