Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 78
30 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Aukin rétt samkynhneigðra til fjölskylduþátttöku. Sextíu ár. Didier Drogba ... fá Jón Gunnar Geirdal og aðrir starfsmenn Senu fyrir að fá loks- ins stórstjörnu til að kynna mynd sína í eigin persónu á Íslandi. Rob Schneider er á leiðinni til landsins. HRÓSIÐ Síðasti dagurinn. Uppi á Miðholti í Hafnarfirðinum var mamma sennilega að undirbúa sunnudags- matinn. Lambalæri, brúnaðar kartöflur og maískorn. Afi að koma í heimsókn. Ég sat hins veg- ar á flugvellinum í Zürich og beið þess að komast heim til Íslands. Það myndi standa tæpt. Hafði ein- ungis fjörutíu og fimm mínútur til þess að koma mér á milli flugvéla. Vonaðist til að ekki yrði nein sein- kunn. Nennti ekki að gista eina nótt í Kaupmannahöfn, langaði í sunnudagsmatinn hennar mömmu. Það hafði verið teiti um laug- ardagskvöldið Öllum boðið á gay-stað í miðbæ Zürich. Þar ætlaði Sven Muller, Mr. Gay í Sviss, að skemmta gestum með dansi sínum. Christian Iten, fjölmiðlafulltrúi ráð- stefnunnar, lagði hart að mér að mæta. Sagð- ist ætla að bjóða í eftirpartí í íbúð sinni. Merkileg- ur náungi. Í útliti minnir hann á KGB-morð- ingja. Þunnt hár og stór gleraugu. Ekk- ert sviss- neskt við hann. Engu að síður eru hreyfingar hans á köflum mjög kvenlegar og stundum eru þær klunnalegar. Hefur staðið sig eins og hetja. Á allt hrós skilið. Ég hafði horft á minningarat- höfnina um Hiroshima á CNN föstudagsnóttina. Sextíu ár síðan fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað til jarðar til að drepa fólk. Engu að síður sögðust íbúarnir ekki bera kala til Bandaríkjanna heldur vildu að Hiroshima yrði upphaf friðar. Held að heimurinn yrði betri ef allir hugsuðu svona. Var þó ekki í stuði til þess að velta þessu eitthvað frekar fyrir mér. Vildi bara komast heim í 101. Fá mér te á Prikinu og sofna í eigin rúmi. Heima er jú alltaf best. ■ REISUBÓKARBROT FREYR GÍGJA BLAÐAMAÐUR ER Á LEIÐ Á RÁÐSTEFNU UM RÉTTINDABARÁTTU UNGS SAMKYNHNEIGÐS FÓLKS Í EVRÓPU. Heima er best MUGISON: TEKUR UPP TÓNLIST VIÐ MYND BALTASARS KORMÁKS: Músíkalskasti maður sem ég hef kynnst Tónlistarmaðurinn Mugison er um þessar mundir að taka upp tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. Upptökurnar hafa farið fram í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlaug- inni í Mosfellsbæ. Eins og Frétta- blaðið greindi frá í lok júní hefur Mugison verið að vinna að tónlist- inni undanfarin misseri en stutt er síðan upptökurnar hófust. „Mugison er að gera frábæra hluti og hann er almúsíkalskasti maður sem ég hef kynnst,“ segir Baltasar um framlag Mugison. „Þetta er honum svo eðlislægt og ég er rosalega ánægður. Ég ætlaði upphaflega að láta aðra gera tón- listina við myndina en eftir að ég heyrði Mugimama is this Monkey- music? um jólin og fór svo á tón- leikana með honum á Nasa kom enginn annar til greina,“ segir hann og bíður spenntur eftir því að geta skreytt myndina með tón- listinni. Mugison segir upptökurnar hafa gengið ágætlega. „Ég er bú- inn að vera hérna í viku að taka upp en ég er líka með stúdíó heima hjá mér og er búinn að vera þar í mánuð,“ segir hann. „Það hafa margir verið mér inn- an handar. Rúna hefur verið að hjálpa mér og Biggi sundlaugar- vörður líka.“ Á meðal fleiri að- stoðarmanna Mugison eru Pétur Grétarsson trommari, Pétur Þór Benediktsson gítarleikari og blásararnir Samúel J. Samú- elsson og Kjartan Hákonar- son úr Jagúar. Eftir að upptökunum lýkur ætlar Mugison að snúa sér strax að gerð sinnar næstu plötu en ekki er víst hvenær hún kemur út. Tvær tón- leikaferðir eru síðan fyrirhugaðar hjá kapp- anum á næstunni. Í október fer hann á rúnt um Evrópu og í nóvember spilar hann í Bandaríkjunum til að fylgja eftir Mugimama-plötunni sem kemur þar út í október. A Little Trip to Heaven verður væntanlega frumsýnd í haust og skartar þeim Forest Whitaker og Juliu Stiles í aðalhlutverkum. Eft- irvinnsla myndarinnar hefur stað- ið yfir að undanförnu en að öllum líkindum verður tónlist Mugison gefin út áður en myndin fer á hvíta tjaldið. freyr@frettabladid.is Lárétt: 2 látið af hendi, 6 ármynni, 8 málmur, 9 fæðu, 11 lít, 12 álögu, 14 pen- ingar, 16 varðandi, 17 fínt regn, 18 andi, 20 gangþófi, 21 lengdarmálseining. Lóðrétt: 1 fugls, 3 enn fremur, 4 skráði, 5 viður, 7 lögreglumál, 10 lín, 13 trygg, 15 útstáelsi, 16 stórveldi, 19 fimmtíu og einn. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2selt,6ós,8eir, 9mat,11sé,12 skatt,14aurar, 16um,17úða,18sál,20 il,21alin, Lóðrétt: 1lóms,3og,4listaði,5tré,7 sakamál,10tau,13trú,15rall,16usa, 19li. Í HLJÓÐVERINU Mugison er um þessar mundir að taka upp tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven. BALTASAR KORMÁKUR Baltasar sannfærðist um ágæti Mugison eftir að hann sá hann spila á tónleikum á Nasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félags- ins Ísland-Palestína, er mikill áhugamaður um berja- tínslu. Hann segir að sprettan byrji í ár að minnsta kosti jafnsnemma og í fyrra. „Ég fór vestur á Snæfellsnes í berjamó upp úr miðj- um júlí þar sem við vorum undir jökli í hrauninu. Þá voru krækiberin orðin töluvert vel sprottin. Þarna var þó nokkuð af þroskuðum og góðum berjum og eitt og eitt bláber var þroskað,“ segir Sveinn Rúnar og bætir við: „Viku seinna var ég uppi í hlíðunum fyrir austan Klaustur í Eldhrauni og þar voru krækiberin almennt vel sprottin. Þar var lítil telpa fyrst til að benda á bláberjalyng á þúfu sem var alblá. Þar var ekki einn einasti grænjaxl.“ Sveinn segir að sprettan í fyrra hafi verið óvenjulega góð, rétt eins og núna. „Ég ætlaði ekki að trúa því í fyrra þegar ég var í Bláfellshrauni 1. ágúst að tína upp í mig fyrstu aðalbláberin. Vanalega hafa berin verið tilbúin hálfum mánuði eða þremur vikum seinna. Ég var að tína í fyrra fram undir lok septem- bermánaðar. Þá var ég að sækja krækiber í Selvog- inn. Áður hafði ég ekki nema eina til tvær vikur til að tína berin vegna þess að næturfrostið var þá skollið á í byrjun september,“ segir hann. „Ef veðráttan helst svipuð stefnir í annað feiknalega gott berjaár.“ Auk eigin reynslu af sprettunni á Austur- og Vestur- landi hefur Sveinn heyrt góðar berjafréttir af Vestfjörð- um og segist einnig hafa fulla trú á að Norðurlandið skili sínu, bæði Tröllaskaginn og Þingeyjarsýslur. Hann segir yndislegt að vera úti í náttúrunni og njóta þeirra gjafa sem hún gefur. Eftir tínsluna frystir Sveinn berin og reynir síðan að láta þau endast yfir árið en hann borðar þau eintóm eða með mjólk, rjóma eða skyri. Hann gerir saft úr berjunum en einnig sultur þótt minna hafi farið fyrir því undanfarið. BERJATÍNSLA: SVEINN RÚNAR HAUKSSON SEGIR AÐ ALLT STEFNI Í ANNAÐ FEIKNALEGA GOTT BERJAÁR. SÉRFRÆÐINGURINN SVEINN RÚNAR HAUKSSON Sveinn Rúnar hefur ákaf- lega gaman af berjatínslu. Tínir upp gjafir náttúrunnar STYLUS CX-3650 VILTU TÖLVU? Sendu SM S skeyti› BT SLF á númeri› 1900 og flú gætir unni›. Vi› sendu m flér sp urningu. fiú svara r me› flví a › senda S MS skeyt i› BT A, B e›a C á númeri› 1900. Klikka›ir aukavinn ingar! MEDION far tölvur • EPS ON prentara r • SONY m p3 spilarar GSM símar • SONY staf rænarmynd avélar • PS2 tölvur Bíómi›ar á Ævintýrafer ðina • PS2 S ingstar Battlefield 2 • God of W ar tölvuleik ir • Kippur a f Coke og enn meir a af DVD, g eisladiskum , tölvuleikju m og fleira. .. Taktu þátt ! Þú gætir u nnið fartölvu fr á BT og margt flei ra! 10. hver v innur! SMSLEIKUR Vi nn in ga r ve r› a af he nd ir í BT S m ár al in d, K óp av og i. M e› fl ví a › ta ka fl át t er tu k om in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt i› C8 OPTIVIEW 17 100GBharður diskur! 17” WideXGA skjár! SUPER DVDskrifari! NVIDIA GeForce skjákort Flottasta skólavélin ! TÖLVULEIKIR CYBER SHOT DSC-S 40 X1 BLACK DRAGON Ódýr asta skóla vélin ! GSM SÍM AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.