Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 33
Þann 28. júlí 1932, þegar krepp- an mikla var í hámarki, kom til átaka milli hóps bandarískra hermanna sem barist höfðu í fyrri heimsstyrjöldinni, svokall- aðs bónushers, og bandaríska hersins. Uppgjafarhermennirnir fóru fram á bónusgreiðslur sem þeir töldu sig eiga inni frá því í stríð- inu, og höfðu sett upp búðir við þinghúshæðina í Washington. Ekki veitti af bónusnum enda efnahagsástand í Bandaríkjun- um sem annars staðar ekki upp á marga fiska. Til þurfti lagabreytingu til að knýja fram bónusinn, frumvarp- ið var að lokum lagt fram og fékkst samþykkt í neðri deild þingsins en var síðar hafnað af Öldungadeildinni. Þegar frumvarpinu hafði ver- ið hafnað reyndi lögreglan að fjarlægja mótmælendur en ekki vildi betur til en svo að upp úr sauð og þurfti að lokum að kalla til bandaríska herinn. Herbert Hoover forseti var þó tregur til og fer tvennum sög- um af því hvort hann hafi í raun gefið grænt ljós á að hervaldi yrði beitt. Douglas MacArthur hershöfðingi tók þá málin í sínar hendur. Sá var annálaður komm- únistahatari og taldi næsta víst að þetta væri tilraun rauðliða til að komast til valda í landinu. MacArthur sendi menn sína inn í búðir bónushersins með skriðdreka, rifla og táragas og um tíma logaði hreinlega allt í átökum. Fljótlega tókst þó að hrekja mótmælendur á brott, en ekki án þess að talsvert mann- fall yrði og margir særðust. Herbert Hoover átti litla möguleika á endurkjöri eftir þessa uppákomu, og malaði Franklin Roosevelt hann í for- setakosningunum sem fram fóru árið 1933. Roosevelt lét þó ekki undan kröfum hermannana um bónusinn fyrr en farið var að síga á seinni hluta forsetaferils- ins. -jsk Átök í Washington MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 7 Ú T L Ö N D Kínverska fjölmiðlasamsteypan Hutchison, sem hefur aðsetur í Hong Kong, hyggst bjóða um 65 milljarða króna í 75 prósenta hlut í Formúlu eitt kappakstrinum. Formúla eitt er nú í eigu eign- arhaldsfélagsins Slec. Þar á Bern- ie Ecclestone, sem oft er nefndur valdamesti maður formúlunnar, fjórðungshlut en auk hans eiga þrír bankar; Jp Morgan, Bayer- ische Landesbank og Lehman Brothers, fjórðungshlut hver. Ecclestone leist þó ekki vel á hugmyndina: ,,Af hverju ætti ég að vilja fá einhverja aðila sem ég þekki ekki neitt í stað þeirra sem ég treysti?“ Innanbúðarmaður úr einum bankanna var þó ekki jafn svartsýnn fyrir hönd Hutchison: ,,Bankarnir vilja selja Hutchison hluti sína. Hutchison vilja hins vegar hafa Ecclestone með og hyggjast því gera allt til að halda honum góðum.“ -jsk S Ö G U H O R N I Ð BÓNUSHERINN FYRIR UTAN ÞINGHÚSIÐ Tugir þúsunda hermanna söfnuðust sam- an fyrir utan þinghúsið í Washington og fóru fram á að fá greiddan bónus sem þeir töldu sig eiga inni frá því í fyrri heimsstyrjöldinni. Huchison að kaupa Formúluna? Kínversk fjölmiðlasamsteypa hyggst gera tilboð í 75 prósenta hlut í For- múlu eitt. Bernie Ecclestone Formúlukóngi líst ekki vel á hugmyndina. Coca-Cola er verðmætasta vöru- merki heims, samkvæmt árlegri könnun bandaríska ráðgjafafyr- irtækisins Interbrand. Coca-Cola vörumerkið er metið á 4.390 milljarða króna. Bandarísk vörumerki voru áberandi á listan- um og voru til að mynda átta bandarísk fyrirtæki á meðal tíu efstu. Vörumerki finnska farsímarisans Nokia er hið verð- mætasta utan Banda- ríkjanna, metið á 1.722 milljarða króna. Strangar kröfur þarf að uppfylla til að eiga möguleika á að komast á lista Interbrand; vöru- merkið þarf að vera að minnsta kosti 140 milljarða króna virði, þriðj- ungur tekna þess verður að koma utan heimamarkað- ar auk þess sem að- gangur að gögnum fyrirtækisins þarf að vera opinber. Mörg heimsþekkt vörumerki uppfylltu ekki þessi skilyrði og eru því hvergi sjáanleg á listanum. Má þar nefna sælgætisframleiðand- ann Mars, greiðslukort- arisann Visa og banda- rísku smásölukeðjuna Wal-Mart. -jsk 1. Coca-Cola (BNA) 4.390 2. Microsoft (BNA) 3.895 3. IBM (BNA) 3.471 4.General Electric (BNA) 3.250 5. Intel (BNA) 2.314 6. Nokia (FIN) 1.722 7. Disney (BNA) 1.716 8. McDonald’s (BNA) 1.690 9. Toyota (JAP) 1.612 10. Marlboro (BNA) 1.371 *Upphæðir í milljörðum króna L I S T I I N T E R B R A N D Y F I R V E R Ð M Æ T U S T U V Ö R U M E R K I H E I M S : Coke metið á 4.390 milljarða Coca-Cola er verðmætasta vörumerki heims. Bandarísk fyrirtæki einoka lista þeirra tíu stærstu.                                  !!" #     "     $       %  &   ' 3 #%4   53  6, **7'''83 #%2  59%% # * ,&&7''83 #%4   # 50 # . &&7*''8:::    BERNIE ECCLESTONE MEÐ VÖSKUM ÖKUÞÓRUM Kínverski fjölmiðlarisinn Hutchison hyggst bjóða í 75 prósenta hlut í formúlu eitt. Þeir vilja þó fyrir alla muni halda Bernie Ecclestone góðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.