Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 58
„Þetta er búið að vera í gerjun í nokkur ár og í raun bara formsat- riði eftir“ segir Lárus Þór Pálma- son netagerðarmeistari sem ásamt Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skóla- meistara Fjölbrautaskóla Suður- nesja, ætlar að stofna nýjan al- þjóðlegan skóla í veiðarfæragerð. Skólanum hefur ekki verið þing- lýst en beðið er eftir nokkrum að- ilum í atvinnulífi, stofnunum og bæjarfélögum sem að öllum lík- indum vilja koma að skólanum með einhverjum hætti. „Við erum þegar búnir að fá ósk um að kenna eitt námskeið úti í Suður-Afríku,“ segir Lárus en hann telur skólann geta nýst út- lendingum mjög vel þar sem eng- in skipuleg kennsla sé í netagerð erlendis. Þar séu öll verkstæði með sína staðla en á Íslandi sé lit- ið á þetta sem iðngrein og sömu staðlar notaðir um allt land. Stefnan er að bjóða upp á marg- ar leiðir til að stunda námið. Bæði verði hægt að sækja staðbundinn skóla, vera í fjar- eða dreifinámi. Allir þeir sem vilji geti sótt námskeiðin en einnig verði boðið upp á sérnámskeið fyrir ákveðna hópa eins og yfirmenn á skipum, fólk á dekki og netaverkstæðum, ráðuneytismenn og líffræðinga. „Það að vera netagerðarmeist- ari felur í sér allan pakkann, frá fyrsta stigi hönnunar til af- greiðslu fullunninnar vöru,“ segir Lárus en aðaláherslan í skólanum verður á hönnun veiðarfæra. Hann segir netagerð ekki ósvip- aða vinnu klæðskera þar sem unn- ið er eftir teikningum. Lárus segir mikla þróun hafa orðið í netagerð undanfarin ár. Allt sé orðið vél- væddara og tækni við hönnun orð- in allt önnur enda tölvutæknin nýtt töluvert. Lárus telur allar líkur á að skól- anum verði þinglýst í haust og því verði hægt að hefja skólastarf eft- ir áramót. Skólinn verður kynntur nánar á sjávarútvegssýningunni í byrjun september en nánar er hægt að fræðast um skólann á heimasíðu hans www.fishinggear- technician.com ■ 22 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR BOB HOPE (1903-2003) lést þennan dag. „Þú veist að þú ert að verða gamall þegar kertin kosta meira en kakan.“ Bob Hope var bandarískur skemmtikraftur og gamanleikari. timamot@frettabladid.is NETAGERÐARMEISTARI Lárus Þór Pálmason telur að skólinn geti nýst útlendingum vel. Þegar hefur borist ósk um að kennd verði námskeið í Suður-Afríku. Maximilen Robespierre, einn helsti leiðtogi stjórnarbyltingar- innar í Frakklandi, var handtekinn og hrakinn frá völdum þennan dag árið 1794. Á einu ári hafði Robespierre sent yfir sautján þús- und óvini frönsku byltingarinnar á höggstokkinn. Robespierre biðu sömu örlög því daginn eftir hand- töku hans var hann hálshöggvinn við mikil fagnaðarlæti múgsins á Torgi uppreisnarinnar í París. Robespierre var þekktur sem „hinn óspillanlegi“ vegna trúar hans á borgaralegt siðgæði og varð fljótt mikilsmetinn innan byltingastjórnarinnar. Árið 1790 varð hann leiðtogi Jakobína, rót- tækra stjórnmálasamtaka. Hann kom því til leiðar að Lúðvík kon- ungur sextándi var dæmdur til dauða fyrir landráð. Robespierre ávann sér marga óvini en var vin- sæll meðal almennings í París. Ógnarstjórn Jakobína var innleidd árið 1793 vegna hræðslu við borgarastríð og erlenda innrás. Innan árs höfðu þrjú hundruð þúsund óvinir uppreisnarinar ver- ið handteknir. Að minnsta kosti tíu þúsund létust og sautján þús- und voru líflátnir opinberlega. Þegar Robespierre var handtekinn neitaði fangelsisvörðurinn að læsa hann inni og honum tókst þannig að flýja. Þegar hann heyrði að hann hefði verið lýstur útlægur reyndi hann að skjóta sig en særðist eingöngu á kjálka. Hermenn handtóku hann á ný og var hann líflátinn ásamt 21 fylgis- manni án dóms og laga. Næstu daga voru 82 fylgismenn hans að auki teknir af lífi. 27. JÚLÍ 1794 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1898 Holdsveikraspítalinn í Laug- arnesi er vígður. 1903 Fyrsta kvikmyndasýningin er í Reykjavík. Meðal ann- ars voru sýndar myndir úr dýragarði í Lundúna og af krýningu Játvarðar kon- ungs. 1929 Insúlín er einangrað í fyrsta sinn. 1955 Stærsta síld sem vitað er um í heiminum veiðist á Sléttugrunni. Hún var 46,3 sentimetra löng. 1990 Zsa Zsa Gabor afplánar fangelsisvist fyrir að slá lög- reglumann utan undir. 1996 Sprengja springur á útitón- leikum í ólympíuborginni Atlanta í Bandaríkjunum. Tveir létust. 1999 Milljónasti bíllinn fer um Hvalfjarðargöng rúmu ári eftir opnun ganganna. Robespierre hrakinn frá völdum Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tryggvi Ingimar Kjartansson Brekkugötu 10 Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, föstudaginn 22. júlí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Heimahlynningu og dvalarheimilið Hlíð. Kristbjörg Jakobsdóttir Aðalsteinn Tryggvason Hólmfríður Sigurðardóttir Haukur Tryggvason Sigrún Kjartansdóttir Kjartan Tryggvason Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir Jakob Tryggvason Guðrún Andrésdóttir Sigurður Rúnar Tryggvason Inga Margrét Ólafsdóttir Halldór Ingimar Tryggvason Guðný Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Þormóður Birgisson stýrimaður, Laugarvegi 5, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn 22. júlí, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 30. júlí klukkan 10.30. Eyrún Pétursdóttir Þorsteinn Þormóðsson Sigríður P. Stefánsdóttir Halldóra M. Þormóðsdóttir Valdimar L. Birgisson Pétur Þormóðsson Alma Birgisdóttir Elíngunnur Birgisdóttir Runólfur Birgisson Hólmfríður Alexandersdóttir Björn Birgisson Álfhildur Þormóðsdóttir Filipus Birgisson Þorsteinn Birgisson Ragnheiður Steinbjörnsdóttir og barnabörn www.steinsmidjan.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, Baldvin Jóhannesson símvirki, Skúlagötu 40 B, Reykjavík, sem lést 21. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. júlí klukkan 11.00. Ragnheiður Indriðadóttir Ragna Birna Baldvinsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Guðrún S. Jakobsdóttir Guðrún E. Baldvinsdóttir Bjarni Bessason og barnabörn ANDLÁT Þráinn Þórisson fyrrverandi skólastjóri, Skútustöðum, Mývatnssveit, er látinn. Þorbjörg Guðný Aradóttir, Akralandi 3, áður Þrándarlundi í Gnúpverjahreppi, lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 20. júlí. Þormóður Birgisson stýrimaður, Lauga- vegi 5, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofn- un Siglufjarðar föstudaginn 22. júlí. Tryggvi Ingimar Kjartansson, Brekku- götu 10, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 22. júlí. Þórður Jón Guðlaugsson fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðs Norðfjarðar á Reyðarfirði, Ljárskógum 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 23. júlí. Fjóla Sigurgeirsdóttir, Lýsubergi 8, Þor- lákshöfn, áður til heimilis í Marklandi 16, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnu- daginn 24. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey. Jóhanna Guðnadóttir frá Jaðri, síðar húsfreyja í Nesi, Eyjafjarðarsveit, andað- ist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 24. júlí. JAR‹ARFARIR 13.00 Kristján Rafn Hjartarson fyrrum símaverkstjóri, Vesturgötu 7, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Elsa Sigurðardóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H IL M AR B R AG I B ÁR Ð AR SO N Ekki ósvipað klæðskeravinnu NÝJUM ALÞJÓÐLEGUM SKÓLA Í VEIÐARFÆRAGERÐ HRINT ÚR VÖR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, Sigurbjörg Ámundadóttir Kristnibraut 77, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn 25. júlí. Gunnar Þorsteinsson Ingi Þór Hauksson Hugrún Ösp Egilsdóttir Þorsteinn Gunnarsson Inga Lillý Brynjólfsdóttir Einar Gunnarsson Ísak Örn Ingason Lovísa Ósk Ingadóttir Ámundi Reynir Gíslason Inga Lovísa Guðmundsdóttir Guðlaug Anna Ámundadóttir Snorri Böðvarsson Ásdís Ámundadóttir Kjartan H. Bjarnason Guðmundur Ámundason Elisabet Siemsen Ámundi Ingi Ámundason Hanna Guðrún Daníelsdóttir Reynir Ámundason Guðrún Halldóra Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.