Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 2
2 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar samþykkir ályktun: Skora› á Írana a› láta af úranvinnslu VÍN, AP Alþjóðakjarnorkumálastofn- unin (IAEA) skoraði í gær á Írana að láta af tilraunum til þess að auðga úran. Íranar virðast ætla láta áskorunina sem vind um eyru þjóta. Stjórn IAEA hefur setið á rök- stólum undanfarna daga og reynt að koma sér saman um hvernig taka beri á úranvinnslu Írana sem hófst í vikunni. Í gær sendi stjórn- in svo frá sér ályktun þar sem „miklum áhyggjum“ var lýst vegna vinnslunnar. Í ályktun IAEA segir að „fjölmörg ágreiningsefni sem snerta kjarnorkuáætlun Írana eru enn óleyst og stofnunin treystir sér því ekki til að lýsa því yfir að eng- in kjarnakleyf efni séu í Íran sem ekki hefur verið gerð grein fyrir“. Ekkert var þó minnst á að kæra Írana til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem hefur vald til að beita landið viðskiptaþvingunum. Í staðinn var Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóra IAEA, falið að vinna nákvæma skýrslu um fram- ferði Írana og skila um það skýrslu 3. september næstkomandi. Íranar létu sér fátt um gagnrýni IAEA finnast. „Íran beygir sig ekki. Íran verður framleiðandi kjarnorkueldsneytis og eftir ára- tug seljum við það líka,“ sagði Sir- us Nasseri, erindreki þeirra á fund- inum. -sg VIÐSKIPTI Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði í gær lögbann við því að minnihlutaeigendur fasteignafélagsins Festingar nýttu sér atkvæðisrétt á hlut- hafafundi sem fyrirhugaður var í gær. Í kjölfar úrskurðar sýslu- manns var ákveðið að blása hluthafafundinn af enda komin upp pattstaða í félaginu. Þegar hafði verið lagt lögbann við því að meirihlutinn nýtti atkvæða- rétt sinn. Hlutabréf í Festingu var auk- ið um hundrað milljónir króna í mars síðastliðnum og í kjölfarið selt á genginu tíu. Félagið Angus, sem Jóhann Halldórsson framkvæmdastjóri Festingar fer fyrir, keypti síðan hlutinn á einn milljarð króna. Þeir sem áður voru í meiri- hluta, fjárfestingafélagið Ker meðal annarra, töldu þá að hlutafjáraukningin stæðist ekki lög og kröfðust lögbanns. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Kers, segir enga ástæðu til að boða til fundar þar sem enginn hafi atkvæðisrétt: „Það er ágreiningur í félaginu og menn spyrja að leikslokum. Það er ljóst að dómstólar koma til með að hafa síðasta orðið í þessu.“ - jsk Voru kaldir en kátir flegar fleim var bjarga› Skipstjóri björgunarbátsins segir a› tvís‡nt hef›i veri› um líf og limi manna hef›i brim veri› en báturinn fór a› leka á hættusló›um. Björgunarbáturinn Gunnar Fri›riksson vir›ist leita á sló›ir nafna síns. BJÖRGUN Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson kom tveimur mönnum til bjargar klukkan sex í gærmorgun eftir að smábáturinn Eyjólfur Ólafsson hafði strandað við vitann á Straumnesi norðan Aðalvíkur við Ísafjarðardjúp. Smábáturinn var farinn að leka mikið og afréðu mennirnir að senda út neyðarkall um klukkan hálf fjögur og enn fremur ákváðu þeir að sigla bátnum í strand svo hann sykki ekki eða yrði fyrir frekari skemmdum. Afar stór- grýtt er á þessum slóðum og því erfitt að koma báti að landi. Björgunarbáturinn togaði svo smábátinn á flot um klukkan níu í gærmorgun og kom honum ásamt áhöfn til hafnar í Bolungarvík um hádegisbilið. Að því loknu var bát- urinn hífður í land og er hann nú í viðgerð í Vélsmiðjunni Mjölni þar í bæ. Pálmi Stefánsson, skipstjóri á Gunnari Friðrikssyni, segir mikla mildi að logn hafi verið því örugg- lega hefði verið tvísýnt um líf og limi manna hefði verið brim. „Þeir voru kaldir en kátir þeg- ar við komum þeim til hjálpar,“ segir Pálmi en bætir við að vissu- lega hafi tvímenningarnir verið skelkaðir því lúkarinn var orðinn fullur af sjó þegar þeim var kom- ið til bjargar. Að sögn Jóns Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Landsbjarg- ar, var fiskibátur staddur skammt frá Eyjólfi Ólafssyni þegar hann strandaði. Ætlaði skipstjóri báts- ins að freista þess að koma skip- brotsmönnum til hjálpar en horfið var frá því þar sem hætta væri á að fiskibáturinn strandaði sjálfur eða laskaðist. Í Aðalvík, rétt við slysstað, fæddist og ólst upp Gunnar Frið- riksson en hann var forseti Slysa- varnarfélags Íslands í 22 ár og er björgunarbáturinn skírður eftir honum. Gunnar lést í byrjun þessa árs. Friðrik, sonur Gunnars, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem björgunarbáturinn leiti á bernsku- slóðir nafna síns til björgunar- starfa. „Þegar báturinn var skírð- ur árið 2000 kom fljótlega útkall frá Látrum í Aðalvík, það eina sem borist hefur þaðan fyrr og síðar. Gamlir menn á Ísafirði höfðu þá orð á því við föður minn að ein- hverjir í Aðalvíkinni vildu kíkja á gripinn,“ segir Friðrik. - jse SLYS LIGGUR ENN ÞUNGT HALDIN Líðan konu á fimmtugsaldri sem slasaðist alvarlega í umferðar- slysi í Hallormsstaðaskógi á þriðjudag er óbreytt að sögn vakthafandi læknis. Konan liggur enn þungt haldin í öndunarvél á gjörgæsludeild. Fólskuleg líkamsárás: Milljónir í bætur DÓMSMÁL Sveinn Gunnar Jónsson var í gær dæmdur til þess að greiða manni sem hann réðist á fyrir sjö árum tæpar tíu milljónir króna í skaðabætur. Áður var búið að dæma Svein Gunnar til greiðslu miskabóta að upphæð þriggja milljóna króna fyrir rétti árið 2000 en þar sem síðar hefur komið í ljós að áverk- ar þeir er fórnarlambið hlaut hafa haft mun alvarlegri afleiðingar en þá var talið taldi dómurinn rétt að þyngja skaðabótagreiðsluna um tæpar sjö milljónir króna. - aöe Sextán ára piltur: Lést í slysi ANDLÁT Pilturinn sem lést í bif- hjólaslysi við Reykhóla á Vestfjörðum að- faranótt sunnu- dags hét Máni Magnússon og var til heimilis að Lækjarhjalla 14 í Kópavogi. Máni var sextán ára gamall. ■ Alltaf þægilegt www.ob.is 14 stöðvar! SPURNING DAGSINS Gu›mundur, reyni› fli› næst a› stö›va vindinn? „Nei, það er betra að hafa vindinn með sér í snjóframleiðslunni.“ Akureyringar ætla að framleiða snjó í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl Jónsson er forstöðumaður skíðasvæðisins. KRISTINN HALLGRÍMSSON LÖGMAÐUR KERS Hluthafafundur í Festingu var blásinn af í kjölfar lögbannsúrskurðar. Kristinn segir dómstóla koma til með að hafa síðasta orðið í málinu. Lögbann lagt á minnihluta Festingar: Pattsta›a innan stjórnarinnar KÁTIR VORU KARLAR Baldvin R. Gunnarsson og Pétur Brynjar Sigurðsson komnir í höfn heil- ir á hófi. Milli þeirra er Pálmi Stefánsson skipstjóri á björgunarbátnum Gunnari Friðrikssyni. MOHAMED ELBARADEI Framkvæmdastjóra IAEA var falið að semja skýrslu um kjarnorku- áætlun Írana og á hann að skila henni eftir þrjár vikur. EYJÓLFUR ÓLAFSSON DREGINN Í HÖFN Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði dregur laskaðan smábátinn í höfn í Bolungarvík. MÁNI MAGNÚSSON Miklar hækkanir á easyJet: Möguleiki á yfirtöku VIÐSKIPTI Stelios Haji-Ioannou, aðal- eigandi easyJet, myndi vilja fá að minnsta kosti 310 pensa boð í hvern hlut áður en hann íhugaði að selja. Þetta kemur fram í Daily Tel- egraph. Gengi easyJet hækkaði í gær um rúm sjö prósent og fór um tíma yfir 310 pens. Talið er að FL Group sé enn að auka hlut sinn í fé- laginu. FL Group, sem hefur keypt bréf í easyJet að undanförnu, getur ekki tekið easyJet yfir án samþykkis Haji-Ioannou og systkina hans sem fara með 40 prósenta eignarhlut. - eþ/hh Alferð Þorsteinsson: Tjón fyrir Reykvíkinga BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR „Þegar R-listinn tók við völdum 1994 ríkti ófremdar ástand í boarginni, meðal annars í skóla-, dagsvistar- og atvinnumálum. R-listinn hefur gerbreytt stöðunni,“ segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsókn- armanna í R-listanum. Hann segir mikið áfall ef R- listinn bjóði ekki fram í næstu borgarstjórnarkosningum því enn séu verkefni fram undan. „Það verður Reykvíkingum til tjóns ef R-listinn fær ekki tækifæri til þess að bjóða fram til borgar- stjórnarkosninga á næsta ári.“ - jh Steingrímur J. Sigfússon: Ver›a a› teljast alvarleg tí›indi BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir ótímabært að gefa út dánarvottorð fyrir R- lista samstarfið á næsta kjörtíma- bili. „Nefndin sendi málið heim til flokkanna og það er þeirra að stíga næstu skref. Auðvitað dreg- ur úr bjartsýni þegar þessi tíðindi verða. Það væri barnalegt að horfast ekki í augu við það að við- ræðunefnd, sem haldið hefur vel á annan tug funda, skuli sigla í strand. Það verða að teljast alvar- leg tíðindi. Ef til vill ýtir þetta við mönnum en nú þarf að horfast í augu við alvöru málsins.“ - jh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.