Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 16.07.2005, Blaðsíða 59
Útvarpsstöðin FM 957 stóð fyrir heldur undarlegum leik í morgunþætti sínum Zúúber. Hlustendum gafst kostur á, ef þeir höfðu áhuga á, að láta húðflúra andlit rapparans Snoop Dogg á sig fyrir ellefu miða. Á fimmtudagsmorg- uninn var nafn hins heppna dregið út en alls sóttu þrjá- tíu manns um, ellefu stelp- ur og nítján strákar. „Við drógum fyrst út stelpu sem hafði fengið pabba sinn með sér og hefði verið mjög fyndið að láta húð- flúra feðginin í beinni. Hún gleymdi hins vegar að setja með símanúmerið hjá sér,“ segir Svali, einn stjórnandi þáttarins. Sá „heppni“ reyndist hins vegar vera hinn 22 ára gamli Helgi Hrafn Halldórsson og fengu hlustendur að velja hvar húðflúrið ætti að lenda. Óæðri endinn varð fyrir valinu og Fjölnir Bragason, húðflúrasér- fræðingur Íslands, mætti til þess að setja andlitið á. Nokkrum andartökum síðar kom Snoop Dogg í ljós og Helga bauðst tólfti miðinn fyrir eina rass- skellingu á nýja húð- flúrið. Hann þáði miðann með þökkum og tárum, því það er víst ekki þægi- legt að fá högg á nýtt húð- f l ú r . H e l g i s j á l f u r var þó al- sæll enda með þrjú h ú ð f l ú r fyrir, eitt á brjóst- inu, annað á kálfan- um og það þriðja á bak- inu. „Ég var bara í góðu stuði í vinnunni og sendi nafnið mitt. Þá fékk ég að vita að ég væri kominn í einhvern pott og hélt þá að þar með væri þessu lokið,“ segir Helgi sem hafði nýlokið við að dreifa miðunum sínum út til vina og vandamanna. „Ég og kærastan höfðum líka reynt að leita leiða til þess að spara okkur nokkra þúsundkalla og komast á tónleikana.“ ■ Fékk Snoop á rassinn FJÖLNIR HÚÐFLÚRAMEISTARI OG HELGI HRAFN Myndin er ekki fullgerð því Fjölnir vildi leyfa myndinni að setjast áður en hann legði lokahöndina á verkið. Teiknimyndin Madagaskar er frá Dreamworks Animation, þaðan sem myndirnar tvær um Skrekk koma. Það voru því töluverðar væntingar gerðar til myndarinnar. Madagaskar segir frá fjórum vinum úr dýragarðinum í New York. Ljóninu Alex, sem er aðal- stjarnan og hálfgerð prímadonna, sebrahestinum Marty, flóðhestinum Gloríu og gíraffanum Melman. Í af- mælisveislu til heiðurs Marty stingur hann sjálfur upp á því að þau geri sér ferð út í óbyggðirnar. Hann fær dræmar undirtektir og ákveður að láta drauminn rætast upp á eigin spýtur. Vinir hans þrír elta hann uppi. Þau eru svo öll kló- fest og send til dýragarðs í Kenía. Tilviljanakennd atburðarás veldur því að þau lenda á eyjunni Mada- gaskar þar sem lemúakóngurinn Julien ræður ríkjum. Teiknimyndin Madagaskar gerir þá kröfu til sjálfrar sín að vera eng- inn eftirbátur Skrekks enda engar smástjörnur í aðalröddunum. Ben Stiller fer með hlutverk ljónsins, Chris Rock er sebrahesturinn, Jada Pinkett Smith flóðhesturinn og Dav- id Schwimmer gíraffinn. Þeim tekst vel upp í sínu en fá ekki jafn safa- ríkt handrit upp í hendurnar eins og oft hefur verið í teiknimyndum. Það verður þó að taka fram að aukaper- sónurnar stela senunni. Mörgæs- irnar og lemúakóngurinn, frábær- lega leikin af Sacha Baron Cohen (Ali G), eru stjörnur myndarinnar. Madagaskar nær ekki sömu hæð og Skrekkur... því miður. Hún fer ekki í hóp bestu teiknimynda sög- unnar. Eilítið vantar upp á að húmorinn heppnist fullkomlega. Madagaskar er þó hin mesta barna- skemmtun, það sönnuðu hlátra- sköllin í börnunum sem sátu með mér í bíósalnum. Henni mistekst hins vegar að höfða jafn vel til full- orðinna og Skrekkur eða Hákarla- saga og þar liggur munurinn. Freyr Gígja Gunnarsson Hin mesta barnaskemmtun MADAGASCAR LEIKSTJÓRAR: Eric Darnell og Tom McGrath LEIKARAR: Ben Stiller, Chris Rock, Jada Pinkett Smith og David Schwimmer NIÐURSTAÐA: Madagascar fer ekki í hóp bestu teiknimynda sögunnar. Hún er þó góð skemmt- un fyrir börnin sem ættu að skemmta sér vel yfir mörgæsunum og lemúakonunginum. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.