Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 80

Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Lánsma›ur? Eina skýringin á því að ég skuliekki vera skuldugur upp fyrir haus er sú að ég ólst upp á tímum þegar bankastjórar lánuðu ekki peninga nema fólki sem gat sann- fært þá um að það ætti nóga pen- inga fyrir. Ef fólk langaði til að kaupa eitthvað varð að nota aðferð sem nefndist „sparnaður“ og var fólginn í því að nurla saman pen- ingum í þeirri von að maður væri fljótari að safna heldur en ríkis- stjórnin að fella gengi krónunnar. EF ég hefði alist upp í góðæri væri ég örugglega stórskuldugur. Tökum nauðsynleg útgjöld: Hús- næði 50 milljónir, bíll 6 milljónir, innbú og heimilistæki 5 millur, sigling um Karíbahafið 2 milljónir, skíðaferð til Ítalíu 1 milljón, skuldbreytingalán fyrir gjaldfölln- um lánum og lögfræðikostnaði 12 milljónir, tómstundakostnaður 2 milljónir. Þarna eru komnar 75 kúlur. Svona hleðst þetta upp þótt maður sé ekki að veita sér neitt sérstakt. Og svo er það fatnaður kr. 147.302 á útsölum. Samtals eru þetta 75.147.302 krónur, á verð- tryggðum lánum og vextir og þjónustugjöld að sjálfsögðu eins og bönkunum hentar hverju sinni. ÞETTA er náttúrlega bara einka- neysla og fyrirtækinu óviðkom- andi. Ef ég væri ungur núna væri mér alveg trúandi til að fara að framleiða kvikmyndir. Þá förum við fyrst að tala um alvörupen- inga. Segjum að ég væri rétt að byrja, búinn að gera tvær myndir. Sú fyrri kostaði bara 300 milljón- ir, en seldist ekkert erlendis, svo að sú næsta kostaði 800 milljónir. Tekjur til þessa af 20 þúsund áhorfendum og svo boð um að koma á kvikmyndahátíðina í Haugasundi enda hef ég fengið góða dóma bæði í Vi menn og Dimmalætting. Segjum að tekj- urnar séu 100 milljónir, og þá eru 20 milljónir í peningum, hitt í gúddvill. Samtals: 1.075.147.302 kr. Rétt rúmur milljarður. Í skuld. ÞESSU er ég bara að velta fyrir mér til að bera saman lántöku- möguleika unga fólksins í dag og þeirrar verðbólgu-kynslóðar sem ég tilheyri. Þegar bankarnir eru svona ríkir og opnir öllum upp á gátt eru möguleikarnir óneitan- lega miklir. Og freistingarnar. Eyðum nú borgum seinna. Það lætur býsna vel í eyrum. Og oft. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.