Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Lánsma›ur? Eina skýringin á því að ég skuliekki vera skuldugur upp fyrir haus er sú að ég ólst upp á tímum þegar bankastjórar lánuðu ekki peninga nema fólki sem gat sann- fært þá um að það ætti nóga pen- inga fyrir. Ef fólk langaði til að kaupa eitthvað varð að nota aðferð sem nefndist „sparnaður“ og var fólginn í því að nurla saman pen- ingum í þeirri von að maður væri fljótari að safna heldur en ríkis- stjórnin að fella gengi krónunnar. EF ég hefði alist upp í góðæri væri ég örugglega stórskuldugur. Tökum nauðsynleg útgjöld: Hús- næði 50 milljónir, bíll 6 milljónir, innbú og heimilistæki 5 millur, sigling um Karíbahafið 2 milljónir, skíðaferð til Ítalíu 1 milljón, skuldbreytingalán fyrir gjaldfölln- um lánum og lögfræðikostnaði 12 milljónir, tómstundakostnaður 2 milljónir. Þarna eru komnar 75 kúlur. Svona hleðst þetta upp þótt maður sé ekki að veita sér neitt sérstakt. Og svo er það fatnaður kr. 147.302 á útsölum. Samtals eru þetta 75.147.302 krónur, á verð- tryggðum lánum og vextir og þjónustugjöld að sjálfsögðu eins og bönkunum hentar hverju sinni. ÞETTA er náttúrlega bara einka- neysla og fyrirtækinu óviðkom- andi. Ef ég væri ungur núna væri mér alveg trúandi til að fara að framleiða kvikmyndir. Þá förum við fyrst að tala um alvörupen- inga. Segjum að ég væri rétt að byrja, búinn að gera tvær myndir. Sú fyrri kostaði bara 300 milljón- ir, en seldist ekkert erlendis, svo að sú næsta kostaði 800 milljónir. Tekjur til þessa af 20 þúsund áhorfendum og svo boð um að koma á kvikmyndahátíðina í Haugasundi enda hef ég fengið góða dóma bæði í Vi menn og Dimmalætting. Segjum að tekj- urnar séu 100 milljónir, og þá eru 20 milljónir í peningum, hitt í gúddvill. Samtals: 1.075.147.302 kr. Rétt rúmur milljarður. Í skuld. ÞESSU er ég bara að velta fyrir mér til að bera saman lántöku- möguleika unga fólksins í dag og þeirrar verðbólgu-kynslóðar sem ég tilheyri. Þegar bankarnir eru svona ríkir og opnir öllum upp á gátt eru möguleikarnir óneitan- lega miklir. Og freistingarnar. Eyðum nú borgum seinna. Það lætur býsna vel í eyrum. Og oft. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.