Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 47
LAUGARDAGUR 16. júlí 2005
MOTOCROSS
2. umferð Ís
landsmótsins
í Motocross
Í DAG!!!
KL. 14.00!!!
fer fram á s
tórglæsilegr
i braut á Álfs
nesi laugard
aginn16. júlí
Keppnin hefs
t klukkan 14
.00 // Ungling
aflokkar byr
ja að keppa k
l. 12.40
Mi›aver› a›
eins 500 kr.
// Frítt fyrir 1
2 ára og yng
ri.
ATH!!! Aðkom
a að svæðinu
:
Keyrt er í ge
gnum Mosfe
llsbæ í átt að
Kollafirði.
Þar eru mer
kingar um vi
nstri beygju
af fljó›veginu
m.
SPURNING: HVERS VEGNA
HYLJA KONUR BRJÓST Á
VESTURLÖNDUNUM EN EKKI
SUMS STAÐAR Í AFRÍKU?
Svar: Mismunandi hitastig í Afr-
íku og á Vesturlöndum hefur að
sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk
klæðir sig. Hins vegar er það ekki
einhlít skýring á því hvers vegna
lögð er áhersla á að konur hylji
brjóst sín á Vesturlöndum en ekki
sums staðar í Afríku. Frekari
skýringa þarf því að leita í menn-
ingu og samfélagsgerð þessara
heimshluta.
Tákn og táknkerfi
Ein undirstaða menningar og
samfélags manna eru tjáskipti.
Maðurinn ræður yfir tungumáli
sem gerir honum kleift að tjá
flóknar hugmyndir. Einnig nýtir
hann sér ýmis önnur tákn og tákn-
kerfi til að miðla þekkingu og
senda skilaboð. Líkami manna er
oft hentugur efniviður í slík tákn
og þá ekki síst sá sýnilegi munur
sem er á líkömum kvenna og
karla. Sá munur hefur með ýms-
um hætti verið notaður til að tákn-
gera mun á stöðu og hlutverki
kynjanna í samfélaginu.
Meginreglan þegar táknkerfi
eru annars vegar er sú að sérhver
menning býr sér til sinn eigin
táknheim. Því verður að lesa
merkingu táknanna í samhengi
þeirra hvert við annað og þann
menningarlega veruleika sem þau
tilheyra, þótt stundum sé merking
ákveðinna tákna í ólíkum samfé-
lögum borin saman. Þannig
tíðkast til dæmis sums staðar á
Papúa Nýju-Gíneu að karlar hylji
reður sinn í eins konar hulstri
sem verður lengra eftir því sem
þeir eldast og verða valdameiri.
Mannfræðingar hafa lesið í tákn-
rænu þessa siðs þannig, að með
honum sé mikilvægi karla sem
feðra áréttað. Jafnframt er lengd
reðurhulstursins sýnilegt tákn um
stöðu karlsins í samfélaginu.
Brjóst og móðurhlutverkið
Hið sama gildir um brjóst kvenna.
Það hvort þau eru hulin, gerð
áberandi eða einfaldlega ber, gef-
ur tilteknar upplýsingar og spegl-
ar menningarlegar hugmyndir
fólks. Ein aðferð við táknlestur-
inn, og til að skilja hvers vegna
brjóst kvenna eru hulin á Vestur-
löndum en ekki sums staðar í Afr-
íku, er að tengja brjóstin við móð-
urhlutverkið, þýðingu þess í sam-
félaginu og hvernig það markar
stöðu kvenna.
Konur fæða börn og hafa þau á
brjósti og því er þessi líkamshluti
þeirra kjörinn til þess að tákna
móðurhlutverkið. Á Vestur-
löndum er þetta hlutverk kvenna
rómað og jafnvel talið heilagt. En
hvers vegna eru brjóst kvenna þá
hulin? Til þess að leita skýringa á
því verðum við að skoða samfé-
lagsskipan Vesturlanda og
hvernig hún hefur þróast. Sé
kventískan á Vesturlöndum
skoðuð, sjáum við að brjóst
kvenna voru áður fyrr mun sýni-
legri en nú. Þau voru ýmist ber,
hálfhulin eða þeim nærri lyft upp
úr flegnum blússum. Á þessum
tíma var móðurhlutverkið sömu-
leiðis mun sýnilegra en nú.
Sýnileiki brjóstanna speglar
sýnileika móðurhlutverksins
Við iðnbyltinguna á Vesturlöndum
urðu skilin á milli einkarýmisins
(heimilanna) og almannarýmisins
(félagslega rýmisins utan heimil-
anna) mun skarpari. Atvinnu-
rekstur fluttist út af heimilum inn
í verksmiðjur og aðra vinnustaði í
almannarýminu, og heimilin sem
áður voru bæði vinnustaðir og
uppvaxtarstaður barna urðu að sí-
fellt einangraðra einkarými. Karl-
inn fór gjarnan út í almannarýmið
og sótti björg í bú en konur voru
heima og sinntu heimilisstörfum
og barnauppeldi. Móðurhlut-
verkið varð því ekki eins sýnilegt
og áður, og um leið var lögð meiri
áhersla á að hylja brjóst kvenna
með blússum og kjólum allt upp
undir höku. Það sást þó oft móta
fyrir brjóstunum undir þröngum
blússum. Menn vissu að brjóstin
voru þarna, rétt eins og menn
vissu að konur ólu upp börn sín
inni á heimilum, en hvort tveggja
var hulið augliti almennings.
Í samfélögum Afríku þar sem
konur hylja ekki brjóst sín er
móðurhlutverkið ekki síður mikil-
vægt en á Vesturlöndum. Aftur á
móti er því að stórum hluta sinnt í
almannarýminu, og skilin á milli
þess og einkarýmisins eru ekki
nándar nærri eins skörp. Sýnileiki
brjóstanna speglar því sýnileika
móðurhlutverksins. Einnig er
þess að gæta að í mörgum samfé-
lögum Afríku eru konur ekki
einar um að ala upp börn sín held-
ur er það í verkahring stærri hóps
ættingja og nágranna, kvenna
jafnt sem karla. Móðurhlutverkið
þarf því ekki að afmarka stöðu
kvenna þar eins og það gerir á
Vesturlöndum og brjóstin hafa
því ekki sama táknræna gildið í
þessu samhengi. Í slíkum samfé-
lögum skiptir því ekki eins miklu
máli að hylja brjóstin og undir-
strika með því stöðu kvenna.
Klæðnaður sendi skilaboð um
stöðu
Þannig speglar sú staðreynd að
brjóst kvenna eru hulin á Vestur-
löndum en ekki í sumum Afríku-
löndum ríkjandi hugmyndir um
konur í þessum samfélögum.
Staða kvenna á Vesturlöndum er
inni á heimilinu; þar sinna þær
hinu mikilvæga móðurhlutverki
sem samt sem áður er ósýnilegt
eins og brjóstin. Um leið undir-
strikar klæðnaðurinn oft brjóstin,
nú síðast með Wonderbra-brjósta-
höldum, og gefur þar með skýr
skilaboð um kynbundna stöðu
kvenna.
Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir, prófessor í mannfræði við HÍ
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafn-
aði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt
við að undanförnu eru: Rennir maður frönskum rennilás, hvað getið þið sagt mér
um flæmingja, eru orðin Ñöðruvísiì og Ñotherwiseì skyld, hvað eru stjórnmál, hvaða
matarvenjur tíðkast í Danmörku og hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var
það? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni
www.visindavefur.hi.is.
VÍSINDAVEFUR
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Hulin brjóst