Fréttablaðið - 27.07.2005, Side 1

Fréttablaðið - 27.07.2005, Side 1
Kynósa karnival á Broadway SIRKUSSTJÓRINN JIM ROSE: ▲ UNGT FÓLK 28 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 Nýtt viðs kipta blað með Fré ttablaði nu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið YFIRLEITT BJARTVIÐRI Hætt við þokulofti með ströndum landsins, einkum þó norðan og austan til. Hiti 8-20 stig, hlýjast til landsins vestan og norðvestan til. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2005 - 201. tölublað – 5. árgangur Skagamenn spila vel Ungt lið Skagamanna vann góðan 1–3 sigur í Grindavík í gær og hefur náð tíu stigum út úr síðustu tólf leikjunum sínum í Landsbankadeild- inni. ÍA er komið upp að hlið Fylki í 5. sætinu. ÍÞRÓTTIR 24 Langskemmtilegasta nútíma- útfærslan Pétur Y. Yamagata krafðist endurút- gáfu á Fantastic Four sögunni 1234 en hún var prentuð á dögunum fyrir tilstilli Péturs og félaga hans í Nexus. Kvik- myndin um fjór- menningana verður frum- sýnd tíunda ágúst. FÓLK 34 Hreinar línur Það er einn helsti galli á stjórnarfari lýðveldisins eins og það hefur þróast að kjósendum gefst hvorki kostur á að dæma stjórnendur af verkum sínum né veita annarri stjórnarstefnu fylgi sitt. Í DAG 18 Fór í prufubrú›- kaupsfer› HELGA BENEDIKTSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● ferðir 300 KÍLÓA FIMLEIKAMAÐUR ▲ VEÐRIÐ Í DAG BANDARÍKIN, AP Geimskutlunni Discovery var í gær skotið af stað frá geimferðamiðstöð NASA á Canaveral-höfða á Flórída. Geim- skotið tókst vel, en þetta er í fyrsta sinn í tvö og hálft ár sem Bandaríkjamenn senda mannað geimfar á loft. Columbia-slysið árið 2003, er geimskutla sundr- aðist þegar hún flaug inn í gufu- hvolfið, olli því að allar geimskutl- urnar voru kyrrsettar uns örygg- ismálin höfðu verið rækilega yfir- farin. Til stóð að skjóta Discovery á loft fyrir hálfum mánuði, en þá reyndust eldsneytisnemar bilaðir. Í húfi var ekki aðeins líf áhafnar- innar heldur einnig orðstír Banda- ríkjanna sem forystuþjóðar geim- tækninnar. Fyrir áhöfn Discovery fer Eileen Collins, fyrsta konan sem stýrir geimskutluleiðangri. Ferð- inni er heitið í alþjóðlegu geim- stöðina sem er í smíðum með ýmsan búnað. Þar framkvæmir áhöfnin ýmsar tilraunir. - aa Fyrsta geimskutluskotið í Bandaríkjunum frá árinu 2003: Discovery komin út í geim Mótmælendur virkjunar reknir úr tjaldbú›unum Mótmælendum vi› Kárahnjúka hefur veri› gert a› yfirgefa tjaldbú›ir sínar fyrir hádegi í kjölfar har›ra átaka vi› lögreglu í fyrrinótt. Mótmælendur eru mjög ósáttir vi› framgöngu lögreglu í átökunum flegar flrír Bretar voru handteknir. Ekki eru lagaheimildir fyrir flví a› vísa mönnunum flremur úr landi. MÓTMÆLI Mótmælendum hefur verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar við Kárahnjúkavirkjun í kjöl- far harðra átaka við lögreglu í fyrrinótt. Prestssetrasjóður veitti mótmælendum heimild til þess að tjalda á svæðinu en hún var aftur- kölluð eftir beiðni frá sýslu- manninum á Seyðisfirði. Mótmælendunum hefur verið gefinn frestur til hádegis til þess að taka saman tjaldbúðirnar að sögn Birgittu Jónsdóttur, tals- manns mótmælenda í Reykjavík. Ef fyrirmæli um að yfirgefa svæðið verða ekki virt grípur lög- regla til aðgerða að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumanns. Enginn uppgjafartónn er þó í mótmælendum að sögn Birgittu en þeir munu vera að kanna hvort hægt sé að tjalda á öðrum stöðum í nágrenninu. Hún segist ekki hafa rætt þau mál við kollega sína á Kárahnjúkum af hræðslu við að lögreglan hleri símtölin. Helgi taldi í gær hæpið að mótmælendur fái leyfi til þess að tjalda annars staðar. „Heimildin var gefin í þeirri trú að þarna yrðu friðsamleg mót- mæli,“ segir Helgi Jensson, fulltrúi sýslumanns. „Sú hefur hins vegar alls ekki orðið raunin heldur hafa menn beinlínis sýnt af sér gróft ofbeldi.“ Mótmælendurnir eru ósáttir við framgöngu lögreglu í átökunum í fyrrinótt sem enduðu með því að þrír Bretar voru handteknir og fluttir til Egilsstaða. Þeir segja mótmælin hafa farið friðsamlega fram þar til lögregla kom á staðinn. „Lögregla skipaði bílstjórum vinnuvéla sem mótmælendur höfðu hlekkjað sig við að ræsa þær,“ segir í yfirlýsingu frá hópn- um. Þar segir enn fremur að kona úr hópnum hafi verið beitt kyn- ferðislegri áreitni og lögregla hafi haldið manni niðri meðan öryggis- verðir gengu í skrokk á honum. Helgi segir ávirðingar um að of harkalega hafi verið gengið fram alrangar. „Auðvitað skapast aukin harka í átökum ef mótmælendur ráðast að lögreglu,“ segir hann. Gerð var krafa um að þremur Bretanna sem handteknir voru yrði vísað úr landi en Útlendinga- stofnun telur ekki lagaheimildir til þess. „Það gilda mjög ströng skil- yrði um brottvísun borgara ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og við teljum þeim ekki hafa verið fullnægt,“ segir Björk Viðars- dóttir, lögfræðingur á Útlendinga- stofnun. - ht Á LEIÐINNI ÚT Í GEIM Geimskutlan Discovery tekur á loft frá Canaveral-höfða í gær. Fjöldi fólks fylgdist með geimskotinu sem heppnað- ist vel. Eileen Collins stýrir leiðangrinum - fyrst kvenna. Besti ferðafélaginn Ferðataskan í sumar Léttur öllari Metafkoma Íslandsbanka: 7,5 milljar›a hagna›ur VIÐSKIPTI Íslandsbanki hagnaðist um 7,5 milljarða króna á öðrum árs- fjórðungi og hefur bankinn aldrei hagnast meira á einum fjórðungi. Bjarni Ármanns- son, forstjóri bankans, segir uppgjörið sýna að reksturinn standi traustum fótum á öllum sviðum bankans. Erlend starfsemi bank- ans sé farin að skila verulegum hluta tekna hans og um 60 prósent af lánum bankans séu til erlendra aðila. Íslandsbanki hefur tekið miklum breytingum að undanförnu með kaupum á norska bankanum BN- bank og með sölunni á Sjóvá. Heild- areignir bankans hafa tvöfaldast frá áramótum og eru nú 1.335 mill- jarðar króna. Sjá nánar Markaðinn / -dh BJARNI ÁRMANNSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.