Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 21
3MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2005 Gott start á Bíldudals grænum baunum Tveir ungir athafnamenn hafa opnað gistiheimili og veit- ingastofu í gamla kaupfélags- húsinu á Bíldudal. Það heitir einfaldlega Kaupfélagið. „Við byrjuðum með reksturinn á bæjarhátíðinni okkar, Bíldudals grænum baunum og fengum gott start,“ segir Jón Hákon Ágústsson vert sem stendur innan við af- greiðsluborðið í Kaupfélaginu. Fé- lagi hans, Björn Magnús Magnús- son er hins vegar úti á sjó að draga björg í bú og þá er átt við þjóðarbú- ið. Reyndar segir Jón Hákon að til standi að hafa fisk á matseðlinum í Kaupfélaginu innan tíðar en eins og er eru pizzur og fleiri smáréttir þar í aðalhlutverki. Svo er kaffi og með- læti á boðstólum og morgunverður er á borðum fyrir næturgesti. En hversu margir geta gist? „Hér er pláss fyrir 27 manns í allt, 23 í upp- ábúnum rúmum og fjóra í svefn- pokapláss,“ svarar Jón Hákon og bætir því við að næsta vetur verði nokkrar endurbætur gerðar á svefnálmunni. Þegar nánar er grennslast um uppruna vertsins kemur í ljós að hann á rætur í plássinu og flutti heim fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Reykjavík og starfaði í Húsasmiðj- unni í allmörg ár. Svo langaði mig vestur aftur og hef ýmist verið á sjó með Magnúsi eða verið verkstjóri í frystihúsinu,“ segir hann brosandi. Nú hefur hann heldur betur söðlað um með kaupunum á Kaupfélaginu. Með þeim pakka fylgdu kaffi- brennslugræjur og Jón Hákon seg- ir þá félaga hafa hug á að nýta sér þær í náinni framtíð og bjóða uppá sérstakt Kaupfélagskaffi. „Það er verst að hvorugur okkar hefur get- að vanið sig á að drekka kaffi enn- þá. Það háir okkur svolítið!“ segir hann hlæjandi að lokum. Þess má geta að síminn í Kaupfélaginu er 4562100 og er undir nafninu Lokin- hamrar í símaskránni en það er heiti á fyrirtæki þeirra félaga. gun@frettabladid.is Flottur pallur er kominn við hliðina á Kaupfélaginu. Þar er fínt að drekka kaffið sitt. Herbergin eru heimilisleg. Jón Hákon kann vel við sig í afgreiðslunni. Óbyggðirnar heilla og margir veiðimenn nota tæki- færið þessa frábæru blíðviðrisdaga til að ganga á vit móður náttúru. Það minnir örlítið á veiðiferð á Horn- strandir að fara í Héðinsfjörð að veiða. Fólk fer þang- að gangandi á 2-3 tímum – eða það siglir frá Ólafs- firði á hálftíma. Við á flugur.is heyrðum í einum sem var í Héðinsfirði um síðustu helgi. Hann fór með báti og hafði með sér „jullu“. Julla er lítill gúmmbátur sem menn draga yfir eiðið og sigla síðan á upp allt vatnið að ánni sem fellur í það við botn fjarðarins. Ég held að við höfum kannski verið aðeins of snemma á ferðinni. Mér kæmi ekki á óvart þótt það yrði bull- andi veiði þarna um mánaðamótin. Við tveir fengum „bara“ 25 bleikjur á einum degi. Þetta var ekta sjó- bleikja. 1-2 pund. Á sama tíma var fjölmennt í Veiðivötnum en þar var slík rjómablíða að varla getur orðið betra – til nátt- úruskoðunar, en veiði lét á sér standa í 25 stiga hita, logni lengstum dags og með skafheiðan himin undir júlísól. Samkeppnin um hylli urriða var mikil því veiðimenn sem köstuðu straumflugum máttu horfa upp á hvílíka hornsílamergð sem sveimaði með ströndum og má rétt ímynda sér hve auðvelt lífið var fyrir urriða þessa daga að háma í sig feit sílin. Sum voru með ólíkindum stór! Ég náði sjálfur aðeins ein- um vænum urriða, 4 punda, en nokkuð var um smærra. Veiðin í vötnunum hefur verið góð í sumar, komnir langt í ellefu þúsund fiskar á land og margir vænir í bland. Betri var veiðin hjá einum á urriðasvæðinu í Mývatns- sveit: „Hofstaðaey var langbest. Við fengum 21 fisk þar á einni vakt og þeir voru allir af stærri gerðinni,“ sagði kunningi okkar. „Já, þetta var svona 3-4 pund en sá stærsti var 58 sm og ég tímdi ómögulega að drepa hann. Hann var svo fallegur að ég gat ekki annað en glaðst þegar hann synti úr lófa mínum aft- ur út í hylinn.“ Þessi pistill kemur úr Breiðdalnum þar sem menn VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Samkeppnin er hörð! ræða hvort eld- islaxinn sé far- inn að gera sig heimankominn í ánni. Þröstur Elliðason segist hafa séð þá eldislaxalega og eru skrokk- arnir komnir í rannsókn. Eng- an skyldi undra: Fiskar hafa veiðst áður í Breið- dalsá frá eld- inu. Þar er nú veiði mun betri en á sama tíma í fyrra en fiskur dreifir sér ekki mikið enn, heldur sig á neðri svæðum. Hér lenti einn náungi í að setja í „draumafisk“ sem sýndi sínar bestu hliðar, og heldur svakalegar þegar hann sneri sér með Undertaker í kjaftinum, risafiskur sem reif út línuna og mikil spenna í loftinu. Allt gekk eins og í sögu þar til fiskurinn stóri tók feiknaroku, dró út megnið af línunni og hjólið söng og hvein, þegar allt í einu kom lykkja á línuna inni á hjólinu, allt stóð fast og fiskurinn þeyttist burt með fluguna! Sem minnir á heilræði vikunnar: Ef ekki hefur verið tekið út af hjólinu lengi borgar sig að draga alla flugulínuna út og kanna hvort hnútur- inn sem tengir við undirlínu heldur. Þeir vilja gefa sig! Og alltaf skyldi maður treysta tauminn í upphafi veiðivaktar. Það er ótrú- legt hve girnið virðist gefa eftir við notkun, særist eða brennur, og sárt að missa fisk vegna þess að maður vanrækir svo ein- faldan hlut eins og að treysta tauminn eða skipta. Ef menn ætla með börn að veiða um helgina legg ég til að hjólið og girnið sé skoðað áður en lagt er af stað, og best er að fara bara í góða veiðibúð og fá nýtt girni, krullubingur er það versta sem ungir veiðimenn fá í hönd þegar eftirvænting er mikil. Veiðikveðja, Stefán Jón. Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar. SMIRNOFF TWISTED: Helmingi sykurminni Víngos í ferðalagið. Hægt að velja um þrjár bragðtegundir. Smirnoff hefur nú sett á markað nýja viðbót við Smirnoff víngosfjöl- skylduna sem er Smirnoff Twisted og er létt kolsýrt og kristaltært vín- gos með mjúku ávaxtabragði. Smirnoff Twisted fæst í þremur bragð- tegundum. Tropical sem er ferskt og léttkolsýrt með mangó-og passionbragði. Apple sem er ferskt og með eplabragði. Berry sem er ferskt og mjúkt með berjabragði. Smirnoff Twisted hefur fengið afar góðar viðtökur bæði í Bandaríkjunum sem og í Evrópu og þykir henta vel lífstíl yngra fólks þar sem drykkurinn er helmingi sykurminni en sambærileg- ir drykkir og hentar jafnt körlum sem konum. Smirnoff Twisted er léttur og bragðgóður drykkur sem hentar við öll tækifæri og er góð tilbreyting frá bjór og sykurmeiri víngosum sem eru á markaðnum hér á Ís- landi. Smirnoff Twisted fæst á öllum helstu börum og skemmtistöðum í Reykjavík. Enn sem komið er er Smirnoff Twisted að- eins fáanlegt í vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. Verð í Vínbúðum 299 kr. Hornsílin í Veiðivötnum veita flugum veiðimanna harða samkeppni, þau eru ríkulegt fæðuframboð fyrir urriða sem láta sig þá flugurnar litlu varða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.