Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 15 S K O Ð U N Greiningardeild Landsbankans fjallaði um stöðuna sem upp er komin varðandi uppgreiðslur lána til Íbúðalánasjóðs: „Það er ekki varanleg lausn á vanda ÍLS að taka fyrir lána- samninga hans við bankana. Eftir situr að sjóðurinn þarf að ávaxta það fé sem hann hefur aflað með skuldabréfaútgáfu til þess að hann geti staðið við skuldbind- ingar sínar. Bankarnir voru farn- ir að bjóða lán á sambærilegum kjörum og ÍLS áður en til lána- samninga milli sjóðsins og bank- anna kom. Þessir samningar eru því ekki forsenda fyrir því að bankarnir bjóði lán á þessum kjörum. Því virðist óhætt að ætla að þeir hafi verið búnir að trygg- ja sér fjármögnun á þessari starfsemi, a.m.k. í einhvern tíma. Ef ÍLS hættir að lána bönkunum þá eru þeir í sömu stöðu og áður. Því er ekki ástæða til að ætla að það hafi nein áhrif á lánafram- boðið á þessum markaði, a.m.k. ekki í bráð, þó að lánasamningum ÍLS og bankanna verði hætt.” Síðar bætir greiningardeildin við: „Ef pólitísk samstaða næst mætti breyta fyrirkomulagi sjóðsins þannig að hann fengi heildsölu hlutverk. Í stað þess að standa í útlánum til einstaklinga þá myndu bankarnir sækja fjár- mögnun á húsnæðislánum sínum til sjóðsins, sem aftur pakkaði þeim og fjármagnaði með útgáfu skuldabréfa. Það mætti setja þetta upp annað hvort sem sjóð í eigu ríkisins, eins og ÍLS er nú, eða með aðild bankanna. Þetta er svipað fyrirkomulag og þekkist t.d. í BNA. Stór samkeppnisaðili með ríkisábyrgð færi þá út af markaðnum. Líklegt er að sjóður- inn myndi áfram hafa aðgengi að fjármögnun á sömu kjörum og nú, og jafnvel betri þar sem hann myndi raunverulega sjá um að fjármagna allan húsnæðislána- markaðinn. Líklegt er að það kæmi vel út fyrir skuldabréfamarkaðinn og fyrir myndun grunnvaxta ef að ÍLS tæki að sér heildsöluhlut- verk. Einnig er líklegt að þannig mætti tryggja núverandi eða hagstæðara vaxtastig á fast- eignaveðlánum.“ Íbúðalánasjóður sem heildsölubanki www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 96 7 0 6/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Sumir draumar rætast Avensis - Upplifun Verð frá 2.340.000 kr. Avensis stendur undir miklum væntingum. Bíllinn er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Innri hönnun einkennist af miklu rými og þægindum fyrir ökumann og farþega. Avensis hefur sjálfvirkan regnskynjara á þurrkum, tölvustýrða loftræstingu í miðstöð, hágæða hljómflutningstæki og afar fullkominn hemlunar- og öryggisbúnað. Komdu í reynsluakstur og láttu drauma þína rætast í veruleikanum. Næst ekur þú Avensis. Jæja, þá er bara einn laxveiðitúr eftir af þessu sumri og svo er það ein golfferð seint í haust. Það er engin ástæða til að vera að treida mikið á markaðnum yfir hásumarið nema ef maður vill hreyfa eitthvað og láta sum- arafleysingamiðlarana fara á taugum. Nú fer hins vegar að líða að því að eitthvað fari að gerast. Menn eru búnir að vera að stinga saman nefjum í laxveiðtúrunum og við því að búast að eitthvað fari á hreyfingu innan skamms. Ég fylgist náið með Lands- bankanum og Burðarási þessa dagana. Eftir því sem ég heyri eru þeir að gefast upp á að reyna að ná undirtökunum í Íslands- banka og munu sennilega skilja Straum eftir með að leysa úr sinni stöðu þar. Carnegie er hins vegar efst á óskalistanum hjá Björgólfi Thor þessa dagana. Ég held að styttist í fréttir þaðan. Svo eru menn að spá því að sam- eining Landsbankans og Burðar- áss sé einnig á dagskrá. Það gæti þó verið lengra í það. Það eina sem ég hef áhyggjur af varðandi Carnegie eru starfsmennirnir. Þeir eru mjög hátt metnir þegar litið er á verðmæti Carnegie og á fínum kjörum í bankanum. Það þýðir að þeir hafa talsverð völd og verðmætið gæti rýrnað hratt ef styggð kemur í hópinn. Ef það gerist þá munu Kaupþingsmenn veiða menn frá Carnegie á fullu, eins og þeir hafa reyndar gert örlítið undanfarin misseri. Björgólfur Thor verður að huga að því að fara vel að þeim og ég hef trú á því að hann muni vanda sig í því. Það er samt ekki hans stíll að láta starfsmennina hirða svona mikinn hluta hagnaðarins eins og hefur tíðkast í Carnegie. Annars er ég kátur með upp- gjörið í Íslandsbanka. Ég hef alltaf haft trú á Bjarna og upp- gjörið kom þægilega á óvart. Ég sé allavega ekkert eftir því að hafa haldið bréfunum í bankan- um. Það er nú reyndar þannig að flestar ákvarðanir sem ég tek í fjárfestingum hafa reynst rétt- ar, þótt ég geti í sjálfu sér ekki útilokað að ég hafi einhvern tím- ann tekið ranga ákvörðun. Ég bara man ekki eftir neinni í svip- inn. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Ef pólitísk samstaða næst mætti breyta fyrirkomulagi sjóðsins þannig að hann fengi heildsölu hlutverk. Í stað þess að standa í útlánum til einstaklinga þá myndu bank- arnir sækja fjármögnun á húsnæðislánum sínum til sjóðsins, sem aftur pakkaði þeim og fjármagnaði með útgáfu skuldabréfa. Það mætti setja þetta upp annað hvort sem sjóð í eigu ríkisins, eins og ÍLS er nú, eða með aðild bankanna. Carnegie á matseðlinum Það eina sem ég hef áhyggjur af varðandi Carnegie eru starfsmennirnir. Þeir eru mjög hátt metnir þegar litið er á verðmæti Carnegie og á fínum kjörum í bank- anum. Það þýðir að þeir hafa talsverð völd og verð- mætið gæti rýrnað hratt ef styggð kemur í hópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.