Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 16
KVÖLDÞÁTTURINN ALLA VIRKA DAGA Stundum er þráttað um það hvor hafi verið verri harðstjóri og af- kastameiri fjöldamorðingi Hitler eða Stalín – og upp á síðkastið er Maó formaður oft nefndur, að ógleymdum ódáminum Lenín. Kannski er þetta ekki ýkja frjó um- ræða. Öllum þessum mönnum fylgdu vondir stjórnarhættir þar sem fólskan var leitt til öndvegis og morðæði var löghelgað. En þótt ekki varði mestu hvort það var milljóninni meira eða minna sem fórst af völdum stjórn- arhátta þeirra þá ber okkur að muna þessa menn og alla þá mann- fyrirlitningu sem þeir standa fyrir. Við þurfum að gæta okkar á þeirri hugmyndafræði sem þeir aðhylltust allir hver með sínum hætti: að þeir störfuðu í umboði hóps sem vegna píslarvættis eða yfirburða ætti inni drápskvóta og að því hefðu þeir nokkurs konar sérleyfi til mann- drápa; störfuðu á undanþágu frá fimmta borðorðinu. Að þeir mættu starfa handan góðs og ills vegna sérstaks sögulegs hlutverks við að leiða lýðinn til ódáinsakra. Þessir harðstjórar og aðrir sem á eftir komu vöndu sig á að drepa fólk með því að gera óvin úr því með ímynd- uðum sameinkennum, án andlits, nafns eða mennsku. Í umræðu um Víetnamstríðið átti Halldór Laxness bestu afgreiðsluna á svona líkfram- leiðslu: hann sagði eitthvað á þá leið að enginn maður ætti að drepa fleiri en hann gæti sjálfur borðað... Í gær voru sextíu ár liðin frá að- gerð sem löngum hefur verið rétt- lætt með sérleyfi til manndrápa: loftárás Bandaríkjamanna á Hiros- hima sem varð um 240 þúsund manns að bana. Engum dettum í hug að Harry S. Truman hafi verið skrímsli á borð við Maó eða Stalín – þessi yfirkennaralegi maður úr vinstri armi Demókrataflokksins tók engu að síður ákvörðunina um kaldrifjað fjöldamorð á óbreyttum borgurum af meiri stærðargráðu en áðurnefndir kandídatar um titilinn versti maður 20. aldarinnar. Í nafni lýðræðis og einstaklingsréttinda okkar hér lét hann með einni sprengingu drepa hátt á þriðja hundrað þúsund manns – án þess að séð verði að sú sprenging hafi gert meira fyrir lýðræðið og einstak- lingsréttindin hér en til dæmis inn- rásin í Bagdad. Stundum er því haldið fram að sprenginguna hafi þurft til að knýja Japana til uppgjafar en sam- kvæmt því sem Dominick Jenkins segir í grein í Guardian í gær hafa nýlega birt skjöl frá Bandaríkjun- um, Japan og Sovétríkjunum sál- ugu leitt í ljós að þessi eyðing einn- ar borgar skipti þar ekki sköpum, enda bættist eyðing Hiroshima ein- göngu í hóp sextíu og tveggja ann- arra borga sem Bandaríkjamenn voru þá búnir að leggja í rúst með sprengjuregni. Korechika Anami, hershöfðingi og þáverandi land- varnaráðherra Japana, sagðist reiðubúinn að berjast enn eftir þessa árás – og átti nóg frammi af fólki til að fórna. Það sem skipti hér sköpum var annars vegar þátt- taka Sovétmanna í Kyrrahafsstríð- inu sem hófst þann 8. ágúst og hins vegar sú ákvörðun Bandaríkja- manna að þyrma keisaranum og keisaradæminu. Kjarnorkusprengjan á Hiro- shima var dýrslegt siguröskur og henni fylgdi hrun þeirrar sjálfs- myndar sem margir Vesturlanda- menn höfðu haft: að þeir væru sið- menntað fólk. Sprengjan þjónaði þeim tilgangi fyrst að refsa grimmilega þeirri þjóð sem hafði vogað sér að ráðast á Bandaríkin í fyrsta sinn frá stofnun þeirra og síðan að sýna umheiminum – og þá einkum hinum stóru öpunum í skóginum – fram á mátt og megin Bandaríkjanna. Þessi sprenging mótaði kalda stríðið ekkert síður en framganga Stalíns og eftir- manna hans – sprengjan grúfði yfir vestrænni menningu með tilheyr- andi ótta og andlegri kröm, hræsn- in sem fjöldamorðin í Hiroshima og seinna Víetnam leiddi í ljós og köld og sínálæg ógnin frá bombunni átti mestan þátt í að skapa þá kaldhæðni og upplausn meðal ungs fólks sem einkenndi 7. og áttunda áratug 20. aldarinnar – frá 68 kynslóð til svartklæddra pönkara – og hrekja fákæna krakka í faðm alls konar rugludalla sem höfðu sumir það eitt sér til ágætis að vera á móti „kerfinu“ og draga í efa siðmenningu vestur- landa. Og enn skynjum við þessa ógn streyma frá Sprengjunni... Hin viðurstyggilega fjölda- slátrun sem átti sér stað í Hiro- shima fyrir 60 árum verður að geymast í minni okkar ekkert síð- ur en ódæði kommúnista og nas- ista því að hún er vitnisburður um það hvílík regingeggjun stríð er ævinlega og hversu tryllingslegar ákvarðanir hversdagsgæfir og „réttkjörnir“ ráðamenn í lýðræð- isríki geta tekið við slíkar aðstæð- ur, þegar þeir fara að ímynda sér að þeir hafi sérleyfi til mann- drápa og að einhverjir hlutar mannkynsins séu réttdræpari en aðrir, sökum búsetu sinnar, litar- háttar, trúarbragða, stéttarstöðu, kynhegðunar eða þaðan af langsóttari einkenna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, er ánefa öflugasti málsvari stjórnarandstæðinga á Alþingi.Hann er ekki aðeins mælskur og þróttmikill, heldur ber málflutningur hans með sér að hann trúir á það sem hann segir. Þetta er ekki nefnt hér til að skjalla hann í tilefni af fimmtugs- afmælinu í vikunni sem leið, heldur frekar til að velta upp þeirri spurningu, af hverju maður eins og Steingrímur, sem talar fyrir skoðunum sem eru, og verða áreiðanlega áfram, í minnihluta með þjóðinni, hefur skapað sér svo sterka stöðu í al- menningsálitinu. Af hverju dettur fólki ekki frekar í hug Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar spurt er um atkvæðamesta leiðtoga stjórnarandstöðunnar? Persónulegir eiginleikar Steingríms J., eins og orðlögð snerpa hans, hafa vafalaust sitt að segja í þessu efni. En líka spilar inn í ákveðin einsýni í stjórnmálatrú hans og boðskap. Menn geta verið snöggir og ákveðnir þegar þeir eru vel forrit- aðir. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt að hún getur verið fljót að bregðast við, talað afdráttarlaust og fengið fólk á sitt band. En henni hættir oft til að tala, og enn frekar að skrifa, eins og pró- fessor. Hún og menntafólkið í kringum hana virðast ekki átta sig nægilega vel á því að málfar og rökfræði stjórnmálanna verður að taka mið af þjóðfélaginu í heild. Það er ekki nóg að ná sambandi við háskólasamfélagið. Mörgum finnst að þeir viti hreinlega ekki fyrir hvað Ingi- björg Sólrún stendur. Einn daginn talar hún um að hún vilji gera Samfylkinguna að flokki viðskiptalífsins, hinn daginn líkir hún einkavæðingunni við sölu á ættarsilfrinu. Hún þarf að gera upp við sig, hvort hún er með eða á móti sölu ríkisfyrirtækja. Vandamálin eru fleiri. Svo virtist um tíma sem Ingibjörg Sólrún ætlaði að beita framtíðarhóp Samfylkingarinnar, sem hún stýrði, til að kynna og afla fylgis við djarfar og nútímalegar til- lögur í stjórnmálum. Ýmsar hugmyndir komu fram, en koðnuðu síðan niður og enginn veit hvað um þær varð. Verst er að eng- inn veit með vissu hvar í hugmyndaflórunni formaðurinn ætl- aði að taka sér stöðu. Við slíkar aðstæður tapa samherjar flug- inu og kjósendur áttum. Þegar Geir H. Haarde, sem þekktur er fyrir hófsaman mál- flutning, tekur við sem formaður Sjálfstæðisflokksins á flokk- urinn möguleika á því að styrkja sig enn frekar í sessi meðal hins breiða hóps kjósenda á miðjunni. Það eru þeir kjósendur sem Samfylkingin þarf að ná til. Það mun ekki gerast nema Ingibjörg Sólrún taki sér ærlegt tak. Ætli hún sér raunverulega í stól forsætisráðherra eftir næstu þingkosningar verður hún að reka af sér slyðruorðið. Hún verður að sýna og sanna á næstu vikum og mánuðum að hún eigi erindi í stólinn og valdi þessu stóra hlutverki. 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þarf að reka af sér slyðruorðið. Nú er a› s‡na sig og sanna FRÁ DEGI TIL DAGS Mörgum finnst a› fleir viti hreinlega ekki fyrir hva› Ingibjörg Sólrún stendur. Einn daginn talar hún um a› hún vilji gera Sam- fylkinguna a› flokki vi›skiptalífsins, hinn daginn líkir hún einka- væ›ingunni vi› sölu á ættarsilfrinu. Sérleyfi til manndrápa Í útrýmingarhættu Í forvitnilegri grein hér í Fréttablaðinu á fimmtudaginn gerði Þorvaldur Gylfason prófessor fílinn og sögu hans að umtals- efni. Benti hann á að fíllinn ætti nú í vök að verjast. Á Indlandi hefði fílastofninn talið 1,3 milljónir dýra árið 1977, en tutt- ugu árum síðar hefði stofninn minnkað niður í 600 þúsund dýr. Þessi fækkun stafaði m.a. af rányrkju, sem illa hefði tekist að hemja, og árekstrum milli manna og fíla. Einn af lesend- um þessa dálks taldi að prófess- ornum hefði skotist yfir megin- skýringuna á því að fílar væru í út- rýmingarhættu. Það væri vegna þess að eignarrétt skorti á fílastofn- inum. Skortir eignarrétt Lesandinn sagði að hagfræðingar hefðu á undanförnum árum talsvert skrifað um þessi efni. Niðurstaða þeirra væri sú að fíl- um fækkaði í heiminum vegna þess að þeir væru almenningseign, en ekki eign einstakra manna. Lesandinn tók til sam- anburðar dæmi af kindum á Íslandi. Hvers vegna eru kindur ekki í útrýming- arhættu eins og fílarnir í Afr- íku og Asíu? Svarið væri að kindur hefðu eigendur, sem merktu þær, girtu þær af frá kindum annarra, önnuðust um þær og hirtu afraksturinn af þeim. Þar sem allir ættu fílana hirti enginn um þá. Fílabeinið væri hins vegar verðmætt, og þess vegna væru fílar veiddir. 48% nefndu Gísla Þeir sem stóðu að umtalaðri könnun um fylgi frambjóðenda sjálfstæðis- manna til borgarstjórnar segja í tölvu- pósti, sem þessum dálki barst um helg- ina í tilefni af skrifum hér í blaðinu, að 48% þátttakenda í könnuninni, sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, hefðu talið Gísla Martein Baldurs- son líklegastan til að velta R-listanum úr sessi. Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson hafi 44% sjálfstæðismanna nefnt, og 8% hvorugan þeirra. Meðal kjósenda R-list- ans hafi 45% nefnt Gísla Martein en 34% Vilhjálm. Álitamál er þó hvort þessar tölur séu marktækar, þar sem úrtakið er orðið mjög lítið. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG 60 ÁR FRÁ HIROSHIMA GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Engum dettum í hug a› Harry S. Truman hafi veri› skrímsli á bor› vi› Maó e›a Stalín – flessi yfirkennaralegi ma›ur úr vinstri armi Demókrataflokks- ins tók engu a› sí›ur ákvör›un- ina um kaldrifja› fjöldamor› á óbreyttum borgurum af meiri stær›argrá›u en á›urnefndir kandídatar um titilinn versti ma›ur 20. aldarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.