Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 12
VR MÓTIÐ Verðlaun (með og án forgjafar) 1. sæti: Evrópuferð fyrir tvo með Icelandair 2. sæti: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob 3. sæti: 10.000 króna gjafakort frá Nevada Bob Mótsgjald er kr. 3.000 fyrir félagsmenn VR og kr. 3.500 fyrir aðra. Skráning hjá GR í síma 585 0210 og á www.golf.is. Opna VR mótið verður haldið laugardaginn 30. júlí á Grafarholtsvelli. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punkta- keppni, einnig verða veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum vallarins. Fyrir mót býður VR keppendum uppá bolta á æfingasvæðinu í Básum. Verðlaun fyrir flesta punkta kvenna: 20.000 króna gjafakort frá Nevada Bob. Nándarverðlaun 10.000 gjafakort frá Nevada Bob. F í t o n / S Í A 12 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Erum bókstaflega á kafi Á sumrin vill skólafólk gjarnan slaka á og fæstir leiða hugann að náms- bókunum ótilneyddir. Það á þó ekki við um starfs- fólk Bóksölu stúdenta sem stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa ösina fyrir haustið. „Við erum bókstaflega á kafi í bókum,“ segir Guðmundur Ingi Markússon, starfsmaður Bóksölu stúdenta en um þessar mundir streyma námsbækurnar inn fyrir haustið. Bóksalan þjónustar flesta háskóla landsins og einstaka fram- haldsskóla og mikið mæðir á starfsfólkinu þessa dagana. Guð- mundur Ingi hefur, ásamt öðrum, veg og vanda af því að taka bóka- sendingarnar upp úr kössum og koma þeim haganlega fyrir. „Varlega áætlað eru þetta um fjörutíu tonn af bókum sem við fáum fyrir haustið,“ segir Guð- mundur, sem var í óða önn við að ganga frá stærstu sendingunni til þessa í sumar, þegar blaðamaður sló á þráðinn. „Ég geri ráð fyrir að við fáum um þrjú þúsund titla á ári, þar af tvö þúsund fyrir haustönnina,“ bætir hann við. Hver einasti fermetri verslun- arinnar er nýttur til hins ýtrasta og eðlisfræðilegum lögmálum nánast storkað til að búa til meira pláss. „Það gera sér ekki allir grein fyrir því að undir versluninni er kjallari sem er þó nokkurt gímald, en við komum fráleitt öllum bókunum fyrir þar og megum þar af leiðandi ekki láta einustu glufu fara til spillis,“ segir Guðmundur. Starfið reynir þó ekki aðeins á skipulags- gáfu og útsjónarsemi starfsmanna heldur einnig á þrekið, enda þurfa Guðmundur og félagar að bera fleiri tonn fram og til baka eftir löngum göngum og upp og niður bratta stiga. „Jú, þetta er vissulega puð,“ viðurkennir hann „en það er líka ágætt að fá dálitla líkamsrækt í vinnunni“. Að öðru leyti er rólegt um að lit- ast í Bóksölunni, en fyrirhyggju- sömustu stúdentar eru þó byrjaðir að vitja lesefnisins fyrir veturinn. „Það er mikill vertíðarbragur á þessu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ösin byrjar í alvöru í lok ágúst og eins gott að hafa allt klappað og klárt í tæka tíð.“ bergsteinn@frettabladid.is Sterkur grunur leikur á að eldislax hafi veiðst á stöng í Breiðdalsá í síð- ustu viku. Stangveiðimenn og um- hverfissinnar hafa lengi bent á hættuna á að eldislax slyppi úr kvíum sínum. „Það er óneitanlega áhyggjuefni ef að eldislax blandast saman við villtan lax,“ segir Sólveig Samúelsdóttir, tannsmiður og söngkona. Sjálf var hún einmitt að koma úr Veiðivötnum en segist þó fara í veiði til að njóta útiverunnar frekar en að fisksins vegna. Sólveigu finnst ekki skrítið að stangveiðimenn hafi áhyggjur, enda vilji þeir eðlilega draga villtan lax að landi. „Svo er auðvitað spurning hvaða áhrif þetta hefur á stofninn, en ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikla þekkingu á erfðafræði laxa.“ Sólveig borðar stundum lax, þá eink- um reyktan eða grafinn. „Það er helst þegar ég fer til mömmu, hún gerir svo góða laxrétti.“ SÓLVEIG SAMÚELSDÓTTIR SÖNGKONA. Áhyggjuefni ELDISLAX Í LAXVEIÐIÁM. SJÓNARHÓLL Það var yndisleg tilfinning að komast yfir þúsund kílómetra markið í gær. Það er alltaf gaman að hafa fjögurra stafa tölu. Nú er líka farið að styttast verulega í annan endann á þessari löngu göngu og einungis níu dagar eftir. Við erum nú staddir í Húnavatnssýslunni. Í gær gengum við bæði í sólskini og þoku, skrítið veður en hið besta til göngu. Við fórum á mánudagskvöld í heimsókn til hins mæta útvarpsmanns „þetta er Grímur Gíslason sem talar frá Blönduósi“ og áttum með honum góða stund. Þótt lögreglan á Blönduósi sé þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka þegar kemur að hraðamælingum höfum við sloppið við afskipti hennar enda reynir trússbíllinn að halda sér á löglegum hraða. Okkur þætti þó ekki úr vegi að eitthvað yrði tekið á sleðunum sem keyra allt of hægt á þjóðvegum landsins. Við vorum á leið í sund inni í Svínadal í gær þegar við tókum fram úr bíl með tjaldvagn í eftirdragi sem dólaði á fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund. Hann var greini- lega ekki mikið að flýta sér því hann tók sér tíma til að stöðva bílinn, vinda sér út og skamma okkur fyrir að ausa yfir hann grjóti sem okkur finnst óskiljanlegt að gæti hafa gerst. Nú nálgumst við Strandirnar en Guðbrandur er ættaður þaðan. Það blundar í mönnum draumur að skella sér í lundaveiði eftir göngu á föstudag en við ætlum þó að bíða og sjá hvað veðurfræðingar hafa um það að segja. Kær kveðja, Bjarki og Guðbrandur Skamma›ir fyrir a› ausa grjóti HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „fietta gekk rosalega vel, ég rata›i.“ ÁSGEIR EIRÍKSSON, FRAMKVÆMDA- STJÓRI STRÆTÓ BS. Í DV. „Vi› bí›um eftir vagni sem átti a› vera kominn fyrir korteri en fla› er svo gott ve›ur a› fla› skiptir ekki máli.“ AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR STRÆTIS- VAGNAFARÞEGI Í FRÉTTABLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ GUÐMUNDUR Á LAGERNUM Guðmundur segir mikinn vertíðarbrag á skólabókamarkaðnum og ösin hefjist fyrir alvöru í ágústlok. Sýningin Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði opnaði með pompi og prakt á laugardaginn var. Þetta er annar áfangi Galdra- sýningarinnar á Ströndum sem var opnuð fyrir fimm árum á Hólmavík en þriðji áfanginn verður í Trékyllisvík. „Formaður ferðamálaráðs, Einar Guðfinnsson, opnaði sýn- inguna formlega. Hann beitti til þess lásagaldri og fór með réttar særingar til að ljúka upp gáttinni,“ segir Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Galdrasýning- arinnar en vel á annað hundrað manns fylgdust með særingum alþingismannsins. „Við erum að búa til ímynd- aðan heim almúgamanns á saut- jándu öld sem hefur staðið í kukli en hann notar galdurinn sem hjálparmeðal í lífsbaráttunni,“ segir Sigurður um efni sýningar- innar. „Við fáum að skyggnast inn í hugarheim fátæka leiguliðans og sjá hvað venjulegt almúgafólk var að sýsla við þegar kom að galdri,“ segir hann, en sérstök áhersla er lögð á jarðbundna galdra sem miða að því að láta grasið spretta betur, kýrnar mjólka meira og koma í veg fyrir að menn drukkni í sjó. Sýningin er opin alla daga frá tíu til sex. - sgi Særingar í kotb‡li kuklarans GALDRAEGG Á UPPBOÐI Sigurður Atlason bauð upp galdraegg við opnunina en hænur, sem eru hluti af sýningunni og breytast í tröll á næturnar, höfðu verpt þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð AÓheppnir smyglarar: Kókaín í óskilum Það er alþekkt vandamál að töskur týnist í millilandaflugi og hafa ófáir ferðamenn tapað einhverju á þennan hátt. Hins vegar er ólík- legt að fjárhagslegt tjón þeirra jafnist á við það sem óþekktur eiturlyfjasmyglari hefur þurft að þola. Lögreglan á flugstöðinni í Vín í Austurríki fann á dögunum 24 kíló af kókaíni í tösku sem verið hafði í óskilamunadeild flugvallar- ins í yfir mánuð. Talið er að and- virði fíkniefnanna sé sextán mill- jónir Bandaríkjadala. Eiturlyfin voru í 22 pokum sem vafið var inn í illa lyktandi olíu- borinn pappír, að öllum líkindum til að villa um fyrir vel þjálfuðu nefi fíkniefnahunda. Ferðataskan hafði fyrir mistök verið skráð inn í Mexíkóborg ásamt ferðatöskum sextíu ára austurrísks ferða- manns sem síðar skildi töskuna eftir í óskilamunadeild Vínarflug- vallar. - sgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.