Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 18
]MálningapenslarÞað er mikilvægt að hreinsa pensla og rúllur strax að lokinni notkun. Ef málað ermeð vatnsmálningu er gott að þrífa penslana með penslasápu. Penslarnir verðaeins og nýir ef þeir fá að liggja í sápunni í tvo til þrjá daga. [ El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir                                     !  """ Hægt að opna í miklum hita Sumir vilja getað lokað svöl- unum og hljóðeinangrað. Gler og brautir sérhæfa sig í upp- setningu á gleri á svölum og sólstofum. „Við hljóðeinöngrum um 10 desi- bel, sem þýðir að fólk getur talað saman úti á svölum við umferðar- götu, sem það gat ekki áður vegna hávaða,“ segir Gunnar Svanberg hjá fyrirtækinu Gleri og brautum. Hann setur glerið upp innan við önnur svalahandrið og með þeim hætti að hægt sé að opna það ef hitinn verður of mikill. Glerið er keypt hjá Samverki á Hellu, er 12 millimetra þykkt og stenst því ís- lenskt ofsaveður eins og 35 m vind á sekúndu. Anna Rós Jóhannesdóttir og maður hennar Skúli Gunnars- son hafa skapað sér heilan heim á lítilli flöt í Garðabæ. Hún notar blómaáburð eftir leyniuppskrift frá föður sínum til að láta plöntur vaxa sem engan óraði fyrir að gætu þrif- ist hér á landi. „Ef maður hefur ekki útsýni þá býr maður það bara til,“ segir Anna Rós, sem býr í götu í Garða- bæ þar sem er lítið útsýni og lóð- irnar litlar. Þau létu samt slík smáatriði ekki á sig fá og bjuggu sér bara til fallegt útsýni yfir eig- in garð, sem Garðabær sá ástæðu til að verðlauna sérstaklega fyrir fegurð í ár. „Framgarðurinn er mjög sér- stakur. Við erum með mjög marg- ar tegundir af blómum, ég held að ég sé til dæmis með allt upp í fjörutíu rósategundir. Svo er bak- garður bak við bílskúrinn þar sem við höfum ræktað grænmeti og ber, til dæmis rifsber, sólber, hindber og stikilsber,“ segir Anna Rós. „Síðan erum við með alls konar skrítna hluti sem við höfum fundið, bæði úr Flatey þaðan sem maðurinn minn er ættaður og frá foreldrum mínum í Ólafsfirði,“ segir hún. Hlutirnir hafa margir hverjir sérstaka merkingu og eru að sögn Önnu eins konar hluti af fjölskyldunni. Í garðinum vaxa plöntur sem virka framandi fyrir Íslendinga sem þekkja fátt annað en fá- breytileikann í flórunni. Það kem- ur því ekki á óvart þegar Anna lýsir því að fólk hafi ráðlagt henni frá því að hefja ræktun á ýmsum plöntum hér á landi vegna veðr- áttunnar - plöntum sem nú lifa góðu lífi í garðinum hennar. Þegar aðeins er gengið á eftir henni kemur í ljós að hún lumar á leyni- ráði. „Pabbi minn er bóndi norður í Ólafsfirði og hefur í nokkur ár búið til blómaáburð sem ég hef notað í nokkur ár. Ég bara held að plönturnar vaxi svo vel á honum því ég hef aldrei notað nokkuð annað.“ Greinilegt er að fleiri hafa fallið fyrir áburðinum því faðir hennar, sem býr á bænum Kálfsárkoti í Ólafsfirði, er með áskrifendur að áburðinum sem hann býr til úr uppskrift sem hann neitar að gefa upp. Um garðinn hennar gildir þó sama lögmál og um alla garða - það þarf að sinna honum vel. Anna Rós sér þó ekki eftir neinu því hún vinnur krefjandi starf sem yfirfé- lagsráðgjafi á Barna- og kvenna- sviði á Landspítalanum og segir að það sé gott að komast heim og dreifa huganum í garðinum. „Það er gott að dunda í moldinni og sjá eitthvað vaxa og dafna. Ég held að það hafi styrkjandi áhrif á alla að sjá eitthvað vaxa.“ Anna Rós Jóhannesdóttir í garðinum. Blómin vaxa með hjálp blómaáburðar að norðan. Í garðinum eru einnig hlutir úr ýmsum áttum. Rósir og skrítnir hlutir 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.