Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,42 63,72 112,77 113,31 78,4 78,84 10,505 10,567 9,937 10,995 8,402 8,452 0,5675 0,5709 92,97 93,53 GENGI GJALDMIÐLA 05.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 109,1413 4 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Allt tiltækt slökkvilið sent að Hafnarstræti á Akureyri: Sprenging í íbú›arhúsi SPRENGING „Ég varð nú lítið var við sprenginguna sjálfa en það gaus upp heilmikill reykur,“ sagði Björn H. Sveinsson, íbúi á Hafnarstræti á Akureyri. Allt tiltækt slökkvilið var kallað þangað um miðjan dag í gær eftir að sprenging varð í húsi við götuna og fylltist það af reyk á ör- skömmum tíma. Enginn var eldurinn þegar slökkvilið kom á vettvang en íbúar hússins voru þá komnir út heilu og höldnu. Í ljós kom að neisti hafði hlaupið í púðurbirgðir sem eigandi hússins geymdi í kjallara þar sem hann var við vinnu sína. Greiðlega gekk að reykræsta húsið en litlar skýringar fengust á því púðri sem geymt var í kjallaranum. Taldi slökkvilið líklegast að um byssupúð- ur hefði verið að ræða en magn þess var ekki mikið. Björn segir mildi að ekki gaus upp eldur vegna þessa enda byggð þétt á þessu svæði og mikill elds- matur í grenndinni. „Það er annað hús þétt upp við þetta og eldur áreiðanlega komist í það líka ef hann hefði kviknað á annað borð. En slökkviliðið var fljótt að afgreiða þetta.“ - aöe Ekki forgangsverkefni a› lækka tekjuskatt STJÓRNMÁL „Við viljum að allt skattkerfið sé tekið til endur- skoðunar með það fyrir augum að færa byrðarnar af herðum þeirra sem hafa litlar eða með- altekjur og yfir á hina sem hafa úr nógu að spila,“ segir Ög- mundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs. Ögmundur telur nauðsynlegt að skattur á arð og fjármagnstekj- ur sé hækkaður til jafns við tekjuskatt enda hafi margir tekjur af fjármagni. „Ríkis- stjórnin gengur hins vegar í gagnstæða átt og þetta er hluti af stórum pakka sem er íviln- andi fyrir hátekjufólkið í land- inu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er ánægður með fyrirhugaða skattalækkun þótt honum mislíki margt annað hjá stjórnarflokkunum. „Þetta er mjög jákvætt og það hlýtur að koma sem flestum til góða að tekjuskatturinn sé lækkaður,“ segir Magnús Þór. Hann tekur undir með Ögmundi um nauðsyn þess að fjár- magnstekjuskatturinn verði hækkaður en hann nemur tíu prósentum. „Það mætti lækka tekjuskatt- inn ennþá meira ef fjár- magnstekjuskatturinn yrði hækkaður. Ég hef hins vegar fengið nóg af launamisréttinu í landinu. Það eru að verða til tvær þjóðir, annars vegar þessir ofsalegu ríku og svo við hin, þessir venjulegu þrælar sem erum skattpíndir,“ segir Magnús Þór. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar- innar segir svigrúm vera til skattalækkana. „Ég fagna því að til standi að lækka virðis- aukaskatt á mat enda hefur Samfylkingin barist lengi fyrir því,“ segir Ágúst Ólafur. „Það er augljóst að það er svigrúm til skattalækkana þó það sé kannski ekki í jafn miklum mæli og ríkisstjórnarflokkarnir telja því við viljum halda uppi öflugu velferðar- og mennta- kerfi.“ Ágúst Ólafur segir ekki for- gangsatriði að lækka tekju- skatt. Hann segir matarskattinn beri að lækka um helming enda komi það flestum til góða. Breytingar á tekjuskattinum megi svo skoða í framhaldinu. bjorn@frettabladid.is Bandaríkjamenn loka sendiráði: Óttast hry›juverk SÁDÍ-ARABÍA, AP Bandaríkjamenn ætla að hafa lokað í sendiráði sínu í Riyadh í Sádí-Arabíu í dag og á morgun vegna ótta við hugsanleg hryðjuverk. Njósnir Bandaríkja- manna hafa leitt í ljós að hryðju- verkamenn ráðleggja nú árásir á opinberar bandarískar byggingar í landinu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu segjast ekkert hafa heyrt um hugsanlega hryðjuverkaógn. Sendiherra Banda- ríkjanna hefur varað landa sína við og hvetur þá til að láta lítið fyrir sér fara næstu daga á meðan málið er kannað nánar. Ráðist var á sendiráð Bandaríkj- anna í borginni Jiddah í desember og fimm starfsmenn sendiráðsins myrtir. ■ Skógareldar í Bandaríkjunum: Hundru› yfir- gefa heimili sín BANDARÍKIN, AP Rýma hefur þurft 150 heimili í norðvesturhluta Bandaríkjanna vegna skógarelda sem þar geysa. Eldurinn kviknaði á föstudaginn en ekki hefur enn skýrst hvað olli honum. Ekki er vitað um neinar eldingar undan- farna daga en mjög heitt og þurrt hefur verið lengi á þessum slóð- um. Loka hefur þurft vegum í fylkj- unum Oregon og Montana vegna eldanna og vinna slökkviliðsmenn að því að halda eldinum í skefjum. Áætlanir slökkviliða gera ráð fyr- ir að lokið verði við að slökkva eldana á miðvikudaginn. ■ VEÐRIÐ Í DAG FLÓÐ Í KÍNA Mikil flóð urðu í Kína í gær vegna fellibyls. 103 námuverkamenn eru fastir í námu vegna flóðanna. Námuverkamenn í Kína: Hundra› fastir í námu KÍNA 103 kínverskir námuverka- menn eru fastir í námu í Guang- dong-héraði í Kína. Þeir festust eftir að flóð lokaði útgönguleið- inni. Björgunaraðgerðir voru í fullum gangi í gærkvöldi en óvíst hvort næðist að bjarga mönnun- um. Fréttir frá kínverskum stjórnvöldum af atburðinum þykja aukinheldur óskýrar. Á fyrri helmingi þessa árs hafa 2.700 Kínverjar dáið í námuslys- um. Á síðasta ári létust 6 þúsund Kínverjar í sprengingum, hrunum og flóðum í námum. Um tveir þriðju hlutar raforku í Kína eru framleiddir með kolabrennslu. ■ Hitabylgja í Suður-Evrópu: Tveir látnir í skógareldum MADRÍD, AP Tveir slökkviliðsmenn létust við skyldustörf á Spáni í gær en þar geysa skógareldar víða um landið. Annar hrapaði á slökkviflugvél sinni en hinn kramdist undir bjargi sem féll á hann. Einnig hefur þurft að rýma heimili í Portúgal og suðurhluta Frakklands vegna skógarelda. Hitastigið er það hæsta sem mælst hefur á Spáni á þessu ári en á laugardaginn fór hitinn yfir 43 gráður. Margir óttast að sagan frá sumrinu 2003, þegar 19 þúsund manns létust í hitabylgju í Evrópu, endurtaki sig. ■ ELDUR Í PORTÚGAL Hitastigið hefur víða farið yfir 40 gráður í suðurhluta Evrópu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Ágúst Ólafur Ágústsson, flingma›ur Samfylkingarinnar, segir ekki forgangsverk- efni a› lækka tekjuskatt. fiingmenn Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins taka misjafnlega í hugsanlega lækkun tekjuskatts og vir›isaukaskatts um áramót. ÖGMUNDUR JÓNASSON Brýnast að hækka skatt á arð og fjármagnstekjur. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Kemur flest- um til góða að lækka tekjuskattinn. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Matarskattinn ber að lækka um helming. HÆTTAN LIÐIN HJÁ Neisti hljóp í púðurbirgðir í kjallara húss við Hafnarstræti en til allrar hamingju gaus eldur ekki upp. Slökkviliðið var fljótt að reykræsta húsið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.