Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 42

Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Gunnar Jónasson, kaupmaður í Kjötborg, segir besta ráðið kom- ið úr Biblíunni en þar stendur einhvers staðar að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra: „Boð- skapurinn er sá að bera jafna virðingu fyrir öllum hvort sem þeir eru háir eða lágir.“ Hann bætir við að þetta hafi reynst sér vel í áratuga verslun- arrekstri: „Við höfum verið lengi í þessum bissness og lifað af í gegnum súrt og sætt. Ég held að lykillinn að því sé gagnkvæm virðing milli okkar og kúnnans.“ Ráðið hefur Gunnar frá for- eldrum sínum sem lögðu alla tíð mikla áherslu á umburðarlyndi. Gunnar segist þó ekki vera sér- staklega trúaður: „Ég er svona jólatrúaður eins og flestir Íslend- ingar. Maður getur alltaf notað Biblíuna og aðrar bækur sér til hagsbóta ef maður vill nýta það sem í þeim er.“ - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Flestir áhugamenn um knattspyrnu muna ef- laust eftir Andra Sigþórssyni. Andri var á sínum yngri árum ein allra bjartasta von Ís- lendinga í sparkinu, hann hóf ferilinn hjá KR og spilaði víða erlendis; með þýska stórliðinu Bayern Munchen, í Austurríki með Salzburg og loks með norska liðinu Molde. Andri á þess utan að baki fjölda landsleikja með öllum landsliðum Íslands. Meiðsli settu hins vegar ávallt strik í reikninginn og svo fór að lokum að hann neyddist til að leggja skóna á hilluna. Andri býr enn í Molde en kemur hvergi nálægt bolt- anum, heldur rekur hann sex bakarí á vestur- strönd Noregs. BAKARAMEISTARINN FYRIRMYNDIN Andri á ekki langt að sækja bakaragenin, fað- ir hans er Sigþór Sigurjónsson sem lengi hef- ur rekið Bakarameistarann, þeir feðgar reyna hins vegar að halda sig sem allra fjærst brauðinu, enda báðir með ofnæmi fyr- ir hveiti: „Ég var svolítið langt niðri eftir að ég þurfti að hætta í fótboltanum. Ég vildi gefa boltanum algert frí og þá lá beinast við að fara í brauðin, enda er maður nánast fædd- ur í hveitiskúffunni. Þar er kannski komin skýringin á hveitiofnæminu.“ Fjárfestingafélag sem er að 65 prósent hluta í eigu Andra, Angvik Island, á 60 pró- sent í Brauði og Bollum, þá eiga tvö rótgróin norsk bakarí; Molde kaker og Tor Sevaldsen konditori, tuttugu prósent hvort. Andri er titlaður forstjóri fyrirtækisins: „Norðmennirnir koma með þekkingu á norska markaðnum í reksturinn. Þeir þekkja þetta út og inn, Molde Kaker hefur til að mynda verið í eigu sömu fjölskyldunnar í hundrað ár.“ Andri fer ekkert í felur með það að fyrir- myndin er sótt til pabba gamla í Bakara- meistaranum: „Þegar ég var að fá félagana með mér í reksturinn bauð ég þeim til Ís- lands, sýndi þeim bakaríið hjá pabba og sagði þeim hvað ég væri að hugsa. Þeir þurftu ekki langan tíma til umhugsunar.“ „GERI ÞETTA BARA SJÁLFUR“ Andri á norska sambýliskonu og hefur komið sér vel fyrir í Molde. Hann segir Norðmenn hins vegar svolítið á eftir í mörgu. Áður en Brauð og bollur hafi komið til sögunnar hafi í rauninni sama bakkelsið verið á boðstólum sama hvar komið var niður á vesturströnd- inni. Hann man nákvæmlega eftir því augna- bliki þegar hugmyndin að fyrirtækinu fædd- ist: „Ég var nýhættur í fótboltanum og sat inni á kaffihúsi, maturinn var ekkert sérstak- ur frekar en venjulega. Þá rann upp fyrir mér að ég hafði ekki fengið ætan bita á kaffi- húsi þessi þrjú ár sem ég hafði dvalið í Nor- egi. Þá ákvað ég að best væri að gera þetta bara sjálfur.“ Bakaríin hafa hlotið góðar viðtökur: „Þetta hefur reynst feikivinsælt og við höfum tröllatrú á því sem við erum að gera. Fólk hringir í mig nokkrum sinn- um í viku og vill fá að setja upp Brauða og bollu bakarí í sínum heima- bæjum. Maður hefur þurft að neita því hingað til enda er mikilvægt að fara ekki fram úr sjálfum sér. Nægur hefur vöxt- urinn þó verið, sex bakarí á einu og hálfu ári.“ SAMA SIGURTILFINNINGIN Hjá Brauði og bollum starfa nú fimmtíu manns. Hagnaður fyrstu búðarinnar sem sett var upp í Molde, jókst um hundrað prósent síðasta hálfa árið. Áætlað er að velta fyrir- tækisins verði á næsta ári 350 til 400 milljónir króna. „Við stefnum að því að búa til bakarískeðju á landsvísu. Fyrst þurfum við að koma okkur vel fyrir á vesturströndinni, ná kannski tíu bakaríum. En síðan eftir tvö til þrjú ár ætlum við okkur lengra með þetta. Það er þó vita- skuld mikilvægt að fara ekki of geyst.“ Andri segist raunar hafa skellt sér út í djúpu laugina þegar farið var af stað með reksturinn, enda ekki menntaður bakari: „Ég skellti mér út í þetta án þess að hafa til þess bakgrunn enda ætlunin að vera enn þá að spila fótbolta. Reksturinn er raunar ekki svo ólíkur boltanum, maður er að berjast daginn út og inn. Svo þegar maður fær gott uppgjör í hend- urnar er það sama sigurtilfinningin. Ekki ólíkt því að vinna Íslandsmót“. Andri er mikið að keyra á milli útibúa og sjá til þess að allt gangi eins og smurt. Hann segir það ekki sinn stjórnunarstíl að læsa sig inni á skrifstofu og grúska í tölfræði: „Ég er með fagfólk í því. Þetta er hins vegar mikil vinna, það þarf að vakna snemma og fara seint að sofa. Ég er heppinn að eiga góða og skiln- ingsríka fjölskyldu.“ Brauð og bollur Forstjóri: Andri Sigþórsson Útíbú: Sex Starfsmenn: Fimmtíu Áætluð velta næsta árs: 350 til 400 milljónir króna Eignarhald: Angvik Island 60%, Molde Kaker 20% og Tor Sevaldsen konditori 20% Bakarinn með hveitiofnæmið Andri Sigþórsson rekur bakaríkeðjuna Brauð og bollur sem starfar á vestur- strönd Noregs. Hann tjáði Jóni Skaftasyni að fyrirtækið hafi fengið fljúgandi start; á einu og hálfu ári hafi sex útibú verið sett á laggirnar og að stefnan sé sett á fleiri áður en langt um líður. DR. DANIEL L. HARTMAN mun gegna stöðu framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Íslenskri erfðagreiningu og stýra prófunum fyrirtækisins á nýj- um lyfjum við al- gengum sjúkdóm- um. Dr. Hartman er 43 ára og hefur undanfarin ár stýrt alþjóðlegum klínískum rannsóknum Pfizer á ofnæmi og öndunarfærasjúkdómum. Áður starf- aði hann í tvö ár við klínískar lyfjarann- sóknir á lyfjum gegn hjarta- og æða- sjúkdómum og efnaskiptasjúkdómum hjá Pfizer. Árin 2000 til 2002 var hann framkvæmdastjóri alþjóðlegra klínískra rannsókna hjá Esperion Therapeutics og þar áður gegndi hann stöðum hjá Pfizer og Eli Lilly. Hann lauk læknis- fræðinámi frá Wayne State University og starfaði um tíma sem læknir og vís- indamaður við Indiana University School. HÖRÐUR HARÐARSON hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri markaðssviðs Öl- gerðarinnar Egill Skallagrímsson ehf. Hörður hefur starfað hjá Ölgerð- inni frá 2003 en þá var hann ráðinn í sjálfstæð vöruþró- unarverkefni. Í framhaldi tók Hörður við starfi aðstoðarmanns forstjóra. Samhliða ráðningu Harðar sem framkvæmda- stjóra markaðssviðs flyst öll vöruþróun yfir á markaðssvið en framkvæmdastjóri þess ber ábyrgð á mörgum af stærstu vörumerkjum landsins á drykkjar- og snakkmarkaði. Hörður lauk BS-gráðu í markaðsfræðum frá Tækniháskóla Ís- lands árið 2000 og masters-gráðu í al- þjóðamarkaðsfræði frá Strathclyde-há- skóla í Glasgow árið 2002. Á árunum 1999-2002 starfaði hann á markaðssviði Norðurljósa, nú 365 ljósvakamiðla, og sá meðal annars um markaðsmál fyrir sjónvarpsstöðina Sýn, verkefnisstjórn HM2002-verkefnis Norðurljósa og hafði umsjón með M12-tryggðakerfinu. Hörð- ur hefur verið stundakennari við Tækni- háskóla Íslands. ANDRI SIGÞÓRSSON FORSTJÓRI BRAUÐS OG BOLLA Andri segist hafa verið búinn að búa í Noregi í þrjú ár án þess að fá ætan bita á kaffihúsi þegar hugmyndin að fyrirtækinu hafi fæðst: „Ég ákvað að best væri að gera þetta bara sjálfur“. Allt sem þér viljið að að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur GUNNAR JÓNAS- SON KAUPMAÐUR Í KJÖTBORG Gunn- ar segir gagnkvæma virðingu mikilvæga í samskiptum manna. Það eigi að bera jafna virðingu fyrir öllum óháð stöðu í samfélaginu. Dömuúr 18kt gull og eðalstál, sett alls 59 demöntum 26pt. VVS. Perluskel í úraskífu sett 12 demöntum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.