Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 52
16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Nú kom ég sjálfri
mér í feitan bobba.
Ég á miða á Snoop
Dogg á morgun en
það ku vera no, no
fyrir feminista að
mæta á tónleikana.
Eða réttara sagt
það er algjört no,
no fyrir einhvern yfir höfuð að
mæta á tónleikana samkvæmt
nokkrum feministum sem hafa mót-
mælt komu rapphundsins.
Ég ætla ekki að skipa Snoop á
bekk með snillingum á borð við
Radiohead og Sigur Rós en því
verður ekki neitað að Drop it like it's
hot er einfaldlega sjúklega flott lag,
eins og mörg önnur lög kappans.
Þegar ég spila fyrrnefnt “Slepptu
því eins og það sé heitt” á Ipodinum
á brettinu í World Class verð ég eins
og algjörlega tryllt rotta á hlaupa-
hjóli. Ég er reyndar í námi í mekka
rappsins og kannski undir banda-
rískum áhrifum, en ég var nú í tón-
listarskóla í áratug eða svo, takk
fyrir, og hef ansi góðan tónlistar-
smekk þó ég segi sjálf frá.
Það fyndna er að ég er enginn
svakalegur Snoop Dogg aðdáandi.
Ég get bara nafngreint eitt lag eftir
blessaðan manninn og er vandræða-
lega fáfróð um sögu hans. Samt var
ég tilbúin til að svíkja feministann
innra með mér og kaupa miða á tón-
leikana. Mamma mín benti mér á
þetta vandamál í gær. Þegar ég
keypti miðann hafði ég ekki hug-
mynd um að Snoop Dogg hefði
drepið mann og væri nauðgari og
gerði subbuleg myndbönd sem nið-
urlægja konur (þ.e.a.s. í meira mæli
en aðrir rapparar). Það hef ég mér
til málsbóta.
En ég verð að játa að það er nett
hræsni í því að predika um kvenrétt-
indi og fara svo á tónleikana og dilla
bossanum í takt við tónlist karl-
rembunnar eins og undirgefin
strengjabrúða. Það er líka nett
hræsni hjá Landsbankanum að vera
styrktaraðili tónleikanna þegar
hann er nýbúinn að styrkja kven-
réttindakonur vegna hátíðahaldanna
19. júní. Og ég er líka alveg sam-
mála feministunum um að það sé
ekki sniðugt að dreifa miðum til
óharðnaðra unglinga í Vinnuskól-
anum. En ég ætla samt á Snoop.
STUÐ MILLI STRÍÐA
RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR ER Í SÁLARKREPPU
Að fara eða fara ekki á Snoop Dogg
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Félagsmenn í
Neytendasamtökun
um athugið
Á heimasíðu Neytendasamtakanna www.ns.is er að
finna eftirfarandi nýjar markaðskannanir:
• 92 tegundir þvottavéla
• 72 tegundir uppþvottavéla
• 85 tegundir MP3 spilara
Einnig er þar ný gæðakönnun frá ICRT og góðar
upplýsingar um MP3 spilara. Lykilorð fyrir læstar
síður félagsmanna á www.ns.is er á bls. 2 í nýjasta
Neytendablaðinu.
Ertu félagsmaður? Árgjald er aðeins 3500 krónur.
Miðasala í Skífunni,
á event.is og í 575-1522
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Hey! Hvernig
hefur pabba-
strákur það í
da...
Bíddu...ég
þekki þennan
svip,
krumpað
nef...
hálflokuð
augu..... þú ert
að fara að-
-Hnerra!
Fjúff! Þarna
munaði mjóu!
Já þarna
munaði al-
deilis mjóu.
*sjúgi**A
atsjú
ú*
Hvað er nú
þetta, Lalli? Ískur
ískur
Plast-kóti-
lettan mín.
Þeir hafa gengið
of langt í gervi-
kjötframleiðslu.
mmfgp...
mmfgp?
mmfgpmn? mgpbml pgfnlmb
namblgxp
boflmn
xhgtmpdl
ftshbtl
fi fi fi!
Af hverju finnst mér eins og það
sé verið að gera grín að mér?
fgnpdl!
Þunnur í
dag?
Ekki
tala við
mig.
Æj æj æj! Ertu
búinn að vera að
öskra í stóra
hvíta postulíns-
símann?
Hátt
og
snjallt
Akkúrat!
Erum við að tala
um...
... í gegnum
nasirnar upp-
lifun?
Ekki tala
við mig!!