Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 27. júlí, 208. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.18 13.34 22.48 AKUREYRI 3.43 13.19 22.52 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Anna Ágústsdóttir gekk á Herðubreið í sól og blíðu sem breyttist í ofsarok eftir því sem ofar dró. Hún lét það þó ekki skemma fyrir sér yndislega víð- áttuna á drottningu fjallanna. „Ganga upp á Herðubreið er tímafrek því leiðin er brött og mjög laust í fjallinu. Ég vil ekki segja að þetta sé erfið ganga en það þarf viljafestu til að fara þar upp,“ segir Anna. Hún gekk í fjögurra manna hópi en þau voru einungis annar hópurinn sem hef- ur gengið á fjallið í sumar. „Við fórum í sól og góðu veðri. Það var mildur andvari þegar við gengum upp fyrripart leiðarinnar en þegar við vorum komin upp að bergstapanum sem er svona tvo þriðju uppi í fjallinu fór að hvína í berg- inu. Svo þegar við loksins komum upp stóð- um við í hávaðaroki.“ Þegar komið var á hæsta punktinn stóð Anna varla í lappirnar. „Þá er maður líka kominn í sömu hæð og litlar rellur eru að fljúga í. Þótt það væri fallegt veður var kælingin örugglega ekki minni en tíu gráðu frost og við fengum naglakul,“ segir Anna. Hún virtist þó ekki hafa kippt sér mikið upp við naglakulið enda kannski hálfkjánalegt að fást um það þegar útsýni eins og ofan af Herðubreið blasir við manni. „Við sáum Dyrfjöll í austri, Kverkfjöll í suðri og yfir á fjöllin í Húsavík. Það var mjög tært og manni fannst maður sjá allan heiminn,“ segir Anna. Þegar þau voru búin að drekka kakó uppi á toppi Herðubreiðar hröktust þau undan vindinum. Niðurleiðina renndu þau sér mikið í snjó en lentu þó í dá- litlum erfiðleikum með að finna réttu leið- ina sem er að sögn Önnu ekki nógu vel merkt. Þegar allt kemur til alls segir Anna að það hafi verið margfalt þess virði að leggja á sig gönguna. „Bæði er sigurgleðin æðis- leg þegar gangan er afstaðin og verðlaunin þarna uppi eru að hafa alla þessa víðáttu. Hún er yndisleg.“ annat@frettabladid.is Sá allan heiminn ferdir@frettabladid.is Ferðafélag Íslands býður upp á öðruvísi skemmtun um versl- unarmannahelgina, gönguferð í Hlöðuvík á Hornströndum. Ferðin hefst á laugardagsmorg- un 30. júlí með siglingu frá Ísa- firði og þaðan er siglt til Hlöðu- víkur þar sem er dvalið fram á þriðjudag 2. ágúst. Ferðin kost- ar 23 þúsund krónur og er sigl- ing, gisting og fararstjórn inni- falin í því verði. Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökli býður upp á barna- og fjöl- skyldustund á Arnarstapa milli klukkan ellefu og tólf á laugar- daginn. Land- verðir rann- saka náttúr- una með börnunum, segja sögur og fara í leiki. Stundin er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum sex til tólf ára. Hist verður við veitingahús- ið Arnarbæ. Icelandair hefur gefið út nýjan haust- og vetrarbæk- ling sem ber heitið Hugurinn ber þig hálfa leið. Í honum er að finna margar spennandi ferðir, hvort sem verið að er að leita að borgarferðum, golfferðum eða sólarferðum í vetur. Hægt er að nálgast bæklinginn á heima- síðu Icelandair. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma mín hengir þvottinn alltaf út á snúru og þar dansar hann bara þangað til hann er alveg orðinn þurr! ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Anna Ágústsdóttir ásamt feðgunum Stefáni Grími og Rafni Stefánssyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Samkeppnin hörð í veiðinni BLS. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.