Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 49

Fréttablaðið - 16.07.2005, Side 49
Gylltar augabrúnir Nýjasta æðið hjá súpermódelunum er að aflita á sér augabrúnirnar. Nánast allar aðalpíurnar ganga nú um með al- veg ljósar augabrúnir, þrátt fyrir að vera jafnvel með dökkt hár. Ástæð- an ku víst vera sú að það verði mun bjartara yfir andlit- inu og andiltsfallið skarpara. Augabrúnirnar eiga alls ekki að vera of mikið plokkaðar en engu að síður eiga þær að vera vel snyrtar. Þær hafa glettilega mikil áhrif á útlitið og því getur aflit- un verið skemmti- leg breyting á auðveldan hátt. Flest apótek selja aflitunarkrem fyrir óæski- leg hár og það er ekki mikið mál að skella því bara á augabrúnirnar. Þær sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig geta hins vegar pantað tíma hjá snyrti- stofu og í staðinn fyrir að fara í plokk- un og litun er nú málið að fara í plokk- un og aflitun. LAUGARDAGUR 16. júlí 2005 33 Ferðataskan í sumar Léttur öllari Besti ferðafélaginn SMEKKURINN BENEDIKT FREYR JÓNSSON PLÖTUSNÚÐUR OG TAKTSMIÐUR Le›urjakkinn hans afa í uppáhaldi Benedikt Freyr Jónsson er plötusnúð- ur og taktsmiður – oftast þekktur sem dj B-Ruff. Hann er meðlimur í hipphopp hljómsveitinni Forgotten Lores og eru þeir félagar þekktir fyrir að vera flottir í tauinu. Hjá FL er stíll- inn ekki blingbling og hausklútar a la 50 cent, heldur flottar skyrtur og flauelsbuxur. Spáir þú mikið í tískuna? Nei frekar lítið. Ég geng bara í því sem mér finnst flott. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Misjafnt eftir því hvernig skapi ég er í. Aðallega eru það „streetware“-merkin eins og Freshjive og Stüssy. Flottustu litirnir? Rauður og svartur. Hverju ertu veikastur fyrir? Skóm. Yfirleitt lágum strigaskóm, til dæmis frá Adidas. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég fékk gefins fullt af bolum frá Kaup- mannahöfn. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Núna finnst mér flottast þegar litirnir grænn, gulur og hvítur eru not- aðir saman. Svo er mikið af flottum gallabuxum núna. Hvað ætlar þú að kaupa í sumar? Það er ekkert ákveðið. Bara eitthvað sem ég lendi á. Uppáhaldsverslun? Ígulker og Exodus. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er mjög misjafnt. Ég kaupi yfirleitt föt í hollum, til dæm- is þegar ég fer til útlanda. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Það er engin flík sem ég gæti ekki verið án. Uppáhaldsflík? Leðurjakki sem amma gaf mér og afi átti. Hann er orðinn eldgamall. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Helst myndi ég vilja fara til Barcelona. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Zoo York skyrta sem ég hef aldrei farið í. Hún er græn, grá og svört með mynstri. Hún verður alltaf svo fáránleg á mér, eitthvað svo stór og mikil. Ofurpíur me› perlur Perlufestar eru alltaf klassísk- ar en undanfarið hafa þær ver- ið sérstaklega áberandi í tísku- blöðunum. Nú er málið að vera ekki bara með eina litla festi, heldur mörg lög af perlum og jafnvel nokkrar ólíkar festar. Allar týpur ættu að finna perlufesti við sitt hæfi því þær eru núna til í öllum stærðum, gerðum og litum. Glyspæjur eins og Jessica Simpson hafa sést með hefðbundin, þröng perluhálsmen vafin um háls- inn, en bóhempíur eins og Mary-Kate Olsen er með síðar perlufestar með stórum marg- litum perlum. Perlurnar eru mjög marg- nýtilegar því þær eru bæði el- egant við kvöldkjólinn og töff við gallabuxurnar. Festarnar fást mjög víða og eru ekki dýr- ar – nema auðvitað þær sem eru úr ekta perlum. PERLUFESTAR Auðvitað var Carrie með lúkkið á hreinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.