Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 16
16 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
250 vaxtalaus lán
til listaverkakaupa
Fjöldi fólks hefur nýtt
sér vaxtalaus lán KB
banka til listaverkakaupa.
Flest lánin eru á bilinu
200 til 300 þúsund krónur
en mest er hægt að fá 600
þúsund krónur lánaðar.
KB banki hóf að veita vaxtalaus
lán til listaverkakaupa á menn-
ingarnótt á síðasta ári. Lánin
eru veitt í samstarfi bankans,
menningarráðs Reykjavíkur,
sextán listgallería og viðkom-
andi listamanna.
„Við erum afar ánægð með
viðtökurnar og höfum afgreitt
fjölmörg lán,“ segir Þóra Briem,
starfsmaður KB banka, en hún
annast lánveitingarnar fyrir
hönd bankans.
Hægt er að fá
lán frá 36.000 krón-
um og upp í 600.000
og þarf listaverka-
kaupandinn að
greiða út tíu
prósent kaup-
verðs. Afgang-
inn lánar bank-
inn vaxtalaust til allt að þriggja
ára.
„Við höfum veitt lán frá
50.000 krónum og upp í hámark-
ið en flest lánin eru upp á 200 til
300.000 krónur,“ segir Þóra sem
hefur ekki nýtt sér listaverka-
lánin sjálf.
KB banki hefur heimild til að
sækja listaverkið standi kaup-
andi ekki í skilum en aldrei hef-
ur komið til þess. Lántakendur
eru enda valdir af kostgæfni,
farið er yfir skuldaskilasögu
fólks og sé það á vanskilaskrá er
umsóknum hafnað.
Þóra þarf ekki að setja sig í
listfræðilegar stellingar þegar
fólk óskar eftir láni, bankinn
lætur galleríunum eftir að meta
hvort um viðurkennda list er að
ræða eður ei.
Stefán Jón Hafstein borgar-
fulltrúi er frumkvöðull lánveit-
inganna. Hann sá fyrir sér að
með þeim væri hægt að styrkja
listalífið í landinu og er það án
efa raunin. Um 250 listaverk
hafa verið keypt síðasta árið í
krafti lánanna.
Þóra segir lántakendur vera á
öllum aldri og í viðskiptum við
alla banka landsins og að auki
greinilegt að smekkur þeirra
fyrir listum sé af öllum toga.
bjorn@frettabladid.is
Kvíði því að rifja
upp dauða
föður míns
Fjölskyldan skilur ekki kröfu
Lofts um nýja krufningu á
fjölskylduföðurnum
SUNNUMÖRK 2
810 HVERAGERÐI
SÍMI 483 3206
Í VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1
OPNUNARTÍMI
MÁNUD. - FIMMTUD...........
FÖSTUDAGA......................
LAUGARDAGA...................
11:00 - 18:30
11:00 - 19:30
12:00 - 16:00
ALVÖRU HUMAR
& ANNAÐ GIRNILEGT FISKMETI
BEINT Á GRILLIÐ
ERTU Á LEIÐINNI AUSTUR FYRIR FJALL
Í BÚSTAÐINN EÐA ÚTILEGUNA?
„Ég hef verið á fullu að undirbúa brúðkaup bestu
vinkonu minnar, Hildar Eiríksdóttur,“ segir Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir, sem að vetrarlagi nemur óperu-
söng í Lundúnum. Hún segir það nánast fulla vinnu
þegar besta vinkona gengur í hjónaband, svo margt
þurfi að gera. „Við gæsuðum hana um síðustu helgi
og svo höfum við verið að undirbúa skemmtiatriði
fyrir veisluna.“ Auk þess mun Sigríður Ósk hafa
skyldum að gegna í athöfninni sjálfri því vitaskuld
var hún fengin til söngs.
Þegar brúðkaupið mikla er yfirstaðið tekur alvaran
við, sem í þessu tilfelli snýst um að læra hlutverk í
óperunni Dido og Eneas eftir Purcell. Þátttakan í óp-
erunni er hluti af námi hennar í Lundúnaborg og
verður óperan frumsýnd í byrjun september.
Sigríður Ósk er alsæl með að búa í heimsborginni,
þar sem ævintýri eru á hverju strái. „Það er allt í
boði, maður þarf bara að vita hvað maður vill, ann-
ars týnist maður.“
Brú›kaup bestu vinkonu eins og fullt starf
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR SÖNGNEMI
nær og fjær
„Eftir stendur íslenzkur
hestur, sem er fallegri
og glæsilegri en nokkru
sinni fyrr og selst eins
og heitar lummur
um alla Evrópu og
Ameríku.“
ÞORVALDUR GYLFASON PRÓFESSOR Í
FRÉTTABLAÐINU.
„Ég skil ekki af hverju
menn eru a› setja
vinnuhópa á laggirnar
ef fleir eiga ekki a›
sinna sínu hlutverki.“
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON, BORG-
ARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS, Í
MORGUNBLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Það kostar 29.900 krónur að sitja sjö
klukkustunda námsstefnu með fyr-
irlesaranum Brian Tracy í Háskóla-
bíói í október. Hann verður þá hér í
sjötta sinn og eys úr gnægtabrunni
þekkingar sinnar á stjórnun, sjálf-
styrkingu og velgengni. Erindi hans
að þessu sinni nefnist Sálfræði vel-
gengninnar; 10 grundvallaratriði til
sjálfstyrkingar og er sagt hagnýtt
bæði fyrir þá sem áður hafa hlýtt á
Tracy og eins þá sem aldrei hafa séð
hann.
Í tilkynningu frá Stjórnunarfé-
laginu segir að Tracy sé einn allra
besti fyrirlesari heims og hafi
aldrei verið betri en einmitt nú.
Fyrir þátttökugjaldið fást að
auki námsstefnugögn, penni og við-
urkenningarskjal en veitingar eru
ekki innifaldar.
Það má svo heita rúsínan í pylsu-
endanum að Stjórnunarfélagið
ábyrgist ánægju námsstefnugesta.
Sé fólk ekki ánægt eða sannfært um
að námsstefnan skili því sem til var
ætlast getur það gengið út á hádegi
og fengið endurgreitt. - bþs
ÞÓRA BRIEM Hefur afgreitt um 250 lista-
verkalán en hefur ekki tekið slíkt lán sjálf.
LIST Á VAXTALAUSU LÁNI Hægt er að fá lán til kaupa á listaverkum eftir núlifandi listamenn. Þessar myndir eru eftir Daða Guðbjörns-
son, Braga Ásgeirsson og Pétur Gaut og eru til sölu í Gallerí Fold.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
BRIAN TRACY
Hefur víst aldrei verið betri en einmitt nú.
Brian Tracy kemur til Íslands í sjötta sinn:
Endurgreitt vakni efi