Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,72 65,02 112,49 113,03 77,64 78,08 10,406 10,466 9,833 9,891 8,238 8,286 0,5764 0,5798 93,55 94,11 GENGI GJALDMIÐLA 26.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,00 4 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Rætt um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu: Sex fljó›ir vi› samningabor›i› PEKING, AP Bandarískir erindrekar ásamt sendinefndum frá Suður- Kóreu, Japan, Kína og Rússlandi settust við samningaborð í gær með fulltrúum ríkisstjórnar Norður-Kóreu til að ræða kjarn- orkuáætlun landsins. Samningaviðræðunum hefur verið síendurtekið frestað frá því síðasta haust og þykir því áfangi út af fyrir sig að ná Norður-Kóreu- mönnum að samningaborðinu. Sendinefndir hinna þjóðanna hafa lagst á eitt með að reyna að sann- færa Norður-Kóreumennina um að snúa frá kjarnorkuáætlun sinni. Christopher Hill, forsvars- maður bandarísku sendinefndar- innar byrjaði opnunarávarp sitt á fundinum í gærmorgun með því að leggja áherslu á að Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Norður- Kóreu. Eins sagði hann að engar áætlanir væru uppi um það að ráðast á landið. Nágrannarnir í Suður-Kóreu hafa lagt mikla áherslu á að við- ræðurnar takist vel enda hafa þeir mikilla hagsmuna að gæta. Þeir hafa meira að segja boðið Norður- Kóreu aðstoð í orkumálum snúi þeir frá kjarnorkuáætluninni. Óttast er að Norður-Kóreu- menn auðgi úran leynilega og noti til að reyna að koma upp kjarna- vopnum. Tony Blair segir Breta ekki hvika flumlung Forsætisrá›herra Bretlands sendi hry›juverkamönnum sk‡r skilbo› í gær. Tveir eftirl‡stra sprengjumanna fluttu a› sögn lögreglu á barnsaldri til Bret- lands frá Sómalíu og Erítreu. Fimm manns eru í haldi lögreglu. BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki „hvika svo mikið sem þumlung“ fyrir hryðjuverkamönnum og ekki láta þá hafa nein áhrif á stjórnarstefnuna, svo sem í Írak eða Miðausturlöndum. Bresk lög- regluyfirvöld upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir að hafa staðið að hinum mis- heppnuðu sprengjutilræðum í Lundúnum í síðustu viku séu lög- legir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu. Blair sagði þetta eftir fund með forystumönnum stjórnarand- stöðunnar þar sem hann ræddi ný hryðjuverkavarnarlög sem hafa það að markmiði að hindra að sjálfsmorðssprengjuárásir á borð við þær sem framdar voru 7. júlí gætu endurtekið sig, en þær kost- uðu 52 manns lífið auk árásar- mannanna fjögurra. Á mánaðarlegum blaðamanna- fundi sínum sagði Blair að við- brögð Lundúnabúa við árásunum 7. og 21. júlí hefðu verið „undra- verð“. „Lundúnabúar sæta mikilli prófraun en standa keikir,“ sagði hann. Spurður hvort virk þátttaka Breta í innrásinni í Írak hefði kynt undir hryðjuverkaárásum víða um heim og í Lundúnum sagði Blair að það væri engin af- sökun til fyrir verkum sprengju- mannanna. „Hvaða afsökun eða réttlæt- ingu sem þessir menn finna sér tel ég ekki að við eigum að gefa svo mikið sem þumlung eftir, ekki í þessu landi (...) né í Írak né Afganistan, né hvað varðar stuðn- ing okkar við Ísrael og Palestínu, né í stuðningi okkar við þá banda- menn sem við kjósum okkur, þar á meðal Bandaríkin. Við eigum ekki að gefa þessu liði einn einasta þumlung eftir,“ sagði Blair. Breska innanríkisráðuneytið upplýsti að tveir mannanna fjög- urra sem eftirlýstir eru vegna misheppnuðu sprengjuárásanna síðastliðinn fimmtudag hafi flust til Bretlands á barnsaldri, en fjöl- skyldur þeirra komu þangað sem flóttamenn frá Austur-Afríku. Annar heitir Yasin Hassan Omar, en hann var ellefu ára er hann kom til Bretlands frá Sómalíu árið 1992. Hann reyndi að sprengja sprengju í jarðlest við Warren Street-stöðina. Hinn heitir Muktar Said Ibrahim, einnig þekktur sem Muktar Mohammed Said, en hann kom til landsins tólf ára að aldri árið 1990, fékk dval- arleyfi árið 1992 og breskan ríkis- borgararétt árið 2004. Sprengjusérfræðingar rann- sökuðu grunsamlegt efni sem fannst í íbúð í Norður-Lundúnum sem Said er sagður hafa komið í nýlega. Bíll sem fannst þar ná- lægt var einnig rannsakaður. Alls eru nú fimm manns í haldi lögreglu í tengslum við rann- sóknina. audunn@frettabladid.is Flugvöllurinn á Bakka: N‡ flugstö› var víg› FLUGMÁL Ný flugstöð var í gær vígð við flugvöllinn á Bakka að viðstöddum samgönguráðherra og flugmálastjóra. Nýja flugstöð- in er 250 fermetrar og leysir af hólmi fimm sinnum minni flug- stöð sem byggð var árið 1997. Flugvöllurinn er aðallega nýtt- ur undir áætlunarflug Flugfélags Vestmannaeyja milli lands og Eyja en auk þess nýta einkaflug- menn flugvöllinn. Á þessu ári er reiknað með því að yfir 30 þúsund farþegar fari um flugvöllinn. Ef- laust njóta margir nýju flugstöðv- arinnar um komandi verslunar- mannahelgi enda fjölmargir á leið á Þjóðhátíð í Eyjum. ■ Staða forstjóra ÁTVR: Ellefu sóttu um starfi› ÁTVR Ellefu sóttu um stöðu for- stjóra ÁTVR en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Höskuldur Jónsson núverandi forstjóri lætur af störfum 1. september næst- komandi. Þeir sem sóttu um eru: Ágúst Einarsson viðskiptafræðingur Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri Elín Hanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Gústaf Níelsson þáttagerðarmaður Hanna Björk Ragnarsdóttir viðskiptafr. Ívar J. Arndal aðstoðarforstjóri María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur Pétur Stefánsson rekstrarhagfræðingur Ragnar Birgisson rekstrarhagfræðingur Sigurður I. Halldórsson lögmaður Þorsteinn Þorsteinsson rekstrarhagfr. STEKKJASTAUR Er hugsanlega staddur á Al- heimsmóti jólasveina í Kaupmannahöfn. Alheimsmót jólasveina: Vilja regluger› um reykháfa DANMÖRK Yfir hundrað jólasveinar kepptu í gær í reykháfsklifri á Al- heimsmóti jólasveina sem nú stendur yfir í Danmörku. Jóla- sveinarnir komu víðs vegar að úr heiminum á þriggja daga mót til þess að ræða ýmis mikilvæg mál- efni er varða meðal annars starfs- aðstæður jólasveina nú til dags. Einnig verður keppt í hinum ýmsu greinum og gengið verður í skrúð- göngu um Kaupmannahöfn. Jólasveinarnir undirbúa álykt- un frá Alheimsmótinu þar sem þess verður meðal annars krafist að gefnar verði út samræmdar reglugerðir um breidd reykháfa í löndum Evrópusambandsins. - sda SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Tjöld -landsins mesta úrval í Tjaldalandi við Glæsibæ Aztek Plus 4ra manna Rúmgott kúlutjald. Stórt fortjald með þremur gluggum. Verð 19.990 kr. Verð áður 24.990 kr. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐRIÐ Í DAG Tekinn á 208 kílómetra hraða: Fékk a› keyra áfram LÖGREGLA Ungur maður var tekinn á 208 kílómetra hraða á Reykjanes- braut í fyrrinótt en þar er há- markshraði níutíu kílómetrar. Fékk maðurinn að halda áfram för sinni eftir það en svipting ökuréttinda á staðnum hefur ekki viðhafst hjá embætti Lögreglunnar í Keflavík í langan tíma að sögn lögregluþjóns. Maðurinn á þó von á því að verða sviptur ökuréttindum þegar mál hans verður tekið fyrir auk þess sem hann á yfir höfði sér háa sekt. - ht Ökuréttindalaus unglingur: Eltur eftir fljó›veginum LÖGREGLUMÁL Lögregla veitti sextán ára réttindalausum öku- manni eftirför frá Þorlákshöfn, eftir veginum fram hjá Eyrar- bakka og Stokkseyri í átt til Selfoss þar sem hann var stöðvaður snemma í gærmorgun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um klukkan sex um undarlegt aksturslag bifreiðar sem meðal annars var ekið á brunahana í Þorlákshöfn. Stöðvunarmerkjum lögreglunnar var ekki sinnt og bif- reiðinni því veitt eftirför. Tveir jafnaldrar ökumannsins voru einnig í bílnum en þremenningarnir eru grunaðir um að hafa stolið bifreið- inni í Kópavogi. - ht BÍLL RANNSAKAÐUR Vopnaður lögreglumaður gætir vettvangs við Strawberry Vale í norð- urhluta Lundúna í gær, þar sem bíll sem talinn er tengjast eftirlýstum tilræðismönnum var rannsakaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BÍLVELTA Bíll fór út af veginum og valt við Hellisholt, um fjörutíu kílómetra vestur af Höfn í Hornafirði í fyrrinótt. Ökumaður- inn var einn í bílnum og að sögn lögreglu á Höfn slasaðist hann lítið og slapp með skrámur. RÆTT VIÐ BLAÐAMENN Christopher Hill, talsmaður Bandaríkjastjórnar og Song Min- Soon, aðstoðarutanríkisráðherra Suður- Kóreu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.