Fréttablaðið - 16.07.2005, Page 62
46 16. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Silfurrefurinn Egill Helgason erkominn til landsins
eftir afslöppun í
Grikklandi og er held-
ur betur spengilegur í
Íslandi í dag á Stöð 2
þar sem hann er
í afleysingum
um þessar
mundir. Egill er
vel útitekinn,
hefur lagt
nokkuð af og birtist glaðhlakkalegur
á skjánum í ljósum sumarfötum.
Fyrir vikið er þessi snaggaralegi fjöl-
miðlamaður orðinn enn
strákslegri en hann var
fyrir og gárungarnir hafa
á orði að hann minni
einna helst á Litla Prins-
inn úr samnefndri og sí-
gildri skáldsögu Frakk-
ans Antoine de Saint-
Exupéry en drengurinn
sem bjó einn á smástirni
liti örugglega út eins og
Egill ef hann skyti upp
kollinum nú,
rúmlega þrjátíu
árum eldri og
nokkrum kíló-
um þyngri.
Össur Skarphéðinsson, fyrrver-andi formaður Samfylkingarinn-
ar, er í banastuði eftir að hann lét af
formannsembættinu. Hann er dug-
legur að blogga á heimasíðu sinni,
http://web.hexia.net/roll-
er/page/ossur//, þar sem hann
segist meðal annars að sjálfsögðu
nota sumarið til þess að sinna póli-
tíkinni. Það sé því enginn friður fyrir
honum þar sem hann ætli ekki að
flatmaga á sólarströndum eða ver-
öndinni í sumarbústað. Þá sló Össur
heldur betur á létta strengi í Kvöld-
þætti Guðmundar Steingrímssonar
á sjónvarpsstöðinni Sirkus í vikunni
en þar viðurkenndi hann að hafa
fiktað við að reykja hass á sínum
yngri árum. Það gekk hins vegar
brösulega og Össur „hóstaði og
þaðan af verra“ og lét snarlega af
ósiðnum. „Það eru bjartar hliðar á
öllu í lífinu og hið góða við það að
vera ekki lengur formaður í stjórn-
málaflokki er að ég hef öðlast fullt
málfrelsi upp á nýtt og get viðr-
að skoðanir mínar á
öllu – jafnt R-listan-
um, Jóni Ásgeiri og
Snoop Dog,“ segir
Össur á blogginu. „Ég
er frjáls eins og fugl-
inn. Já, ég er eins og
forsetinn: Ábyrgð-
arlaus af stjórn-
arathöfnum!“
Lárétt: 1 nýtt, 6 málmur, 7 ullarhnoðrar,
8 hreyfing, 9 andi, 10 vel, 12 áhrif áfeng-
is, 14 lok, lok og Ö, 15 tónn, 16 tónn, 17
kostur, 18 skúmaskot.
Lóðrétt: 1 á ekki lífsvon, 2 svardaga, 3
tveir eins, 4 ákvæði, 5 tæki, 9 gylta, 11
ræma, 13 klórnatríum, 14 ábreiða, 17 sex.
Lausn.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Humar
1.290,-kr.kg
Ótrúlegt verð á fínum humri.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Sea Princess
Tíu mínútur
Í tvær mínútur
Hinsegin dagar verða haldnir dag-
ana 4.-7. ágúst og þar verður margt
um að vera. Hápunktur hátíðarinn-
ar verður án nokkurs vafa Gay
Pride-gangan árlega niður Lauga-
veginn á laugardeginum. Þá verður
ekki síður merkilegur atburður á
sunnudeginum þegar háður verður
knattspyrnuleikur á KR-vellinum í
Frostaskjólinu milli íslenskra
lesbía og bandaríska hommafót-
boltaliðsins New York Rambler
Soccer Club.
Að sögn Heimis Más Pétursson-
ar, framkvæmdastjóra Hinsegin
daga, var New York Rambler
stofnað árið 1980 og er fyrsta
skipulagða fótboltalið samkyn-
hneigðra í Bandaríkjunum.
„Þeir standa árlega fyrir New
York Indoor Classic Soccer í mars
og vikunni áður en þeir koma til
okkar keppir liðið á alþjóðlegu
móti samkynhneigðra í Dan-
mörku,“ segir Heimir Már.
Liðið sem New York Ramblers
mætir verður skipað hópi íslenskra
lesbía sem allar eiga það sameigin-
legt að spila fótbolta. Heimir Már
segir þó að þær allra bestu í
þessum hópi verði ekki með þar
sem þær geti ekki spilað vegna
tryggingarmála.
„Þetta verður hörkulið enda
stelpur sem hafa æft og spilað fót-
bolta lengi.“ Þá segir Heimir að
ekki verði gefið upp hver verði
dómari og hverjir línuverðir, það
sé algjört hernaðarleyndarmál.
„Þetta verður ekki venjulegur fót-
boltaleikur því þarna verða klapp-
stýrur og fleira í þeim dúr. Þetta
verður hinsegin leikur,“ segir
Heimir og hlær.
Leikurinn verður ekki alveg
ópólitískur, ef svo mætti að orði
komast, því með honum vilja
Hinsegin dagar vekja athygli á
stöðu samkynhneigðra í íþróttum.
„Samkynhneigðir íþróttamenn
hafa lengi orðið fyrir barðinu á for-
dómum meðal annarra iðkenda og
stundum þurft að hrökklast burt
frá liðum sínum og jafnvel hætta
ástundun íþróttar sinnar,“ segir
Heimir og bendir á að margir
þekktir íþróttamenn hafi verið
samkynhneigðir eins og til dæmis
ólympíuverðlaunahafinn Mark
Spitz. „Við viljum að strákar og
stelpur á viðkvæmum aldri geti
fengið að stunda sína íþrótt þótt
þau séu samkynhneigð.“
Þá er gaman að segja frá því að
vinnsla við kvikmyndina Strák-
arnir okkar, sem segir einmitt frá
samkynhneigðu fótboltaliði, er nú á
lokastigi. Verið er að hljóðvinna
hana, litgreina og semja tónlistina
við hana. Reiknað er með að
myndin verði frumsýnd í byrjun
september. freyrgigja@frettabladid.is
HEIMIR MÁR: BLÆS TIL HINSEGIN KNATTSPYRNULEIKS
Bandarískir hommar
mæta íslenskum lesbíum
Þröngar buxur á strákum. Nýverið fór fram herratískuvika íMílanó og sýndu margir flottustu hönnuðir heims línuna sína
fyrir vorið 2006. Afar áberandi var að karlmannsbuxurnar eru
orðnar ansi þröngar. Þetta er rosalega töff og minnir eilítið á stíl
rokkarans Pete Doherty. Þröngar dökkar gallabuxur, beinar niður
og útvíði stíllinn er algjörlega úti.
Rauðir Converse skór. Dwight í Sin Cityer í eldrauðum Converse-skóm en eins
og flestir vita er myndin í svarthvítu fyrir
utan einstaka hluti sem eru í lit og þar á meðal
rauðu skórnir hans Dwight. Converse skór eru klár-
lega inni í öllum litum en rauðir
eru ferlega heitir þessa dagana í kjölfarið af vin-
sældum Sin City.
Snoop Doggy Dogg. Hann spilar í Egilshöll ámorgun og ekki annað hægt að segja en að þessi
gamli rapphundur sé svo sannarlega inni hjá ungu
fólki í dag. Auðvelt er að dilla sér við tónlistina þó
svo að textarnir hans mættu oft vera innihaldsríkari.
Þrátt fyrir það verða þetta pottþétt trylltir tónleikar á
morgun.
Of mikið bling bling. Gott er að minnast á það að þósvo að Snoop Dogg sé inni þessa stundina þá er ekki
inni að klæða sig eins og hann. Það er ekkert að því að
vera í rapparastílnum en ekki yfirgera það með stórum
keðjum, klútum og óþarfa skrauti. Það vill enginn líta út
eins og hann sé með sama stílista og Ja-Rule.
Vegaframkvæmdir. Auðvitað eru vegaframkvæmdir óhjá-kvæmilegar og afar nauðsynlegar en ó hvað þær geta ver-
ið manni hvimleiðar. Hver er ekki orðinn þreyttur á þessum
appelsínugula keiluher sem hefur plantað sér á göturnar?
Þetta er eitt það leiðinlegasta við sumarið. Framkvæmdir úti
um allt, lokaðar götur og hjáleiðir á hverju strái. Það versta er
að þetta verður aldrei búið.
Að hunsa túrista. Setjum okkur nú í spor grey túristannasem þurfa að ferðast um landið okkar sem státar mjög
líklegra af lélegra samgöngukerfi en borgirnar þeirra. Ef þú
sérð túrista á gangi sem virðist vera villtur, stoppaðu þá og
bjóddu fram hjálp þína. Flest okkar hafa verið í þeirra
sporum, villt í ókunnri borg og þá er hjálp alltaf vel þegin.
Oft hafa þeir líka eitthvað skemmtilegt að segja um sína
upplifun á landinu okkar.
INNI ÚTI
HRÓSIÐ
Spáð er nú og spekúlerað í
hvaða leikkona hreppi aðalhlut-
verkið í kvikmyndinni Slóð fiðr-
ildanna eða A Journey Home
sem Liv Ullmann kemur til með
að leikstýra. Orðrómur var á
kreiki um að Óskarsverðlauna-
leikkonan Cate Blanchett kæmi
sterklega til greina fyrir aðal-
hlutverkið. Það kom því á óvart
þegar Jón Þór Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Saga Film, lét
hafa eftir sér í viðtali við Frétta-
blaðið að samningaviðræður
stæðu nú yfir við bandaríska
Óskarsverðlaunaleikkonu sem
væri búsett í London. Þar sem
Cate Blanchett ku vera áströlsk
beinast spekúlerasjónir nú að
Óskarsverðlaunaleikkonunni
Gwyneth Paltrow en hún er bú-
sett í London um þessar mundir
og sinnir þar uppeldi dóttur
sinnar Apple. Úrslitavaldið
hefur leikstjórinn Liv Ullmann,
norska leikkonan sem sjálf
hreppti Óskarinn fyrir hlutverk
sitt í kvikmynd Ingmars Berg-
man, Persona. ■
Cate Blanchett í Sló› fi›rildanna?
CATE BLANCHETT Ku hafa komið til
greina í aðalhlutverkið í Slóð fiðrild-
anna en Gwyneth Paltrow þykir nú
líklegur kandídat.
Þráðlausar
eftilitsmyndavélar
Fyrir heimili og fyrirtæki
VERÐ FRÁ 8.500 kr
Upplýsingar í síma 869-2688
...fær hugbúnaðarfyrirtækið
Maritech fyrir að hafa verið verð-
launað af Microsoft fyrir hugbún-
að sinn. Þetta sannar að þjóðin
getur ýmislegt fleira en að veiða
fisk.
Lárétt: 1 ferskt, 6 eir, 7 ló, 8 ið, 9 sál, 10
kýs, 12 rús, 14 læs, 15la, 16 as, 17 val, 18
kimi.
Lóðrétt: 1 feig, 2 eið, 3 rr, 4 klásúla, 5 tól,
9 sýr, 11 hæsi, 13 salt, 14 lak, 17 vi.
FRÉTTIR AF FÓLKI
NEW YORK RAMBLERS Hluti af bandaríska hommaknattspyrnuliðinu sem kemur hingað til lands til að etja kappi við íslenskar lesbíur.