Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 8
1Hvað lagði Árni Magnússon félags-málaráðherra áherslu á í ræðu sinni á Hinsegin dögum? 2Hvað eru mörg ár liðin frá kjarnorku-árásinni á Hiroshima? 3Hver skoraði bæði mörk Chelsea gegnArsenal um helgina? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Heimsmeistaramót íslenska hestsins lauk í Svíþjóð um helgina: firír heimsmeistaratitlar í höfn HESTAR Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistara- titil sinn í tölti á heimsmeistara- móti íslenska hestsins sem hald- ið var í Svíþjóð um helgina. Ís- lendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Jóhann bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í töltinu og sigraði með miklum yfirburðum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á heimsmeistara- móti. Keppnin í fjórgangi var æsispennandi og munaði ein- ungis 0,04 á einkunn Sigurðar Sigurðarsonar sem sigraði og Stians Pedersen frá Noregi sem varð annar. Íslendingar voru í tveimur efstu sætum í fimm- gangi en Styrmir Árnson hreppti gullið nokkuð örugglega á stóðhestinum Hlyni frá Kjarn- holtum. Íslendingum var veitt mikil keppni á mótinu enda geysisterk lið að koma frá löndum eins og Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Þó að Íslendingar séu enn sem fyrr í efstu sætum í hefðbundn- um hringvallargreinum hafa þeir ekki staðið sig sem skyldi í skeiðinu. Má segja að Svíar hafi burstað Íslendinga og skipuðu þeir efstu sæti í öllum skeið- greinum keppninnar. - sgi – handsmíðaðar gæðavélar Vélar og þjónusta hefja innflutning á frábærum vinnuvélum frá Venieri. Venieri er einn virtasti framleiðandi vinnuvéla í Evrópu, ítalskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir um 900 vélar á ári. Vélarnar eru ekki settar saman í fjöldaframleiðslulínu heldur er hver og ein handsmíðuð af sérþjálfuðum starfsmönnum. Venieri-vélarnar hafa reynst framúrskarandi við íslenskar aðstæður og eru á mjög góðu verði. Eigum Venieri-vélar á lager - komdu og kynntu þér þær! Perkins 1104-44T 77 kw/105 hp Dekk: 404/70R24 Vinnuþyngd 7.500 kg „Bosc Rexroth Hydrostatic Transmission“ stiglaus skipting „Speed reduction“ stillanlegur ökuhraði óháður snúningshraða mótors. „Inch pedal” skipting slær út við hemlun vélar. Tregðulæsing fyrir fram- og afturdrif. „Ride control“ jafnvægisbúnaður á mokstursgálga. Öryggisventlar fyrir lyftutjakka. Perkins 1104C-44. 86KW/117 hp. Dekk: 17.5 L24 Vinnuþyngd 8800 kg. Hjólaskóflur Vökvahraðtengi fyrir mokstursskóflu. Opnanleg mokstursskófla (4 in 1) með áboltuðum þverskera. Lyftaragafflar á lyftaraplani. Yfirstærð af rafgeymi. Loftsæti fyrir ökumann. Í báðum vélum: Liðstýrð hjólaskófla VF 963 Liðstýrð hjólaskófla VF 763B MEINDÝR Ólafur Sigurðsson, hjá Meindýraeyðingu heimilanna, segir óvenjumikið hafa verið um veggjalús í húsum Íslendinga síð- ustu misserin og vill brýna fyrir fólki að það sé á varðbergi gagn- vart henni á ferðalögum utan- lands. Auðvelt er að sjá ummerki lúsarinnar. „Ég hef verið í þessu í átta ár og fékk lengst af aldrei meira en eitt tilvik í mánuði,“ segir hann. Nú hafa hins vegar verið nokkur tilvik í mánuði í meira en hálft ár og hann veit til þess að fleiri meindýraeyðar hafi verið að fást við þennan vanda. Þótt veggjalúsin berist hingað frá útlöndum getur hún breiðst út hér á landi. Hún fer með veggjum húsa og lætur sig detta niður úr loftinu þegar hún finnur fyrir lík- amshita og andardrætti. Síðan gerir hún sér bæli í rúminu, þar sem hún nærist með því að sjúga blóð úr sofandi fólki að næturlagi. Sé fæðan næg getur hún fjölgað sér mjög hratt. Ólafur vill að fólk skoði rúm og veggi á gistihúsum erlendis og leiti eftir ummerkjum lúsarinnar. „Þetta eru margir litlir dökkir blettir sem geta orðið álíka stórir og nöglin á litlafingri.“ Fullvaxin veggjalús er fimm millimetrar og sést vel með berum augum. Þær eru rauð- brúnar að lit, eru þó ljósar í upphafi ævi- skeiðsins en dekkjast með tímanum. Kven- lúsin getur verpt fimm hundruð eggjum um ævina. Þær koma yfirleitt aðeins fram að næturlagi. Bit veggjalúsarinnar varir í um fimm mínútur, en að því loknu fer hún aftur í bæli sitt. Bitið er ekki talið hættulegt en getur vald- ið kláða og bólgum. Auk óþægindanna fylgja lúsunum óhreinindi og jafnvel lykt. Hún getur líka skotið fólki sem hefur verið að heiman í nokkurn tíma skelk í bringu, en dæmi eru þess að fólk nýkomið úr fríi vakni þegar mikill fjöldi hungraðra lúsa sest að snæðingi á nánast sama tíma. Veggjalýs voru algengar víða á Vesturlöndum en þeim var að mestu útrýmt á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar með notkun eiturefnisins DDT, sem nú hefur verið bannað. grs@frettabladid.is Fleiri veggjal‡s en á›ur Meind‡raey›ar hafa oft or›i› varir vi› veggjalús í húsum sí›ustu misseri. Helstu ástæ›urnar eru aukin fer›alög á sama tíma og lúsinni fjölgar erlendis. Br‡nt er fyrir fólki a› leita eftir ummerkjum um lúsina á erlendum gistiheimilum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TÖLTGARPUR Jóhann R. Skúlason hreppti töltbikarinn í þriðja sinn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð. Hér er hann á hinum geysiflotta Hvin frá Holtsmúla. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T ÍM AR IT IÐ H ES TA R Sandgerði: Ré›ust flrír gegn einum LÖGREGLUMÁL Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sand- gerði í fyrrinótt með þeim af- leiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír menn sem lögreglan í Keflavík kannaðist fljótt við eftir lýsingu fórnarlambsins og voru þeir yfirheyrðir í kjölfarið. Unglingurinn hringdi sjálfur eftir lögreglu eftir árásina og var honum komið undir læknis- hendur en ekki lá fyrir hvers vegna mennirnir réðust að hon- um. Var hann gestur á menning- arhátíðinni Sandgerðisdagar í bænum ásamt þegar að honum var veist. Málið telst þegar upp- lýst að sögn lögreglu. - aöe Vestfjarðaprófastsdæmi: Agnes fyrsti prófasturinn KIRKJA Fyrsti prófastur Vest- fjarðaprófastsdæmis sem stofn- að var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknar- prestur í Bolungarvíkurpresta- kalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Vestjarðaprófastsdæmi varð til við sameiningu Barða- stranda- og Ísafjarðarprófasts- dæma en samþykkt var á kirkju- þingi árið 2003 að sameina þau við starfslok séra Braga Bene- diktssonar, prófasts Barða- strandaprófastsdæmis. Séra Agnes er ein af fjórum kvenpróföstum á landinu en prófastsdæmin eru fimmtán talsins. - sgi UMMERKI VEGGJALÚSAR Úrgangur eftir lúsina sést vel á rúmum og veggjum þar sem hún hefst við. Fullvaxin veggjalús er fimm millimetrar á lengd. Stríðslokaafmæli Kinverja: Vilja enn refsa Japönum KÍNA, AP Kínverjar hafa framleitt röð kvikmynda í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Japanar biðu ósigur í síðari heimsstyrjöldinni. Ein af myndunum er teiknimynd sem fjall- ar um litla hermanninn Zangga, sem er skæruliði á táningsaldri. Kínverjar og Japanar eru tengd- ir margmilljarða viðskiptaböndum en Kínverjar setja enn fyrir sig framgöngu Japana í síðari heim- styrjöldinni og segja að þeim hafi ekki enn verið refsað nægilega fyrir brot sín. Ríkisstjórn Kína sér til þess að Kínverjar gleymi aldrei hvaða hlut Japanar áttu í stríðinu og minna reglulega á hann í kennslubókum og fjölmiðlum. - sda KÍNVERSKT BARN Unga kynslóðin í Kína fær fræðslu í skólum um þátt Japana í síð- ari heimsstyrjöldinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.