Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 1
Kynósa karnival á Broadway SIRKUSSTJÓRINN JIM ROSE: ▲ UNGT FÓLK 28 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 Nýtt viðs kipta blað með Fré ttablaði nu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið YFIRLEITT BJARTVIÐRI Hætt við þokulofti með ströndum landsins, einkum þó norðan og austan til. Hiti 8-20 stig, hlýjast til landsins vestan og norðvestan til. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2005 - 201. tölublað – 5. árgangur Skagamenn spila vel Ungt lið Skagamanna vann góðan 1–3 sigur í Grindavík í gær og hefur náð tíu stigum út úr síðustu tólf leikjunum sínum í Landsbankadeild- inni. ÍA er komið upp að hlið Fylki í 5. sætinu. ÍÞRÓTTIR 24 Langskemmtilegasta nútíma- útfærslan Pétur Y. Yamagata krafðist endurút- gáfu á Fantastic Four sögunni 1234 en hún var prentuð á dögunum fyrir tilstilli Péturs og félaga hans í Nexus. Kvik- myndin um fjór- menningana verður frum- sýnd tíunda ágúst. FÓLK 34 Hreinar línur Það er einn helsti galli á stjórnarfari lýðveldisins eins og það hefur þróast að kjósendum gefst hvorki kostur á að dæma stjórnendur af verkum sínum né veita annarri stjórnarstefnu fylgi sitt. Í DAG 18 Fór í prufubrú›- kaupsfer› HELGA BENEDIKTSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● ferðir 300 KÍLÓA FIMLEIKAMAÐUR ▲ VEÐRIÐ Í DAG BANDARÍKIN, AP Geimskutlunni Discovery var í gær skotið af stað frá geimferðamiðstöð NASA á Canaveral-höfða á Flórída. Geim- skotið tókst vel, en þetta er í fyrsta sinn í tvö og hálft ár sem Bandaríkjamenn senda mannað geimfar á loft. Columbia-slysið árið 2003, er geimskutla sundr- aðist þegar hún flaug inn í gufu- hvolfið, olli því að allar geimskutl- urnar voru kyrrsettar uns örygg- ismálin höfðu verið rækilega yfir- farin. Til stóð að skjóta Discovery á loft fyrir hálfum mánuði, en þá reyndust eldsneytisnemar bilaðir. Í húfi var ekki aðeins líf áhafnar- innar heldur einnig orðstír Banda- ríkjanna sem forystuþjóðar geim- tækninnar. Fyrir áhöfn Discovery fer Eileen Collins, fyrsta konan sem stýrir geimskutluleiðangri. Ferð- inni er heitið í alþjóðlegu geim- stöðina sem er í smíðum með ýmsan búnað. Þar framkvæmir áhöfnin ýmsar tilraunir. - aa Fyrsta geimskutluskotið í Bandaríkjunum frá árinu 2003: Discovery komin út í geim Mótmælendur virkjunar reknir úr tjaldbú›unum Mótmælendum vi› Kárahnjúka hefur veri› gert a› yfirgefa tjaldbú›ir sínar fyrir hádegi í kjölfar har›ra átaka vi› lögreglu í fyrrinótt. Mótmælendur eru mjög ósáttir vi› framgöngu lögreglu í átökunum flegar flrír Bretar voru handteknir. Ekki eru lagaheimildir fyrir flví a› vísa mönnunum flremur úr landi. MÓTMÆLI Mótmælendum hefur verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar við Kárahnjúkavirkjun í kjöl- far harðra átaka við lögreglu í fyrrinótt. Prestssetrasjóður veitti mótmælendum heimild til þess að tjalda á svæðinu en hún var aftur- kölluð eftir beiðni frá sýslu- manninum á Seyðisfirði. Mótmælendunum hefur verið gefinn frestur til hádegis til þess að taka saman tjaldbúðirnar að sögn Birgittu Jónsdóttur, tals- manns mótmælenda í Reykjavík. Ef fyrirmæli um að yfirgefa svæðið verða ekki virt grípur lög- regla til aðgerða að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumanns. Enginn uppgjafartónn er þó í mótmælendum að sögn Birgittu en þeir munu vera að kanna hvort hægt sé að tjalda á öðrum stöðum í nágrenninu. Hún segist ekki hafa rætt þau mál við kollega sína á Kárahnjúkum af hræðslu við að lögreglan hleri símtölin. Helgi taldi í gær hæpið að mótmælendur fái leyfi til þess að tjalda annars staðar. „Heimildin var gefin í þeirri trú að þarna yrðu friðsamleg mót- mæli,“ segir Helgi Jensson, fulltrúi sýslumanns. „Sú hefur hins vegar alls ekki orðið raunin heldur hafa menn beinlínis sýnt af sér gróft ofbeldi.“ Mótmælendurnir eru ósáttir við framgöngu lögreglu í átökunum í fyrrinótt sem enduðu með því að þrír Bretar voru handteknir og fluttir til Egilsstaða. Þeir segja mótmælin hafa farið friðsamlega fram þar til lögregla kom á staðinn. „Lögregla skipaði bílstjórum vinnuvéla sem mótmælendur höfðu hlekkjað sig við að ræsa þær,“ segir í yfirlýsingu frá hópn- um. Þar segir enn fremur að kona úr hópnum hafi verið beitt kyn- ferðislegri áreitni og lögregla hafi haldið manni niðri meðan öryggis- verðir gengu í skrokk á honum. Helgi segir ávirðingar um að of harkalega hafi verið gengið fram alrangar. „Auðvitað skapast aukin harka í átökum ef mótmælendur ráðast að lögreglu,“ segir hann. Gerð var krafa um að þremur Bretanna sem handteknir voru yrði vísað úr landi en Útlendinga- stofnun telur ekki lagaheimildir til þess. „Það gilda mjög ströng skil- yrði um brottvísun borgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og við teljum þeim ekki hafa verið fullnægt,“ segir Björk Viðars- dóttir, lögfræðingur á Útlendinga- stofnun. - ht Á LEIÐINNI ÚT Í GEIM Geimskutlan Discovery tekur á loft frá Canaveral-höfða í gær. Fjöldi fólks fylgdist með geimskotinu sem heppnað- ist vel. Eileen Collins stýrir leiðangrinum - fyrst kvenna. Besti ferðafélaginn Ferðataskan í sumar Léttur öllari Metafkoma Íslandsbanka: 7,5 milljar›a hagna›ur VIÐSKIPTI Íslandsbanki hagnaðist um 7,5 milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi og hefur bankinn aldrei hagnast meira á einum fjórðungi. Bjarni Ármanns- son, forstjóri bankans, segir uppgjörið sýna að reksturinn standi traustum fótum á öllum sviðum bankans. Erlend starfsemi bank- ans sé farin að skila verulegum hluta tekna hans og um 60 prósent af lánum bankans séu til erlendra aðila. Íslandsbanki hefur tekið miklum breytingum að undanförnu með kaupum á norska bankanum BN- bank og með sölunni á Sjóvá. Heild- areignir bankans hafa tvöfaldast frá áramótum og eru nú 1.335 mill- jarðar króna. Sjá nánar Markaðinn / -dh BJARNI ÁRMANNSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.