Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 16.07.2005, Qupperneq 56
40 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Laugardagur JÚLÍ ■ ■ TÓNLEIKAR  14.00 Snorri Sigfús Birgisson pí- anóleikari flytur íslensk þjóðlög í Ár- bæjarsafni.  16.00 Á sjöundu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu, laugar- daginn 16. júlí, kemur fram B-3 trío. Tríóið skipa þeir Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar, Agnar Már Magnússon á Hammond orgel og Erik Qvick á trommur. Aðgangur er ókeypis.  21.00 Spunagítarleikarinn og tón- skáldið Fred Firth heldur tónleika í Klink og Bank.  22.30 Jón Ólafsson heldur hljóm- leika í Fossatúni, Borgarfjarðarsveit, laugardaginn 16. júlí. Þar fer hann í gegnum sönglagahefti sitt í óeigin- legri merkingu, en Jón er höfundur margra laga sem þekktir söngvarar hafa gert vinsæl. Miðaverð 1000 kr. ■ ■ OPNANIR  13.00 Elín Anna Þórisdóttir opnar sýningu í Grunnskóla Drangsness. Sýningin stendur til 24. júlí. Elín sýnir ljósmyndir og málverk unnin með blandaðri tækni. Opnunartími er eftir samkomulagi.  14.00 Listasýningin Fært úr stað opnar í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Þar eru á ferð María Jóns- dóttir og Ólöf Helga Guðmundsdótt- ir, en þær útskrifuðust báðar frá Listaháskóla Íslands árið 2000. Salt- fisksetrið er opið frá kl. 11 til 18 alla daga.  15.00 Ásta Páls opnar málverka- sýningu í Þrastalundi. Þetta er 10. einkasýning listakonunnar. Sýningin stendur til 4. ágúst  16.00 Sigrún Rós Sigurðardóttir opnar einkasýningu í Gallerí Tukt, Hinu húsinu Pósthússtræti 3-5. Sýn- ingin stendur frá 16-30 júlí. Allir eru velkomnir á opnunina og síðar.  17.00 María Kjartansdóttir opnar ljósmyndasýninguna The hormone society. Sýningin stendur yfir til 12. ágúst.  20.00 Davíð Örn Halldórsson opnar sýningu sína Þriðja hjólið á Vesturveggnum, Skaftfelli, Seyðisfirði Sýningin stendur til 4. ágúst og er opin alla daga frá 12.00 til 22:00. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. N‡tt mynd- band frá Nylon Nýtt myndband við lagið Dans dans dans með stúlknasveitinni Nylon verður frumsýnt í kvöld- þætti Guðmundar Steingrímsson- ar á sjónvarpsstöðinni Sirkus á mánudagskvöld. Framleiðandi myndbandsins er Hannes Þór Halldórsson, sem ný- lega vann að „Hænumyndband- inu“ með Skítamóral. Eins og margir vita var Dans dans dans upphaflega sungið af diskó- flokknum Þú og ég og naut þá mikilla vinsælda. Höfundur lags- ins er Gunnar Þórðarson og texta- smiður Þorsteinn Eggertsson. ■ Þegar ferðamannatíminn er í hámarki seljast bækur um nátt- úru og sögu landsins eins og heitar lummur í bókaverslunum borgarinnar. „Það fer mest af ljósmyndabókum um Ísland sem ferðamennirnir taka með sér heim til minningar,“ segir Æsa Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Pennanum. „Ljósmyndasýning- arnar á Austurvelli virðast hafa töluverð áhrif á sölu bókanna. Í fyrra voru myndir úr bókinni Icelanders á Austurvelli og nú er það Faces of the North. Þessar bækur hafa fengið mikla athygli og rokseljast.“ Æsa segir Breta, Frakka, Þjóðverja og Kana vera helstu viðskiptavini ferðamanna- bókanna. „Á eftir ljósmynda- bókunum eru samtímaskáldsög- ur og Íslendingasögurnar vin- sælastar. Laxness er alltaf vin- sæll og eftir að Mýrin og Graf- arþögn voru gefnar út í erlendri þýðingu er Arnaldur í stöðugri sókn. ■ METSÖLULISTI FERÐAMANNABÓKA Í PENNANUM EYMUNDSSYNI OG BÓKA- VERSLUNUM MÁLS OG MENNINGAR LOST IN ICELAND – ENSKA Sigurgeir Sigurjónsson – Forlagið SAGAS OF THE ICELANDERS (Úrval Íslendingasagna á ensku) WONDERS OF ICELAND Helgi Guðm undsson INDEPENDENT PEOPLE Halldór Laxness – ICELANDERS – ENSKA Sigurgeir Sigurjónss., Unnur Jökulsd. AMAZING ICELAND (3 TUNGUM) Sigurgeir Sigurjónsson FACES OF THE NORTH - ENSKA Ragnar Axelsson ICELAND: THE WARM COUNTRY OF THE NORTH Sigurgeir Sigurjónsson XENOPHOBE'S GUIDE TO THE ICELANDERS Richard Sale LOST IN ICELAND – FRANSKA Sigurgeir Sigurjónsson 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Laxness og Arnaldur vinsælir Hátíðin Matur og menning á Blönduósi stendur yfir dagana 15-18. júlí. Matarljósmyndarinn Gísli Egill Hrafnsson er liðtæk- ur á hátíðinni en hann er með tvær ljósmyndasýningar. Önnur sýningin fer fram í Esso-skálan- um á Blönduósi en hin sýningin er sett upp í Hillebrandtshúsi en Gísli Egill vann hana í samstarfi við matreiðslumanninn Úlfar Finnbjörnsson. Í sama húsi sýnir líka Jón Sigurðsson frétta- ritari mannlífsmyndir frá Blö- nduósi. Í Esso-skálanum sýnir Gísli Egill matarljósmyndir sem hann vann með matardrottningu Ís- lands, Nönnu Rögnvaldardóttur, fyrir bækurnar Cool Cuisine og Cool Dishes. Þar eru hefð- bundnar íslenskar matarupp- skriftir settar í stíl hins norræna eldhúss af alkunnri snilld Nönnu. Þar breytist hefðbundinn plokk- fiskur með rúgbrauði í glæsilega rétti, enda Gísli Egill á bak við myndavélina. ,,Okkur Kristjáni B. Jónassyni, þróunarstjóra hjá Eddu, fannst það hæfilega geggj- uð hugmynd að tefla fram þess- um matarmyndum innan um ilm- inn af djúpsteikingarpottum Esso-skálans,“ segir Gísli Egill brosandi. Hann hefur verið einn helsti matarljósmyndari Íslands og hefur gourmet -tímaritið Gest- gjafinn notið krafta hans síðustu níu ár. Mataráhugi Gísla Egils kviknaði þegar hann var við ljós- myndanám í Frakklandi þar sem hann kynntist framandi matar- menningu. Hann segir að það ríki ákveðin viðhorf til matar og mat- armenningar í Frakklandi og að hefðirnar séu sterkar. ,,Í Frakk- landi hefur hvert hérað sitt sér- kenni og þar er lögð mikil áhersla á að rækta það. Matarhátíðin á Blönduósi minnir mjög á franskan kúltúr og mér finnst þetta frábært framtak, sérstak- lega af því að það styrkir ferða- þjónustuna. Ég held að ferða- þjónustan í dag gangi mikið út á mat og að magi fólks ráði för,“ segir Gísli Egill og bætir við að hann og Úlfar Finnbjörnsson hafi reynt að sækja í hefðir héraðsins. ,,Hér eru þekktustu veiðivötn landsins og mjög sterk hefð fyrir nýtingu þeirra,“ segir Gísli Egill sem er ekki bara ljósmyndari heldur líka lunkinn veiðimaður. Með matarljósmynduninni nær hann að sameina bæði vinnu og áhugamál. martamaria@frettabladid.is Gourmet matarmyndir í djúpsteikingarbrælu hjá Esso MATARLJÓSMYNDARI ÍSLANDS Gísli Egill Hrafnsson opnar tvær myndlistasýningar á Blönduósi. Reyktur píramídi. Myndin er hluti af sýningunni sem Gísli Egill heldur ásamt Úlfari Finnbjörnssyni. Love balls. Nanna Rögnvaldardóttir matbjó þessa dásamlegu ástarpunga. NYLON Stúlknasveitin Nylon hefur nýlokið við gerð myndbands við lagið Dans dans dans. Uppskeruhátíð Skapandi sumar- hópa Hins hússins, Laugardags Lúdó, er í dag í Iðnó á milli 14 og 16. Sautján sjálfstæðir hópar, skipaðir ungu fólki úr Reykjavík, hafa í sumar starfað við alls kyns listir, þar á meðal leiklist, tónlist, ritlist, dans og hönnun. Þau hafa ferðast út um allan bæ til að leyfa borgarbúum, sem og öðrum, að njóta listarinnar. Afrakstur starfsins í sumar verður til sýnis í Iðnó og má eiga von á ýmsum skemmtilegum upp- ákomum. „Það eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir Ása Hauksdóttir deildar- stjóri menningarmála Hins húss- ins. „Þetta verður stórskemmtileg sýning og allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi.“ Aðgangur er ókeypis. ■ GÖTULEIKHÚSIÐ Krakkarnir úr Götuleikhúsinu opna sýninguna. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Bók hans með myndum af Íslendingum selst vel. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H Ö RÐ U R Dagskráin í Iðnó: 13:55 Götuleikhús Hins hússins. 14:05 Strengjakvartettinn Loki. 14:08 Ása Hauksdóttir, deildarstjóri menningarmála Hins hússins, flytur fá- ein orð. 14:10 Afmyndað afkvæmi hugarfósturs. 14.16 – Svið group. 14:21 – Lesið á leiðinni – Lál. 14:28 Tónlistarhópurinn Gestalæti. 14:34 Listahópurinn Siggi. 14.40 Myndlistarhópurinn Hýðið. 14:46 Tónlistarhópurinn Drýas. 14:52 Skapleikur. 14:58 Hópurinn Íslendingar. HLÉ . 20 MÍN. KAFFI OG KLEINUR ! 15:23 Fjöllistahópurinn Farsældar frón. 15:30 Strengjakvartettinn Loki. 15:36 Snarsveit Reykjavíkur. 15:41 Íslenski þjóðsöngurinn. 15:47 Þrjár fræknar. 15:52 Fönkhljómsveitin Llama. Menning og listir fyrir alla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.