Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 66
AFMÆLI Sigrún Hjálmtýsdóttir „Diddú“ er 50 ára. Mikael Torfason, rithöfundur og ritstjóri DV, er 31 árs. ANDLÁT Halldóra Guðrún Jóelsdóttir, Skúlagötu 40a, Reykjavík, lést laugardaginn 30. júlí. Geir Jóhann Geirsson, vélstjóri, lést þriðjudaginn 2. ágúst. Kristbjörn Benjamínsson, frá Katastöð- um, Núpasveit, lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, þriðjudaginn 2. ágúst. „Það verða stórkostlegar breyt- ingar á blaðinu,“ segir Magnús Björn Ólafsson nýráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins. „Ég vil fá fólk til liðs við mig sem hefur skoðanir og er ekki hrætt við að taka á við- kvæmum en mikilvægum málefn- um,“ segir Magnús sem hefur starfað við Stúdentablaðið síðast- liðna tvo vetur samhliða því að nema stjórnmálafræði og heim- speki við Háskóla Íslands. Eitt fyrsta verk Magnúsar var að fara til Palestínu og kynna sér mannlegu hliðina á þeim hörm- ungum sem þar hafa dunið yfir. Hann telur fréttaflutning hér heima einkennast um of af þurri tölfræði og of lítið gert af því að kynna sér mannlega þáttinn. Magnús ræddi við lækna, kennara og almenning auk þess sem hann fór í flóttamannabúðir, keyrði um í sjúkrabílum og heimsótti há- skóla í Palestínu. „Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig fólk í Palestínu lifir undir þessari miklu vá,“ segir Magnús en allir blaða- menn sem hann ræddi við á svæð- inu voru sammála um að Ísrael væri fasistaríki enda falli það mjög vel að skilgreiningunni. Hann segir að í hugum margra Ísraelsmanna séu arabar rétt- dræpir. Magnús fór ekki varhluta af af- skiptum ísraelsku herlögreglunn- ar en hann telur að þeim sé meinilla við að útlendingar heim- sæki Palestínu. „Ég var í yfir- heyrslum í fjóra tíma, berstrípað- ur og sakaður um hitt og þetta. Þeir reyndu að ljúga því að ég hefði verið með fíkniefni,“ segir Magnús sem fékk að lokum lög- reglufylgd út í vél en segist nán- ast hafa fengið taugaáfall. Magnús telur að starf sitt sem ritstjóri verði gefandi og er þess fullviss að blaðið verði lesið. „Ég mun sjá til þess,“ segir hann ákveðinn. „Ég er langt frá því að vera pólitískur og þetta verður ekki pólitískt blað,“ segir Magnús sem ætlar ekki að taka málin neinum vettlingatökum og finnst líklegt að einhverjum muni þykja umfjöllunin óþægileg. Magnús stefnir ekki á frama í blaðamennsku á Íslandi en ætlar sér að skrifa fram á grafarbakk- ann. Hugur hans stefnir út til fjarlægra landa og draumurinn er að starfa sem sjálfstæður blaðamaður. ■ 18 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR EMILIANO ZAPATA (1879-1919) fæddist þennan dag. Tekur á viðkvæmum málefnum MAGNÚS BJÖRN ÓLAFSSON RÁÐINN RITSTJÓRI STÚDENTABLAÐSINS „Það er betra að deyja standandi en lifa á hnjánum.“ - Emiliano Zapata er þjóðhetja í Mexíkó og tók þátt í uppreisninni í Mexíkó árið 1910. timamot@frettabladid.is RITSTJÓRI Magnús er nýkominn heim frá Palestínu þar sem hann kynnti sér aðstæður almennings. Hann mun skrifa um reynslu sína í Stúdentablaðinu. Bretanum John McCarthy var sleppt úr haldi mannræningja í Líbanon þennan dag árið 1991, en hann hafði þá verið í gíslingu í fimm ár. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad sem rændu blaða- manninum á sínum tíma til- kynntu lausn hans í skeyti sem sent var til fréttastöðvar í höfuð- borginni Beirút. McCarthy var rænt í apríl 1986. Hann var einn af ellefu Vestur- landabúum sem voru í haldi hryðjuverkahópa á þessum tíma og þeirra yngstur. Á blaða- mannafundi í Sýrlandi þakkaði McCarthy þeim sem börðust fyrir lausn sinni og hvatti fólk til að halda áfram baráttunni til að fá hina gíslana leysta úr haldi. Á næstu mánuðum var næstum öllum Vesturlandabúum sem haldið var í gíslíngu í Líbanon sleppt úr haldi. Þrátt fyrir opin- berar yfirlýsingar um að lausnar- gjald yrði ekki greitt er talið að lönd eins og Bandaríkin, Frakk- land og Þýskaland hafi borgað mannræningjum háar peninga- upphæðir eða vopn í skiptum fyrir landsmenn sína. Almenningur í Bretlandi fylgdist spenntur með því hvort ástir tækjust á ný milli McCarthy og fyrrum unnustu hans sem hafði barist ötullega fyrir lausn hans. Þau skrifuðu saman bók um raunir McCarthys en síðan skildu leiðir árið 1994. 8. ÁGÚST 1991 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1945 Sovétríkin lýsa yfir stríði á hendur Japönum. 1958 Þyrla frá Keflavíkurflugvelli sækir skipstjóra kafbátsins Nautilus sem liggur stutt frá Íslandsströndum og hafði fimm dögum áður siglt undir íshelluna á Norðurpólnum. 1963 Stóra lestarránið er framið í Bretlandi. 1974 Nixon Bandaríkjaforseti til- kynnir afsögn sína vegna Watergate-hneykslisins. 1988 Fyrsta barn Andrésar prins og Söru Ferguson fæðist. 1992 Íslendingar lenda í fjórða sæti í handknattleik á Ólympíuleikunum í Barcelona. 2001 Gullparið Tom Cruise og Nicole Kidman skilja. McCarthy sleppur úr haldi mannræningja FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR FYRSTA STARFIÐ: STEINN ÁRMANN MAGNÚSSON SKEMMTIKRAFTUR Missti framan af vísifingri við uppskipun Fyrstu störf Steins Ármanns Magnússonar, skemmtikrafts og leikara, voru uppskipun og ung- lingavinna sem hann vann jöfnum höndum í tvö sumur. Steinn var í uppskipun fyrir Eimskip í Hafn- arfjarðarhöfn. „Við vorum aðal- lega í því að húkka gáma og hlaða á bretti,“ segir Steinn, sem fannst ekkert sérstaklega gaman í vinn- unni. „Þetta var nú frekar til- breytingarlaust fannst mér og ég entist ekki í þessu.“ Steinn sóttist eftir vinnu við uppskipun frekar en unglingavinn- unni þar sem kaupið var betra. „Maður fékk ekki vinnu alla daga. Maður mætti bara og svo var þetta í bíó, þú færð vinnu og þú færð vinnu,“ segir Steinn sem fannst dagurinn lengi að líða enda yfir- leitt settur í leiðinleg verkefni.“ Ég vildi fara í akkorðið ofan í lest og hamast þar,“ segir Steinn sem á frekar súrar minningar úr þessari vinnu.“Ég missti framan af putta í þessu helvíti. Ég var að losa stroff- ur og verkstjórinn kom að á raf- magnslyftara sem var mjög hljóð- látur og járnin sem ég var að losa ýttust öll saman og ég klemmist á milli,“ segir Steinn sem fór aldrei aftur í uppskipun eftir það. Þótt Steinn hafi ekki þótt vistin góð segir hann vin sinn Davíð Þór hafa þótt gaman í vinnunni. Steinn telur að hann hafi lítið lært af þessari fyrstu vinnu, ung- lingavinnan hafi verið lærdóms- ríkari. „Svo voru þar líka sætari stelpur,“ segir Steinn Ármann og hlær. ■     !"   # $%%& ' ()* +  , )  - .$%&/ $%&0. 1 (2.- "  1 (*!,3" 4!.#-  # $%&0.5( 6#7 !+ (  (2$%%%8 * ! 9'2 "4  *)) $&/$ $:.; ! 3 '!( +'  '2 3( * !. <2. - "  1 ( $&// /:   ! $&/= $08 )"  <2. $&$0 ::   >  # < ! $&$?. # ' - (- '  ! $&/@ /&*! ($&$: $@.A  >2 (2*. . 2  2# (2. 5*' 2' .< !$&$:.A ) ".- , ) $&/& $:$&$@ $?' 2' (.B$=.'. $&::. 2' ( )#  CD2 '! "4 23 +. $%&=8 () 6!. $&$0*. . >  '  6!# $&0%E. ) (2F4 9 !>2* 7"4 (  $%G$'*!A '*. . () "4 <1  ! .. '9' '.9' ( .9 > .,4)2'   .*. . + ()'  ! .>) ') ' ( 2 "4 # 6 .H..I ! ' ( *'' . J(>(, *!2 ! <'))   " . ' (2 #! (.                                     53(# (+ (2 >9!# @. '. $%0$ * ( K( 9 +' 22  *! )..H" ((  4( ( !!+  , ) "4 . 6' $%%/L ."(.#H  #). $%%0.      2)        +   '  ;' 2 *! 3+' A '.   <"4 )( (  "4 (2> (2+ '2)*2( - # <>(!(. 1 (2. >M 1 ( $%%02#  (  !2. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Sigurðardóttir Álfaskeiði 100, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 3. ágúst á St. Jósepsspítala Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Sigríður V. Jóhannesdóttir Sigfús Jóhannesson Guðbjörg Árnadóttir Sigurlaug J. Jóhannesdóttir Sigurður Þ. Karlsson Sigþór Ö. Jóhannesson Gíslína G. Hinriksdóttir Sigrún Ó Jóhannesdóttir Ólafur Kr. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn www.steinsmidjan.is JAR‹ARFARIR 11.00 Jóhanna Guðnadóttir, frá Jaðri, síðar húsfreyja í Nesi, Eyjafjarðar- sveit, verður jarðsungin frá Höfða- kapellu, Akureyri. 13.30 Steinþór Jensen, kaupmaður, Norðurbyggð 16, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.