Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Vöxtur evrópsku lággjaldaflugfélaganna hef- ur verið ævintýralegur á síðustu árum en fátt bendir til annars en að þau taki enn stærri hluta af kökunni á næstu árum. Norræna lággjaldaflugfélagið Sterling hefur boðað áframhaldandi vöxt á næstu árum og ætlar að stækka með uppkaupum á öðrum flugfélög- um og frekara framboði á þeim leiðum sem félagið sinnir. Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling- samsteypunnar, segir að mikið rými sé til vaxtar á heimamarkaði sem er fyrst og fremst í Noregi og Svíþjóð. „Við erum að skoða það gaumgæfilega að fara með starf- semina inn í Finnland. Finnski markaðurinn er mjög spennandi,“ segir Almar Örn. Þá væri Sterling komið með starfsemi í öllum norrænu löndunum, að Færeyjum og Græn- landi undanskildum. 60 MILLJARÐA VELTA Til upprifjunar þá keypti eignarhaldsfélagið Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, Sterling í mars síðastliðnum fyrir fimm milljarða króna. Al- mar Örn, þá forstjóri Iceland Express, var ráðinn forstjóri Sterlings í maí. Hinn 30. júní bætti Fons danska flugfélaginu Maersk Air, sem hafði verið hálfgert vandræðabarn innan Mærsk-samstæðunnar, inn í reksturinn. Talið er að A.P. Møller – Mærsk hafi borgað Fons yfir þrjá milljarða króna til að losna við danska flugfélagið út úr rekstrinum. Sameinað félag veltir um 60 milljörðum á ári, starfsmannafjöldinn verður yfir tvö þús- und manns og fjöldi farþega yfir fimm millj- ónir farþega á ári. Það flýgur til yfir 89 áfangastaða í Evrópu frá Billund, Kaup- mannahöfn, Osló og Stokkhólmi auk Kefla- víkur þegar Iceland Express er tekið með í reikninginn. Höfuðstöðvar félagsins eru í Kaupmannahöfn. Möguleikar Sterling til vaxtar eru miklir. Félagið er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og hefur um þrjátíu vélar í rekstri. Til samanburðar er Air Berlin, þriðja stærsta félagið, með 90 vélar. En Sterling á enn langt í land með að ná easyJet og Ryanair. RISARNIR VAXA HRATT Stóru félögin á Bretlandseyjum, Ryanair og easyJet, hafa vaxið gríðarlega á undanförn- um árum. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því nýverið að fjöldi farþega hjá flugfélögun- um tveimur hefði aukist mun meira á fyrstu sex mánuðunum ársins en hjá stóru flugfé- lögunum, Lufthansa og British Airways. Hjá Ryanair jókst farþegafjöldinn um 34 pró- sent, um 22 prósent hjá ea- syJet en farþegafjöldi Luft- hansa og British Airways stóð nánast stað í stað. Ryanair er bæði elsta og stærsta lággjaldaflugfélagið í Evrópu; stofnað árið 1985. Fé- lagið hefur gríðarlega sterka stöðu á sínu sviði og stjórn- endur þess hafa sýnt og sann- að að þeir reka félagið betur en keppinautarnir. Hagnaður- inn er sá mesti, framlegðin sú besta og kostnaðarhlutfallið það lægsta. Mik- ill undirliggjandi vöxtur hefur verið í starf- seminni og er öllu meiri en hjá easyJet. Fé- lagið áætlar að farþegar í ár verði 35 milljón- ir talsins en verði orðnir 70 milljónir árið 2012. Ryanir flýgur til 107 evrópskra flug- valla. EasyJet, sem var stofnað árið 1995, flutti um sex milljónir farþega árið 2000. Á síðasta ári var fjöldinn kominn í tæplega 25 milljón- ir farþega. Það er fjórföldun á fimm árum! EasyJet notar nú 114 vélar til flugs á 65 áfangastaði í Evrópu. Á næstu tveimur árum gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að fjöldi flugvéla verði kominn í 164 talsins. ORÐAÐ VIÐ YFIRTÖKU Á NORWEGIAN Almar Örn segir að stjórnendur félagsins telji sig geta farið með Sterling hvert sem er sökum þess hversu sterkt merki er um að ræða. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um sókn inn á önnur svæði í Evrópu en hann segir að sameining Sterling og Maersk Air sé stór og tímafrek og vanda þurfi til verka. Hann telur að innan tíu ára verði fjórir til fimm stórir aðilar á sviði lággjaldaflugfé- laga og Sterling ætli sér að verða eitt þeirra. Stjórnendur Sterling eru sannfærðir um að lággjaldaflugfélögin haldi áfram að vaxa hratt á kostnað hefðbundinna flugfélaga, rútna og bílaleigubíla. Ferðalög á milli áfangastaða hafi lækkað mikið og fólk ferð- ist fyrir vikið oftar. Staðan sé jafnvel sú að það geti verið ódýrara fyrir fjölskylduna að stökkva frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms í stað þess að eyða deginum í Tívolíinu. Norska dagblaðið Aftenposten veltir því fyrir sér hvort norska lággjalda- flugfélagið Norwegian verði yfirtekið af Sterling en Almar Örn segir að það sé ekki hans að svara um hvort eigendur fé- lagsins hafi yfirtöku í hyggju. Norwegian er það félag sem hafi hækkað hvað mest í norsku kauphöllinni á árinu – yfir eitt hundrað prósent. Fé- lögin séu í samstarfi á nokkrum leiðum og selji sam- eiginlega á flugleiðinni Osló- Kaupmannahöfn. Norwegian hefur síðan verið að selja sæti í vélar Sterling á fluginu til Spánar. „Þetta samstarf hefur gengið ágætlega hingað til þótt engin langtímareynsla sé komin á,“ bætir Almar við. INN Í VIÐSKIPTAFERÐALÖGIN Fyrir skömmu var tilkynnt um að Sterling hefði samið við norska ferðaskrifstofurisann Via Travel Group. Þetta er tímamótasamning- ur í Skandinavíu því lággjaldaflugfélag hefur ekki áður selt sæti í gegnum sölustarf ferða- skrifstofu. „Samband okkar byggist á veflausnum en ekki gamalgrónum dreifingarleiðum sem gerir það að verkum að allur viðskiptakostn- aður verður í lágmarki. Þarna hefur verið búin til lausn sem gerir aðgang þeirra að okk- ar kerfi ódýrara. Fyrir okkur er þetta ákveð- ið skref því lággjaldaflugfélög hafa ekki átt eins greiðan aðgang að viðskiptafarþegum og hefðbundin flugfélög. Nú fáum við aðgang að viðskiptamarkaðnum í Noregi í gegnum Via.“ Fyrir Sterling er mikið keppikefli að fjölga farþegum sem ferðast í viðskiptaerindum því fyrirtæki eru alltaf að leita leiða til að minnka kostnað vegna ferðalaga starfsmanna og horfa mikið til lággjaldaflugfélaganna. Almar segir að markmið Sterling sé að ná 300 þúsund farþegum í gegnum samstarfið á fyrsta ári. „Fyrir mér er það ekki aðalatriði hvort við endum í 250 þúsund. Aðalmálið er að Sterling er komið á hillu sem það hefur ekki verið á áður.“ Ætla sér til Finnlands Almar Örn Hilmarsson, forstjóri lággjaldaflugfélagsins Sterling, telur mikið rými til vaxtar á heima- markaði en félagið hefur mörg járn í eldinum þessa stundina. Hann býst við mikilli samþjöppun á næstu árum í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson. STERLING-FLUGFÉLAGIÐ Sterling-sam- stæðan hefur yfir 30 vélar í rekstri og flýgur til 89 áfangastaða. Velta félagsins verður yfir 60 milljarðar á þessu ári. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og það stærsta á Norðurlöndunum. Stærstu lággjaldaflugfélög Evrópu Fjöldi véla u.þ.b. 1. Ryanair 146 2. easyJet 114 3. Air Berlin 90 4. Sterling / Maersk Air 32 ▲ ALMAR ÖRN HILMARSSON Tók við forstjórastarfi Sterling- samstæðunnar í maí. Síðan hef- ur félagið keypt Maersk Air, ætlar sér mikinn vöxt í Skandinavíu og horfir til Finnlands. ▲
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.