Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 44
1. Frakkland 19.657 2. Þýskaland 15.440 3. Ítalía 16.219 4. Pólland 2.969 5. Finnland 2.780 6. Austurríki 2.677 7. Holland 1.875 8. Belgía 1.351 9. Grikkland 1.117 10. Ungverjaland 1.100 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Einkavæðing í Evrópu tók mikinn kipp í fyrra í ríkj- um Evrópusambandsins samkvæmt rannsóknar- stofnuninni Privatization barometer. Voru yfir átta- tíu opinber fyrirtæki einkavædd að fullu eða hluta. Heildarvirði þessara viðskipta nam meira en fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna. Jafngildir það að hver sala hafi numið að jafnaði um fimmtíu millj- örðum króna. Til samanburðar hafa greiningardeild- ir íslensku bankanna verðlagt Símann, sem verið er að einkavæða hér á landi, á 45 til 60 milljarða króna. Á árunum 2001 til 2003 dró verulega úr sölu ríkis- fyrirtækja í löndum ESB. Árið 2003 voru ríkisfyrir- tæki seld fyrir um 1.877 milljarða króna í 62 við- skiptum. Aukningin á milli áranna 2003 og 2004, sé horft til heildartekna vegna einkavæð- ingar innan ESB, nemur um 132 pró- sentum. Sé horft á súluritið hér að neð- an sést að heildartekjur vegna einka- væðingar í fyrra jafnast á við tekjur sem fengust af einkavæðingu í lok tí- unda áratugarins. Þó er ein mikilvæg breyting þar á; á bak við tekjurnar 2004 eru mun færri samningar en árin 1997 til 2000. Það þýðir að verðmæti fyrirtækja, sem seld voru í fyrra, var mun meira en í fyrri einkavæðingum. Er þessi þróun í samræmi við væntingar um hækkandi hlutabréfa- verð á mörkuðum í Evrópu. Séu tölur um einkavæðingu á þessu ári skoðaðar virðist ekkert ætla að hægja á þessari þróun milli ára. Nú þegar hafa verið seld hlutabréf í ríkisfyrir- tækjum fyrir um tvö þúsund milljarða króna í 42 við- skiptum í Evrópu. Er verðmæti hvers samnings í ár því svipað og í fyrra. Svo virðist sem Frakkar fari geyst í þessum efnum. Þeir voru langtekjuhæstir í fyrra innan ESB vegna sölu ríkisfyrirtækja og slá ekkert af einkavæðing- aráformum sínum. Um þriðjungur allra tekna vegna einkavæðingar í ár hefur myndast þar í landi. Hæstu tekjurnar hafa fengist með sölu á hlut- um ríkisins í Gaz de France og France Telecom. Ásamt Frökkunum eru Þóðverjar, Ítalir og Tékkar duglegir að einkavæða ríkisfyrirtækin það sem af er ári. Í skýrslu Privatization barometer segir að ein megin orsök fyrir mikilli einkavæðingu í Frakk- landi og Þýskalandi sé tilraun ríkisstjórnanna til að taka á miklum vandamálum í ríkisfjármálum land- anna til að uppfylla skilyrði ESB í þeim efnum. Fjárlagahallinn í þessum ríkjum hafi verið mikill en á Ítalíu hafi ágóðinn af sölu ríkisfyrirtækjanna verið notaður til að greiða niður miklar skuldir hins opinbera. Þetta er í samræmi við það sem yfirmaður Lehman Brothers, Vittorio Pignatti Morano, sagði á fundi í Róm í maí á þessu ári, að einkavæðing í Vestur-Evr- ópu hefði verið drifin áfram til að afla ríkisstjórnum tekna í stað þess að auka frjálsræðið á markaðnum. Þó lagði hann áherslu á að hagkvæmnin myndi aukast með einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Form- breytingin yrði frekar til þess að lækka verð til við- skiptavina, treysta rekstrargrundvöll fyrirtækj- anna og létta á ábyrgð ríkissjóðs í hverju landi. Privatization barometer stofnunin spáir því að vel viðri fyrir einkavæðingu á þessu ári. Hlutabréfa- markaðir verði áfram sterkir og mörg verkefni séu enn í pípunum innan ríkja Evrópusambandsins. Fleiri fyrirtæki verði seld á þessu ári og aftur sé farið að setja ný fyrirtæki á markað með frumút- boðum. Vittorio Pignatti Morano sagði að Pólland yrði framarlega hvað þetta varðaði. Bylgja einka- væðingar myndi ríða yfir landið þar sem selja ætti tryggingarfélög, orkufyrirtæki og efnaverksmiðj- ur. Þó lönd vestur Evrópu hefðu farið mun fyrr af stað en ríki austur Evrópu í þessari þróun gæti sax- ast á forskotið fljótt. Það væri mikil áskorun fyrir nýju ríkin innan ESB. M Á L I Ð E R Einkavæðing í Evrópu Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur verið ötull talsmaður einkavæðingar ríkis- fyrirtækja á Íslandi undanfarin ár. Af hverju er heppilegra að fyrir- tæki séu ekki rekin af hinu opin- bera? Hver er megin tilgangur- inn? Einkafyrirtæki og einkarekstur í samkeppni verða að hafa arðsemi að leið- arljósi. Það er fjárhagslegur hagur eigenda og stjórnenda að stjórnun sé skil- virk og kostnaði sé haldið í lág- marki en jafn- framt að þjónust- an eða fram- leiðslan sé eins góð og mögulegt er. Það er líka beinn hagur starfsmanna að fyrirtækið sé rekið með hagn- aði og því sé vel stjórnað því þá eiga þeir meiri möguleika á hærri launum. Þessi hvati er ekki til staðar í ríkisrekstri og sérstaklega er erfitt að gera vel við góða og skipulagða starfs- menn í ríkisfyrirtæki. Til lengri tíma dregur þetta úr metnaði starfsmanna því þeir sjá enga umbun fyrir vel unnin störf. Enginn hefur beinan hag af góðum rekstri. Þess vegna er þjóðhagslega hagkvæmt að rekstur sé á hendi einkaaðila, þar sem því verður við komið. Sala hvaða fyrirtækis í eigu rík- isins telur þú að hafi skipt mestu máli fyrir íslenskt samfélag hingað til? Það er ekki spurning að einka- væðing bankanna hefur valdið gjörbreyttu landslagi í íslensku atvinnulífi. Sú einkavæðing hefur án efa átt drjúgan þátt í mikilli útrás íslenskra fyrir- tækja og stórlækkun vaxta. Er einhver ein aðferð við einka- væðingu ríkisfyrirtækja heppi- legri en önnur? Já, ég tel að ríkið eigi fyrst og fremst að hugsa um verðið. Önnur atriði eins og dreifð eignaraðild eða landbyggðar- sjónarmið eiga að koma fram í almennri löggjöf enda er ógjörning- ur að segja fyrir um hvað verður um fyrirtækið að lokinni einkavæð- ingunni. Ertu sáttur við hvernig staðið hefur verið að sölu ríkisfyrir- tækja hingað til? Ég tel aðalatriðið vera að einkavæð- ingin hafi átt sér stað. Smáhnökrar á framkvæmdinni vega lítið í saman- burði við það. Nú liggur fyrir að Síminn verður seldur. Hver eiga næstu skref í einkavæðingu að vera? Orkufyrirtækin, tvímælalaust. Svo þarf að selja Íbúðalánasjóð þannig að hann skekki ekki markaðinn og haldi uppi vöxtum og valdi löku þjón- ustustigi. Loks mætti huga að auknum einkarekstri í skóla- kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Hefur umfang ríkisvaldsins í at- vinnulífinu minnkað nægjanlega í samræmi við minni ríkisaf- skipti? Nei. Því miður eru stærsta framkvæmdin nú um stundir á vegum ríkisfyrirtækis við Kárahnjúka. Hún vegur upp á móti einkavæðingunni. Þess vegna er brýnt að einkavæða orkufyrirtækin þannig að við sjáum þau blómstra eins og bankana. Brýnt að einkavæða orkufyrirtækin T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Péturs Blöndals alþingismanns og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Stóraukin einkavæðing Sala á opinberum fyrirtækjum í ríkjum Evrópusambandsins náði nýjum hæðum í fyrra eftir þriggja ára lægð. Björgvin Guðmundssons segir að Ís- lendingar muni finna fyrir áhrifum þessa á morgun, þegar tilboð í Símann verða opnuð, eftir tveggja ára einkavæðingarhlé hér á landi. MÓTMÆLA EINKAVÆÐINGU Ekki eru allir ánægðir með einkavæðingaráform ríkisstjórna víðs vegar um heiminn. Samkvæmt yfirmanni hjá fjármálafyrirtækinu Lehman Brothers hefur aðal ástæðan fyrir mikilli einkavæðingu í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu verið sú að fá tekj- ur til að draga úr fjárlagahalla ríkissjóðs og/eða að borga niður opinberar skuldir. Megintilgangurinn hafi ekki verið að minnka umsvif rík- isins á markaðnum og stuðla þannig að auknu frelsi, þótt það hafi auðvitað fylgt með í kaupunum og komið til góða. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 10 20 30 40 50 60 70 80 0 50 100 150 200 Tekjur í milljörðum bandaríkjadala Fjöldi samninga Hér gefur að líta tekjur hins opinbera vegna einkavæðingar í 25 ríkjum Evrópusambandsins undanfarin ár. Sem dæmi voru ríkisfyrirtæki seld í ríkjum ESB fyrir um 4.357 milljarða íslenskra króna í fyrra. Heimild: Privatization barometer E I N K A V Æ Ð I N G Í E V R Ó P U 1 9 9 6 - 2 0 0 4 T E K J U H Æ S T U E S B - L Ö N D I N V E G N A E I N K A V Æ Ð I N G A R * *Milljónir bandaríkjadala Topp tíu löndin 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.