Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 40
Væri tekinn saman listi yfir helstu verkefni eða vandamál sem mannkyn stendur frammi fyrir á 21. öldinni myndu senni- lega flestir komast að svipaðri niðurstöðu. Á listanum hlyti að vera fátækt í þriðja heiminum og sjúkdómar eins og malaría og al- næmi. Þarna yrðu líka umhverf- isspjöll, stríð og hryðjuverk. Ýmsu má bæta við listann og vitaskuld deila um mikilvægi einstakra verkefna. Einhvern veginn svona yrði hann samt lík- legast og að uppistöðu upptalning á hörmungum sem eru af manna völdum. Eitt verkefni sem á erindi á listann er þó allt annars eðlis. Það er jafnframt stærsta verkefnið, a.m.k. ef eingöngu er horft til áhrifa þess á efnahagslíf heims- ins. Þetta verkefni á rætur sínar að rekja til þess að í auðugustu löndum heims er meðalævi fólks sífellt að lengjast. Um leið hefur verið tilhneiging til að fara fyrr út af vinnumarkaði. Fyrir vikið er meðaleinstaklingurinn mun lengur á eftirlaunaaldri. Þetta er vitaskuld ánægjuleg þróun, a.m.k. fyrir flesta, nema e.t.v. þá sem þurfa að hætta störfum fyrr en þeir hefðu kosið. Jafnframt hefur fæðingum fækkað, jafnvel svo að yngri kynslóðirnar eru talsvert fámennari en þær eldri. Það þýðir í fyrstu að börn eru hlutfallslega fá en þegar fram líða stundir skilar það sér í fá- mennum árgöngum á vinnu- markaði. Allt hefur þetta áhrif í þá átt að hlutfall þeirra sem eru á vinnumarkaði fer lækkandi en hlutfall þeirra sem eru á eftir- launaaldri hækkandi. Í stað þess að fólksfjöldapýramídinn svo- kallaði sé eins og pýramídar al- mennt, þ.e. breiðastur neðst en mjókki eftir því sem ofar dregur, verður hann því breiður efst en mjórri þar fyrir neðan. Ef við horfum framhjá utan- ríkisviðskiptum þá þurfa þeir ár- gangar sem eru á vinnumarkaði að framleiða allar þær vörur og þá þjónustu sem allir landsmenn neyta. Það lendir því á hverjum og einum þeirra að standa undir neyslu sífellt fleiri einstaklinga. Það hefur veruleg áhrif á allt hagkerfið. Raunar er fyrirsjáan- legt að vegna þessa mun vægi þeirra landa sem eldast hraðast, ef svo má að orði komast, í heimsbúskapinum fara sífellt minnkandi þegar líður á öldina en vægi annarra fara vaxandi. Hvort sem okkur líkar betur eða verr liggur því t.d. fyrir að vægi Evrópu í heimshagkerfinu mun smám saman fara minnk- andi. Það sama má segja um vægi Japans. Vægi Bandaríkjanna mun einnig minnka en ekki jafn- mikið. Á móti kemur að vægi ým- issa „yngri“ landa, t.d. Indlands mun fara vaxandi að öðru jöfnu. Kína hefur nokkra sérstöðu. Þar verða enn um hríð mjög fjöl- mennir árgangar á vinnumarkaði en vegna stefnu stjórnvalda um eitt barn á hverja fjölskyldu mun það breytast. Það breytir því þó ekki að vægi Asíu í heimsbú- skapnum ætti að vaxa verulega á næstu áratugum. Áhrifin á eignamarkaði verða ekki minni. Í þeim löndum sem eldast mest þurfa elstu kynslóð- irnar að selja miklar eignir til að framfleyta sér á efri árum. Þær fámennu kynslóðir sem landið erfa þurfa ekki að eignast jafn- mikið til eigin framfærslu á efri árum. Mikið framboð en lítil eft- irspurn gæti keyrt niður verð á eignum í þessum löndum, a.m.k. að því marki sem eftirspurn út- lendinga bætir ekki upp lítinn áhuga heimamanna. Sala á eignum til útlendinga þarf raunar að koma til ef dæmið á að ganga upp. Hún hefur ann- ars vegar þau áhrif að gera eldri kynslóðum heimamanna kleift að selja eignir sem yngri kynslóðir þurfa ekki. Hins vegar nýtast eignirnar til að greiða fyrir þær vörur og þá þjónustu sem kaupa þarf af útlendingum en fámennar kynslóðir heimamanna á vinnu- markaði hafa ekki undan að framleiða. Fleira flækir dæmið, t.d. fólksflutningar á milli landa og sífellt vaxandi heilbrigðisút- gjöld, sem sérstaklega falla til vegna eldri borgara, en það verð- ur ekki rakið hér. Þótt Evrópa sé elsta heimsálf- an í þessum skilningi þá er staða Íslendinga um margt mun betri en hér hefur verið lýst. Þar kem- ur margt til en kannski fyrst og fremst það að ekki hefur dregið jafnmikið úr barneignum hér og t.d. sunnar í álfunni. Fyrir vikið stefnir ekki í mjög fámenna ár- ganga á vinnumarkaði hérlendis. Þá skiptir líka máli að Íslending- ar fara að jafnaði síðar á eftir- laun en víða tíðkast annars staðar og raunar er atvinnuþátttaka al- mennt mikil og vinnumarkaður sveigjanlegur. Íslenski pýramíd- inn er því bara nokkuð heilbrigð- ur. Lífeyriskerfið sem við höfum byggt upp og sú sjóðsöfnun sem þar hefur orðið og mun verða skiptir einnig höfuðmáli. Það er raunar óhætt að fullyrða flestar aðrar þjóðir geta öfundað okkur af því kerfi. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN14 S K O Ð U N Erlenda fjárfesta þarf til að útrásin geti haldið áfram. Krónan hindrar fjárfestingu Hafliði Helgason Erlendir fjárfestar hafa í auknum mæli keypt verðbréf á íslenskum markaði. Kaup þeirra á íslenskum hlutabréfum og bein fjárfesting í íslensku atvinnulífi er hins vegar lítil, ef frá er talinn fjárfesting í orkufrekri stóriðju. Helstu ástæður þessa eru lítill gjaldmiðill og smár markaður. Á sama tíma og bein fjárfesting erlendra aðila í viðskiptalífinu er lít- il, fjárfesta Íslendingar erlendis sem aldrei fyrr. Þar eru íslenskir fjárfestar að leita vaxtar í mun stærri hagkerfum með traustan gjaldmiðil sem eiga langa sögu stöðugs efnahagslífs. Fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum hlutafélögum eru af tvennum toga. Annars vegar – og það er algengara – er að fyrrum eigendur fyrirtækja sem íslensk fyrirtæki hafa fjárfest áfram í greininni í gegnum íslensku félögin. Gott dæmi um þetta er Bakkvör, en Katsouris-fjölskyldan sem Bakkavör keypti af ákvað að taka hlutabréf í Bakkavör sem hluta greiðslu fyrir fyrirtækið. Sú fjölskylda sér varla eftir þeirri ákvörðun. Hin aðkoma erlendra fjárfesta að íslenskum fyrirtækjum er af- rakstur markviss kynningarstarfs fyrirtækjanna fyrir erlendum fjárfestum. Í þessum efnum hefur stoð- tækjafyrirtækið Össur unnið mikið starf, með þeim árangri að félagið á nú bakhjarl í sterkum norrænum fagfjár- festum. Mörg íslensk fyrirtæki hafa náð glæsilegum vexti að undanförnu og stórir hluthafar tekið þátt í að fjár- magna vöxt þeirra með kaupum í hluta- fjárútboðum. Það eru hins vegar tak- mörk fyrir því undir hversu miklum vexti núverandi hluthafar stærstu fyr- irtækjanna geta staðið. Stækkun hlut- hafahóps stærstu fyrirtækjanna á markaði er nauðsynleg fyrir þau fyrir- tæki sem ætla sér álíka hraðan vöxt í nánustu framtíð og reyndin hefur verið undanfarin misseri. Stærstu fyrirtækin, svo sem eins og Kaupþing banki, hafa verið að kynna sig fyrir erlendum fjárfestum. Ef bankinn er tekinn sem dæmi, þá ætti rekstrar- sagan ekki að hindra fjárfesta í því að kaupa í bankanum. Markaðssvæði bank- ans er heldur ekki hindrun, enda starfar bankinn á rótgrónum markaði og í traustum hagkerfum. Hindranirnar liggja í almennum atriðum svo sem í hlutabréfamarkaði sem hefur hækkað mikið að undanförnu og hlutabréfum skráðum í íslenskum krónum. Gjaldmiðli sem er lítill og lítt þekktur. Af þessum sökum hafa fyrirtæki velt því fyrir sér að skrá bréf sín í erlendri mynt í kauphöllinni. Borðliggjandi er fyrir fyrirtæki sem eru með meginhluta starfsemi sinnar og tekna erlendis að hafa bréf- in skráð í þeirri mynt sem notuð er við stærstan hluta starfseminnar. Kostir erlendrar fjárfestingar eru margvíslegir. Innkoma er- lendra fjárfesta eykur seljanleika bréfa, agar og dýpkar markaðinn og losar um fé sem leitar þá annarra fjárfestingakosta. Íslenskur markaður og umhverfi íslenskra fyrirtækja hefur tekið út mikinn þroska á undanförnum árum. Ef það þroskaferli verður ekki rofið og erlend viðskiptatengsl vaxa eins og áður er litlum vafa undirorpið að erlendir fjárfestar munu í vaxandi mæli fjárfesta í íslenskum fyrir- tækjum. Svo að ekki sé talað um ef tekin verður upp önnur mynt í framtíðinni. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEF- FANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heim- ili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kann Martha að skammast sín? Buisiness Week | Jon Fine veltir því fyrir sér í Business Week hvort sumir kunni ekki að skamm- ast sín. Fyrirmyndarhúsmóðir- in Martha Stewart sitji enn í stofufangelsi en slaki þó hvergi á þegar kemur að margmilljónasamningum; Martha hafi nýlega samið um tveggja milljóna króna greiðslu fyrir ritun bókar um heilsufar og mataræði, Martha’s Rules. Hún hafi á dögunum setið fyrir á forsíðu tímaritsins Vanity Fair, vænt- anleg sé húsgagnalína undir hennar merkjum og dvd- diskar í bílförmum. Fine spyr hvort sakfelling Mörthu fyrir innherjaviðskipti hafi í raun engin áhrif haft á viðskiptaveldi hennar. Fine virðist komast að þeirri niðurstöðu að öll umfjöllun sé af hinu góða, sama hvort hún sé neikvæð eða jákvæð: „Fyrirtæki Mörthu Stewart tengist persónu hennar órjúfanlegum böndum. Svo virðist sem öll umfjöll- un um Mörthu eða fyrirtæki hennar auki enn frek- ar á velgengnina.“ Allt í kringum borðið Financial Times | Financial Times gerir bankakerfið í Ísrael að umfjöllunarefni sínu. Timaritið segir að í landinu starfi tveir bankar, þar af annar að mestu í ríkiseigu, sem standi í vegi fyrir frekari efnahags- legum framförum í Ísrael. Bankarnir einoki lána- starfsemi, hafi undir höndum stærstan hluta eigna almenn- ings; veiti lán, fjárfesti, ráð- leggi fjárfestum og miðli verðbréfum. Þeir sitji ekki bara báðum megin borðsins, heldur allt í kringum það. Segir í blaðinu að slíkt umhverfi, þar sem samkeppni skortir, gangi þvert á hagsmuni al- mennings. Það sjáist ef til vill best á því að sjötíu prósent lánsfjár í landinu fari til eitt prósent lands- manna, smærri fyrirtæki og frumkvöðlar séu svelt fjármagni. Nú liggi fyrir á ísraelska þinginu breyt- ingartillögur sem miði að því að lyfta einokun bankanna. Slíkar umbætur verði að koma fyrr en seinna segir Financial Times: „Bankarnir standa náttúrulega vörð um yfirburðastöðu sína. Slíkir eiginhagsmunir hinna fáu og stóru mega hins veg- ar ekki ganga fyrir hagsmunum alls almennings.“ U M V Í Ð A V E R Ö L D Af þessum sökum hafa fyrirtæki velt því fyrir sér að skrá bréf sín í erlendri mynt í kauphöllinni. Borðliggjandi er fyrir fyrirtæki sem eru með meginhluta starfsemi sinnar og tekna erlendis að hafa bréfin skráð í þeirri mynt sem notuð er við stærstan hluta starfseminnar. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l thkjart@markadurinn.is Gylfi Magnússon Hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands skrifar O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Pýramídar á hvolfi Hvort sem okkur líkar betur eða verr liggur því t.d. fyrir að vægi Evrópu í heimshagkerfinu mun smám saman fara minnkandi. Það sama má segja um vægi Japans. Vægi Bandaríkjanna mun einnig minnka en ekki jafnmikið. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.