Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 64
28 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR ÚT SA LA 50 -7 0% A FS LÁ TT UR Hæðasmára 4 • Sími 544 5959 • Hverafold – Grafarvogi Sími 577 4949 C O N N E C T I O N „Já. Það má alveg kalla okkur við- undur,“ segir sirkusstjórinn Jim Rose, sem kom til landsins í fyrra- dag ásamt fimm furðufuglum en hópurinn leikur kostulegar og á köflum brenglaðar listir sínar á Broadway á fimmtudaginn. Það er óhætt að segja að sýning Jims sé ekki fyrir viðkvæma og ald- urstakmark er því 18 ár en auk þess sem furðufyrirbærin hans setja músagildrur á tungur sínar, gleypa rakvélablöð og herðatré lyfta þau rafgeymi úr bíl með geirvörtum sínum og skjóta sér úr fallbyssu. Kynjabarátta í reiptogi Rose segir að þetta sé aðeins brot af því sem hann ætlar að bjóða upp á á Broadway og nefnir sérstaklega nýtt atriði sem verður frumreynt á Íslandi. „Við ætlum að fá það á hreint í eitt skipti fyrir öll hvort kynið er sterkara með því að leiða saman karl og konu og láta þau fara í reiptog með kynfærum sínum. Þetta hefur aldrei verið gert áður og ég er mjög forvitinn að sjá hvernig þetta fer.“ Fulltrúi kvenþjóðarinnar í þessu reiptogi er Amber Pie, 22 ára gömul klámmyndaleikkona, sem er ný í sirkusnum. Amber lyftir einnig lóðum með brjóstunum og leikur listir sínar með svipu. Rose bætir því svo við að einn heppinn áhorf- andi fái að eyða klukkustund bak- sviðs með Amber að sýningu lokinni. „Það má ræða bókmenntir við hana ef viðkomandi vill það en það er alveg inni í myndinni að láta hana lemja sig með svipunni eða ganga jafnvel enn lengra.“ Óvinsæll hjá bókstafstrúarfólki Þrátt fyrir að sirkusinn sé oft á tíðum yfirgengilegur segist Jim ekki finna fyrir miklu andstreymi. „Auðvitað heyrir maður alltaf ein- hverjar neikvæðar gagnrýnisraddir en það eru helst hægrisinnaðir, kristnir bókstafstrúarmenn sem eru á móti mér. Mér hefur verið stungið í steininn af og til og við vorum bönnuð á Nýja Sjálandi um tíma en það er allt í góðu núna.“ Gagnrýnendur jafn ólíkra miðla og MTV og The Wall Street Journal hafa hlaðið sirkusinn lofi og Jim finnst ekkert sjálfsagðara enda segist hann bjóða upp á sýningu á heimsmælikvarða: „Ég vek líka ekki jafn mikla hneykslan nú og áður en það þýðir ekki að sirkusinn hafi breyst heldur hefur heimurinn breyst. Það hefur líka haft sitt að segja að ég lék í X- Files-þáttum og við komum við sögu í Simpsons-þætti þar sem Hómer var skotið úr fallbyssu. Þegar maður tengist því sem er efst á baugi í poppmenningunni öðlast maður ákveðið gjaldgengi og er tekinn í sátt.“ Jim segir að þrátt fyrir að við lifum á tímum þar sem allt er leyfi- legt eigi hann erfiðar uppdráttar í heimalandinu eftir að George W. Bush varð forseti. „Það var vissu- lega auðveldara að komast upp með furðulega hluti í stjórnartíð Clintons. Ég er með háskólapróf í stjórnmálafræði og hef unnið fyrir CNN og það kom mér í bobba fyrir síðustu kosningar vegna þess að ég er alls ekki hrifinn af Bush.“ Kjötkveðjuhátíð hins undarlega Jim byrjaði með sirkusinn sinn árið 1991 en hafði áður unnið fyrir aðra og meðal annars stundað stökk yfir kúahóp á mótorhjóli en það var einmitt eftir slys í þeirri grein sem hann þurfti að hægja á sér og þá gerðist hann sirkusstjóri. „Ég gleypi enn rakvélablöð og sé um að keyra grínið á sviðinu áfram.“ En fólki hlýtur að ofbjóða margt af þessu enda virðist sumt vera á mörkum þess sem hægt er að bjóða mannslíkamanum upp á? „Það er alltaf eitthvað að gerast alls staðar út um allan heim og þú hefur val. Þú getur kosið að horfa eða sleppt því. Við bjóðum upp á allt: stóra skammta af gríni, öfgakennd atriði og kynlíf. Sirkusinn minn er suðu- pottur, kjötkveðjuhátíð hins undar- lega. Við breytum sviðinu í alls- herjar salat. Það sjá allir eitthvað við sitt hæfi hjá okkur. Eitthvað fallegt, eitthvað kynæsandi og eitt- hvað fyndið. Það er svo misjafnt hvað fer fyrir brjóstið á fólki en þegar það kemur að einhverju sem þú þolir ekki skaltu líta undan og horfa á hina í áhorfendahópnum fylgjast með ósköpunum.“ Malaði Ben Affleck í póker Jim er með eigin sjónvarpsþátt í Bandaríkjunum, skrifar bækur og hefur ofan af fyrir sér með ýmsu öðru en sirkusnum. „Ég held að það standi til að sýna þáttinn minn í ís- lensku sjónvarpi. Tökuliðið mitt ætlar að mæta á Broadway og taka upp efni fyrir þáttinn þannig að þeir sem vilja komast í sjónvarp sem fer út um allan heim ættu ekki að láta sig vanta á sýninguna.“ Jim er einnig öflugur pókerspilari og segist vera í hópi þeirra fjörutíu bestu í Bandaríkjunum. „Ég er fjóra mán- uði á ári að spila í Las Vegas. Ég er atvinnuspilari og spila til þess að vinna. Ég hef ágætis tekjur upp úr þessu og ég vann til dæmis 11.000 dollara af Ben Affleck ekki alls fyrir löngu. Hann er ekki góður tapari og svipurinn á honum þegar hann sá spilin mín var eins og hann hefði fundið fingur fljótandi í Kókinu sínu. Ég hef líka náð 6.000 dollurum af Spider-Man, Tobey Maguire.“ Jim fór út að borða á Apótekinu á miðvikudagskvöld og skrautlegur hópurinn vakti að vonum athygli. Gengið ætlaði í Bláa lónið í gær en Jim ætlar svo að nota föstudaginn til að renna fyrir fisk og spila golf. „Ég verð að veiða silung áður en ég fer heim. Það er eitthvað sem ég geri í öllum löndum sem ég heimsæki,“ segir Jim sem hefur farið í níu heimsreisur með sirkusinn og segist vera hæst ánægður með að vera kominn til Íslands.“ Brain Police hitar upp Sirkus Jim Rose hefur hitað upp fyrir heimsþekktar hljómsveitir á borð við Korn, Nine Inch Nails og Marilyn Manson og hann er góð- kunningi fjölmargra rokkhunda. Nú er hann hins vegar aðalnúmerið og því hefur verið gengið frá því að rokkhljómsveitin Brain Police hiti upp fyrir hann á Broadway. Strákarnir í þeirri sveit kunna upp á hár að kynda undir lýðnum þannig að það er engin hætta á öðru en að mannskapurinn verði vel með á nótunum þegar Jim stígur svo á svið með Amber og öllum hinum furðufuglunum sínum sem ætla að bera mergjað salat á borð fyrir þá sem treysta sér í geggjunina. ■ Kynósa karnival á Broadway Fur›ufuglinn Jim Rose ætlar a› tro›a upp me› Sirkus sinn í Reykjavík á fimmtudaginn. fiórarinn fiórarins- son hitti Jim og vi›undrin hans a› máli en í hópnum eru tæplega 300 kílóa fimleikama›ur og svipufim klám- myndaleikkona. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur verið önnum kafin á sviði Borgarleikhússins þar sem hún fer með eitt aðalhlutverkanna í Kalla á þakinu. Þar fyrir utan hefur hún vakið athygli í sælgætisauglýsing- um í sjónvarpinu í sumar. Þar gengur hún á staura og dettur af trampólíni og hafa auglýsingarnar eflaust kitlað margar hláturtaug- arnar. Það sem fáir vita er að Ragn- hildur á sjálf heilmikið í handriti auglýsinganna. „Ég var beðin um að vera í þess- um auglýsingum og fékk sent hand- rit. Ég og kærastinn minn fórum eitthvað að pæla í þessum og enduð- um á að skrifa nýtt handrit. Þetta var mjög fyndið og erfitt að taka upp auglýsinguna þar sem ég labba á staurinn. Fyrst vorum við með einhvern pappa staur en það gekk engan veginn svo það endaði þannig að ég þurfti bara að dúndra á staur- inn,“ segir Ragnhildur hlæjandi. Hún er eflaust best þekkt sem einn þáttastjórnandi Ópsins í Ríkis- sjónvarpinu en sá þáttur fer aftur á stað í haust. „Við Þóra vorum svo heppnar að fá Egil Eðvarðsson til liðs við okkur en hann hefur fram- leitt þætti eins og Gísla Martein og Hemma Gunn og á eflaust eftir að gera margt fyrir þáttinn,“ segir Ragnhildur sem einnig skrifar BS- ritgerðina sína í sjúkraþjálfun í vetur. Um Verslunarmannahelgina verður Ragnhildur í Galtalæk, í samstarfi við Freyju sælgætisgerð, þar sem verður risa trampólín- keppni fyrir krakkana. „Ég verð þarna með þeim að hoppa og við gefum tvö risa trampólín til þeirra sem sigra trampólín-keppnina.“ ■ Hoppar á trampólíni um helgina Platan Drawing Restraint með Björk er komin út hér á landi. Platan hefur að geyma tónlist úr kvikmynd- inni Drawing Restraint 9 eftir kærasta Bjarkar, lista- manninn Matthew Barney. Á plötunni tvinnar Björk saman japanskri þjóðlagatón- list og sínum eigin stíl. „Eftir allar þær rannsóknir með raddir sem ég gerði á Medúlla langaði mig til að fara lengra með þær. Þá sagði Matt- hew mér að myndin gerð- ist úti á hafi. Mig langaði þá að búa til raddir tengdar sjónum,“ sagði Björk í nýlegu viðtali við breska blaðið Telegraph. N‡ plata frá Björk BJÖRK Björk tvinnar saman japanskri þjóðlagatónlist og eigin stíl á nýju plötunni. RAGNHILDUR STEINUNN JÓNS- DÓTTIR Hún verður í Galtalæk um helgina þar sem risa trampólín- keppni verður fyrir krakkana. Y firvöld í Hong Kong ætla að reisa styttu til heiðurs kung fu-hetjunni Bruce Lee, sem lést aðeins 32 ára gamall. Í nóvember hefði Lee orðið 65 ára en hann slasaðist við gerð kvikmyndar og lifði þau meiðsl ekki af. Aðdáendur Lees fá að kjósa á milli þrenns konar mis- munandi hönnunar að styttunni en allar útgáfurnar eiga það sameigin- legt að sýna Bruce í bardaga- stellingu, beran að ofan og með einkennisvopn sitt, nunchaku. Teri Hatcher hefur heldur beturverið að færa sig upp á skaftið að mati umsjónarmanna þáttanna um Aðþrengdar eiginkonur. Hún sagði nýlega frá því í viðtali að sér þætti mjög spennandi að fara aftur í kvik- myndir og hlakkaði til að takast á við eitthvað nýtt. Heimildarmaður hjá ABC-sjónvarpsstöðinni, sem framleiðir þættina, segir að Teri hafi nánast samstundið verið kippt á fund þar sem lesið var yfir hausa- mótunum á henni. „Ef hún heldur að hún sé ómissandi þá skjátlast henni hrapallega. Hún getur ekki ætlast til að fá hærri laun og jafn- framt tala um önnur hlutverk. Þeir sögðu henni að væri hún með kjaft þá yrði hún bara skrifuð út úr þáttunum,“ sagði ónafn- greindur starfs- maður sjón- varpsstöðvar- innar. FRÉTTIR AF FÓLKI JIM ROSE OG FURÐUFUGLARNIR HANS Brugðu á leik fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins og af þessu litla sýnishorni er ljóst að sjón er sögu ríkari fyrir þá sem þora að horfa á Sirkus Jim Rose á fimmtudaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.